Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 2022, Side 52

Sjómannadagsblaðið - 2022, Side 52
52 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 danski skipherrann Carl georg Schack varð þjóðhetja á ís- landi eftir vasklega framgöngu gegn breskum togaraskip- stjórum sem uppvísir urðu að landhelgisbrotum hér við land. Hann þoldi ekki að sjá arðrán- ið sem stórþjóðir stunduðu hér við land og sýndi í verki að honum stóð ekki á sama. E r minnst er á landhelgina og deilur þar að lútandi verður flestum eflaust hugsað til hinna svokölluðu „þorskastríða“ sem háð voru á sjötta og áttunda tug síðustu aldar. Þó er land- helgisgæsla mun eldra fyrirbrigði og hefur alltaf verið þýðingarmikil, enda skorti Íslendinga lengi bæði fjármagn og skip til að halda uppi löggæslu á hafinu. Í byrjun 20. aldar voru það auðvitað Danir sem sáu um slíkt. Þá höfðu orðið miklar framfarir á veiðiskipum. Stálklæddir togarar voru komnir til sögunnar sem gátu veitt mun stærri afla í einni ferð en áður þekktist. Danir höfðu reynt að bregðast við þessu og árið 1895 sendu þeir hingað beitiskipið Heimdall, sem var 1.342 smálest- ir, hraðskreitt og vel vopnum búið. Þrátt fyrir þetta var floti Dana ekki stór og enn voru mörg seglskip þar í þjónustu. Í raun var ekkert ann- að skip en Heimdallur sem gat haft í fullu tré við hin nýju fiskiskip Breta og Þjóðverja. Bretland var öflugasta ríki veraldar Hafa ber í huga að ástand í al- þjóðamálum var allt annað en við nútímafólk höfum vanist. Á þessum árum gilti enn réttur hinna sterku. Íslendingar hafa mögulega litið á Dani sem einhverja stórþjóð. Það gerðu Danir ekki. Þeim var fullljóst að þeir yrðu að fara var- lega í umgengni við hinar sterku þjóðir Evrópu eins og t.d. Bretland, Þýskaland og Frakkland. Aðeins voru nokkrir áratugir síðan Danir höfðu beðið mikið afhroð í styrjöld við nágranna sinn Prússland. Það ríki var nú orðið Þýskaland og enn öflugra en áður. Enda brá svo við að þessar þjóðir, sérstaklega Bretar, tóku komu Heimdalls ekki fagn- andi og sökuðu áhöfnina um að hafa frammi ógnandi tilburði nær daglega við bresku togarana. Þetta var söngur sem átti eftir að heyrast oft er leið á öldina. Bretland var þá langöflugasta ríki veraldar og voru Bretar fljótir að minna Dani á mátt sinn. Sumarið 1896 sigldu fjögur bresk herskip til Íslands til að fylgjast með veiðiskipum sínum og afskiptum Dana af þeim. Þau köst- uðu akkerum úti fyrir Reykjavík, öllum borgarbúum vel sýnileg. Svo virðist sem Heimdallur hafi staðið sig ágætlega. Það hafði t.d. afskipti af 15 skipum sumarið 1897. Þetta nægði þó ekki Íslending- um, sem vildu mun öflugri varnir, enda sveið mörgum að sjá erlend skip sópa upp af þessum auðugu fiskimiðum. Íslendingar höfðu beðið Dani um að senda hingað fjögur gæsluskip en eins og áður er nefnt bjuggu Danir hreinlega ekki svo vel að geta brugðist við þeirri kröfu. Skipakostur hér var lakari Í lok 19. aldar voru þær raddir orðn- ar háværar sem kröfðust breytinga á lifnaðarháttum þjóðarinnar. Ásælni Daninn sem Íslendingar elskuðu greinarhöfundur með eina af mörgum heimildum sem hann studdist við þegar greinin var sett saman. áður hafði hann í félagið við Baldur ragnarsson fjallað um Carl georg Schack í hlaðvarpsþættinum draugar fortíðar. botnvörpungar fóru oft ansi nærri landi í skjóli nætur, langt fyrir innan landhelgismörkin sem þá voru þrjár sjómílur en ekki lögfest sem slíkt. Íslendingar voru öskureiðir og beindu spjótum sínum að dönum. ora.is Við kum sjómönnum til hamingju með daginn

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.