Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur
komnir og tilkynnir okkur að skipstjór-
inn hafi komið fullur um borð og logn-
ast útaf í kojunni.
– Nú setjum við hann í poka og
hengjum hann upp í bómu og sláum
henni út, það verður svo gaman að sjá
þegar hann vaknar.
Ég hleypti í mig illsku og hund-
skammaði stýrimann fyrir að reyna að
spana félaga sína í þennan skítaverknað
og sagði að fyrr skildi ég steinrota hann
áður en hann kæmi slíku óþverraverki í
framkvæmd. Ég funaði þarna upp og
gerði mig líklegan til að framkvæma
hótun mína. Ég gerði mér grein fyrir
hvaða afleiðingar það hefði að fara svona
með skipstjórann og að sjálfsögðu hefur
hann ætlað að koma því svo á mig.
Strákarnir sögðu: – Það er svo þröngt
hérna í lúkarnum farið þið heldur upp á
dekk.
Það taldi ég alveg sjálfsagt og þaut
upp stigann. Strákarnir sögðu að ég
hefði tekið stigann upp úr lúkarnum í
tveim tröppum. En sama hefði ekki verið
hægt að segja um stýrimann, hann hefði
farið nauðugur undir frýjunarorðum
þeirra. Enda var ég búinn að bíða dá-
góða stund eftir honum, en þegar hann
kom sá ég að mannfýlan var orðin laf-
hrædd og vildi ekkert annað en sættast
við mig. Eitthvað þvældist hann í vand-
ræðum sínum aftur í færakassa, dró þar
upp flösku og bauð mér að súpa á. Ég
sagðist skyldi láta kyrrt liggja ef hann
hætti öllum svona uppákomum. Eftir
þetta þurfti ég ekki að kvarta undan
honum. Það er oft sem svona menn eru
ekki miklir bógar, þeir limpast niður er
þeir hitta ofjarla sína. Enda vissi ég að
hann hefði orðið léttur í höndunum á
mér, því ég var þó ég segi sjálfur frá, vel
að manni í þá daga. Ég hefði aldrei barið
mann og það hefði ég ekki gert en ég
hefði tekið hann og skellt honum í
dekkið og látið hann finna fyrir því.
Löngu seinna frétti ég að Einar skipstjóri
hefði verið reglumaður.
Bitinn
Róðrar gengu vel. Það var gert út á stein-
bít og alltaf róið í Látraröstina ef veður
var þokkalegt, annars suður í Breiðafjörð
og þá í þorsk og ýsu. Línan var hand-
dregin af spilinu og hringuð niður í línu-
balla því engin var dráttarkarlinn og var
ég oft við það verk. Ég minnist þess að
Örn vélstjóri var oftast við dráttarspilið
við að afgogga og hvað þetta lék í hönd-
unum á honum, og aldrei sá ég að hon-
um mistækist að bera í fisk og það þó að
stæði á hverjum krók.
Það var oft at í steinbítnum og í ein-
um róðrinum fengum við 22 tonn. Ég
þurfti eitt sinn að fara niður í lest og
hleypa á milli stía eins
og kallað var. Ég tók
með höndunum undir
stíuborðið en þá hékk
skyndilega steinbítur á
fingrinum. Ég ætlaði að
kippa hendinni að mér
en þá herti steinbíturinn
bitið svo ég varð að bíða
þar til hann linaði takið.
Það var lítil ending í
stígvélunum, þau urðu
fljótt götótt af steinbíts-
biti. Steinbíturinn var
allur flakaður í frysti-
húsinu og úrskurður og
bein unnin í nýrri beina-
mjölsverksmiðju sem
verið var að taka í notk-
un er ég byrjaði þarna.
Eitt sinn kallaði Einar
skipstjóri mig upp í brú
og bað mig að andæfa á
línuna meðan hann
skryppi niður í eldhús að
fá sér kaffisopa. Þennan
starfa hafði ég aldrei
unnið og kunni ekki,
enda ekki beðinn um
það aftur. Seinna var ég
á bátum á Siglufirði og
andæfði oft á línudrætti.
Alltaf á sunnudögum
sá Steinunn Finnboga-
dóttir, kona Alberts
framkvæmdastjóra, um
matinn í frystihúsinu til
að hvíla kokkana. Þá
borðuðu allar skipshafn-
irnar þar sem ekki var að
undra, slíkur var veislu-
maturinn sem frúin bar á
borð fyrir okkur.
Kafaði í drulluna
Ég varð var við að ljósa-
vélin var aldrei notuð
við land og spurði Örn
vélstjóra hverju það
sætti. Hann sagðist vera
orðin uppgefinn á að
reyna að setja hana í
gang því þetta væri orðið
svo mikið skrapatól. Eitt
sinn í landlegu fór ég að
skoða ljósavélina og fann
strax að hún var óþétt á
ventlum. Ég nefndi það
við Örn og við fórum
báðir í það að taka hedd-
ið af vélinni og rífa
ventlana úr. Við fórum
með ventlana á bifreiða-
verkstæði sem starfandi
var þarna í þorpinu og
fengum ventlana rennda. Síðan
fengum við lánaðar slípigræjur
og stein til að fræsa ventla-
sætin. Við slípuðum ventlana
niður í sætin og settum síðan
saman. Ekki voru til pakkn-
ingar í vélina, en það var til
nóg efni svo við hjuggum til
pakkningar sem pössuðu.
Þegar búið var að loka vélinni
var skipt um smurolíu á henni
og síðan var vélin sett í gang,
en það gekk brösuglega því
hún var orðin svo slitin á
sílundrunum. Eftir mikið bras
við gangsetningu var hún látin
rölta í róðrum.
Eitt var hvað það var erfitt
að lensa úr lestinni og safn-
aðist smásaman sjór í hana
sem komin var slagvatnsfýla
af, en fýlan var drepin niður
með klór. Þetta var samskonar
lensikerfi og var í Norðlend-
ingi sem ég kunni ágætlega á
þar enda sem þriðji vélstjóri
verið skipað þar í sóðalegustu
verkin og því oft búinn að
þrífa stíflur úr lesningunni. Á
Norðlendingi reyktu kyndar-
arnir og fleygðu eldspýtunum
frá sér í kjölvatnið. Svo þegar
dælt var settust eldspýturnar
undir ventlahausana og héldu
þeim opnum. Og lensingin því
óvirk.
Ég var búinn að skoða
ventlakistuna í vélarúminu og
gat ekki séð að neitt væri að
og sagði Erni að bilunin hlyti
að vera í lestinni. Svo var það
á landleið úr róðri á laugar-
dagsmorgni að ég stóðst ekki
mátið og bað Örn að koma
með mér í lestina og athuga
hvað hægt væri að gera.
Klæddi ég mig úr öllu að ofan
og við fórum með nauðsynleg
verkfæri niður í lest. Það var
orðið töluvert af sjó í lestinni.
Ég þurfti að þreifa mig áfram
til að finna ristina sem var yfir
lensibrunninum sem ventillin
var í, á endanum á lensirörinu.
Ristin hékk á einum nagla og
hreyfðist fram og til baka eftir
hreyfingunni á sjónum sem
kominn var í lestina. Ég þurfti
að skrúfa síuhúsið af ventli-
num til að komast að honum.
Ég kafaði alveg upp að öxl-
um í þessum óþverra og sóttist
verkið seint. En þetta tókst að
lokum og þurfti ég að biðja
Örn að sækja fötu til að setja
gumsið í sem ég veiddi upp úr
Einar Þórarinsson skipstjóri.
Gunnbjörn Ólafsson háseti.
Alfreð greinarhöfundur.
Örn Óskar Helgason, fyrsti vél-
stjóri.