Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur
skugga um hvort eitthvað við þennan
skipsskaða stríddi gegn lögum.
Dómur féll á aðfangadag 1904.
Nokkrar athugasemdir
voru gerðar, en engar al-
varlegar. Helsta ásteitings-
efnið var hæfni hafnar-
innar við að setja niður
björgunarbátana sem þótti
þó ekki gefa tilefni til
ákæru.
Hvað stefnu skipsins
varðaði, þótt hún rétt, en
rétturinn gerði varfærn-
ar athugasemdir við að
Gundel skipstjóri hefði
ekki gætt mikillar varkárni
við siglinguna á Rockall
svæðinu. Þar sem sjókort
væru að hluta ekki til um
þetta svæði og það mönnum ókunnugt,
hefði skipstjórinn átt að láta lóða dýpið
reglulega og hafa mann stöðugt á varð-
bergi. Þá var því bætt við, að þar sem um
farþegaskip var að ræða hefði meiri ár-
vekni verið nauðsynleg við gerð siglinga-
áætlunarinnar. Eftir strandið hefði skip-
stjórinn átt strax að láta mæla dýpið, en
það sem öðru verra var, var að hann
hefði siglt skipinu afturábak af rifinu í
stað þessa að láta það kyrrt.
Vissulega hafi skipstjórinn gert sig
sekan um mistök, en aðstæður hafi verið
slíkar, að ekki væri ástæða til að dæma
hann til refsingar. Hins vegar var honum
hælt fyrir að gera skyldu sína með ró og
án alls fums, uns hann sökk með skipi
sínu, sem var lagt honum til hróss.
Norðmenn voru ekki ánægðir með
dómsúrskurðinn og enn þann dag í dag
er það haft í flimtingum, að dómaranum
hafi verið mútað af DFDS!
Heimildaskrá
Söfart, 12. nóv. 2010
http://www.norwayheritage.com/articles/templates/
great-disasters.asp?articleid=119&zoneid=1
http://www.norwayheritage.com/p_shiplist.
asp?co=thing
http://is.wikipedia.org/wiki/Rockall
http://en.wikipedia.org/wiki/Hasselwood_Rock
Rockall
Rockall er óbyggð klettaeyja í
Norður-Atlantshafi um 400 km.
vestur af Skotlandi. Eyjan, ásamt
næsta nágrenni neðansjávar, er
leifar forns neðansjávareldfjalls.
Eyjan, sem er tæplega 30 m á
hæð, tilheyrir óumdeilanlega
efnahagslögsögu Bretlands. Hún
er engu að síður bitbein Íslands,
Danmerkur, fyrir hönd Færeyja,
Írlands og Bretlands er tekur til
náttúruauðæva, er kunna að
finnast á landgrunni hennar.
Hafið umhverfis eyjuna er
óhreint, enda, eins og fyrr segir
leifar gamals neðansjávareld-
fjalls. Eitt skerjanna er Hassel-
woodklettur, sem stendur um
1 metra upp úr sjó við lágsævi,
en brýtur á í sjógangi. Það var
einmitt á þessu skeri, sem Norge
steytti 28. júní 1904.
Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður
Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 ·898 2773
Kt.: 621297-2529
Rockall. Ekki fjarri þessum kletti fórst Norge. Skipstjórinn, Valdemar
Gunde, bjargaðist en 583 farþegar og 56 úr áhöfninni fórust. Þetta var
fram til þess tíma mannskæðasta sjóslys sögunnar á Atlantshafi.
„Guð hjálpi yður, kona. Af hverju hættuð
þér ekki þegar komið var eitt.“
Ónefndur sýslumaður að skamma
konu sem hafði eignast tvíbura í lausa-
leik.
*
„Þegar ég var ungur hafði ég ákaflega
gaman af að dansa. Einkennilegt var það
með mig að mig langaði alltaf til að dansa
við laglegustu stúlkurnar og hef ég aldrei
fundið það eins vel og þegar maður dans-
ar hvað nauðsynlegt það er að það sé góð
samvinna á milli fótanna.“
Úr ræðu virðulegs góðborgara í gull-
brúðkaupi æskuvinar hans.
*
„Gættu þín svo, hróið mitt, að hann
Þorsteinn barni þig ekki.“
„Já, hann er manna vísastur til þess -
og þau hjón bæði.“
Foreldrar að kveðja dóttur sína sem
var að fara í vist til hreppstjórans.
*
Gamall maður hafði komið sér vel fyrir á
landareign sinni. Á jörðinni var stór tjörn
og umhverfis hana svolítill skógur. Dag
einn gekk gamli maðurinn niður að
tjörninni og tók með sér stóra fötu að tína
í nokkra ávexti á leiðinni. Þegar hann
nálgaðist tjörnina heyrði hann hlátur og
gleðiköll. Gamli maðurinn áttaði sig á því
að þarna voru ungar konur að baða sig
naktar í tjörninni. Hann hóstaði svo
stúlkurnar gætu áttað sig á nærveru hans.
Þær syntu lengra út í tjörnina, hvar hún
var dýpst, til að skýla sér.
Ein kvennanna hrópaði til hans: „Við
komum ekki uppúr fyrr en þú ert farinn!“
„Það er allt í lagi. Ég kom ekki hingað
til að horfa á ykkur naktar eða til að reka
ykkur upp úr,“ kallaði gamli maðurinn til
baka. ,,Ég kom til að gefa krókódílnum að
éta.“
Boðskapur sögunnar: Þótt gamlir
menn hreyfi sig hægt, þá eru þeir snöggir
að hugsa.