Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 35
Sjómannablaðið Víkingur – 35 Hér segir frá því er danska gufuskip- ið „Norge“ strandaði á skeri vestur af Írlandi sumarið 1904 og 629 manns, flestir útflytjendur til Ameríku, fórust. Þetta er mannskæðasta sjóslys í sigl- ingasögu Dana. Sigling yfir N-Atlants- hafið taldist árið 1904 hættuspil. Óhöpp eins og árekstrar, strönd og óveðurshnjask, sem jafnvel leiddu til mann- og skipatjóns, voru tíð. Slysið Árið 1898 keypti DFDS, sem naut mikillar hagsældar, skipafélagið Þing- valla, sem átti í rekstrarerfiðleikum. Með í kaupunum voru farþegaskipin Norge, Þingvalla, Ísland, Geysir og Hekla. Skip þessi voru hæggeng og dýr í rekstri, en samkeppni var mikil milli skipafélaga, enda eftir miklu að slægjast, því aðal- verkefni þeirra var að flytja Evrópubúa til Bandaríkjanna og Kanada. Vestur- heimsflutningarnir voru skipafélögunum mikil tekjulind enda sjóleiðin þá einasta leiðin til að komast yfir Atlantshafið. Norge fór hefðbundna leið sumarið 1904, frá Kaupmannahöfn til Kristianiu, sem síðar var nefnd Osló og þaðan til Kristiansand, sem var síðasta höfnin áður en lagt var af stað til New York. Það var klukkan 07.45 að morgni 28. júní að Norge steytti á skerinu Hassel-woodkletti örskammt frá Rockall, óbyggðri klettaeyju um 400 km. vestur af Írlandi. Það var stillt veður, þoku- ruðningur og nokkur und- iralda. Gundel skipstjóri bakkaði skipi sínu af rifinu, en þar eð byrðingurinn á framskipinu var ekki tvö- faldur eins og á afturskip- inu, rifnaði hann og kol- blár sjórinn streymdi inn og skipið sökk á um hálfri klukkustund. Angist greip um sig hjá farþegunum, 727 talsins, sem margir voru í fastasvefni er slysið varð, en öguð stjórn Gundels skipstjóra og áhafn- arinnar kom í veg fyrir algera ringulreið. Ekki reyndist unnt að setja björgunar- bátana átta óskemmda niður og lang- flestir þeirra, sem um borð voru, áttu enga möguleika á björgun, og hurfu með skipinu í djúpið. Hluti þeirra, sem ekki komst í björgunarbátana safnaðist fyrir á afturdekkinu og eftir því sem skipið tók inn meiri sjó og seig að fram-an, færðist fólkið aftar og aftar og hélt sér í hvað- eina, sem handfestu gaf. Þegar skipið að lokum reis upp á endann, sópaðist fólkið niður dekkið. Örvæntingaróp þess þögnuðu er skipið hvarf í djúpið. Gundel skipstjóri stóð á sínum stað í brúnni og sökk með skipinu, en tilviljun ein réði því, að hann sogaðist ekki niður held- ur skaut upp á yfirborðið. Hann synti lengi innan um brak og fljótandi lík uns hann komst að einum björgunarbátanna, sem var yfirfullur af fólki, sem vildi ekki taka hann um borð. Þetta var björgunarbátur „Hér er ekki pláss fyrir fleiri“ var kallað frá bátnum. „Ég get orðið til til gagns, ef þið ætlið að reyna að ná til lands.“ Hann var dreginn um borð. Gundel gaf strax skipun um að mastrið skyldi reist og seglið dregið upp. Vistir voru nær engar í bátnum, aðeins dálítið af skipskexi og vatn, sem hann skammtaði af hörku, þannig að vasaklútur var bleyttur í því og látinn ganga sem „tútta“. Margir mögluðu sáran, en skipstjórinn sagðist Gufuskipið Norge var smíðað árið 1881 hjá skipasmíðastöðinni Alex. Stephen & Sons Ltd. í Glasgow fyrir belgíska útgerðarfélagið Theodore C. Engels & Co. í Antwerpen og fékk nafnið „Pieter de Conick“. Árið 1889 komst það í eigu Þingvalla skipafélagsins. Skipið var knúið 1400 hestafla gufuvél og ganghraðinn var 11 sjómílur. Það var 102 metrar á lengd og 3700 burðartonn. Það gat flutt 1100 farþega á þremur farrýmum: 50 á fyrsta farrými, 150 á öðru og 900 á þriðja farrými. Norge var hálfgert ólánsskip. Árið sem það komst í eigu DFDS, sigldi það á franskan fiskibát og 14 sjómenn fórust. Bernhard Haraldsson Vesturfaraskipið NORGE ferst sumarið 1904

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.