Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur samband við útgerðina í landi og aðra togara á dulmáli, sem þeir skildu, sem voru í sama fiskikóda. Þeir skiptust á upplýsingum um aflafréttir. Kröftug tal- stöð var, en mors var þó mikið notað; loftskeytamenn þekktu hvor annan á morsinu. Þeir sáu um tækin í brúnni, viðgerðir á raftækjum, ratsjá, dýptarmæli og öðru eins og hægt var um borð. Mikið nám, lásu teikningar eins og út- varpsvirkjar. En það vildi nú ganga svo- na og svona með kódann. Ingvar á Gylfa BA16 var rekinn úr kódanum. Hann var í mokfiskiríi, en gaf alltaf upp QRU, sem merkir „á keyrslu“, og Adolf Hallgríms- son, loftskeytamaður, var allan tímann að senda aflafréttir af miðunum til út- gerðarinnar! Á fyrstu togurunum voru stýriskeðjur aftur í, og þá gat þurft tvo háseta á stýr- ishjólið. En nú voru löngu komnir glussar, og þetta var létt, – of létt fyrir óvaninga, sem hætti til að stýra zig-zag (elta lambær). Óvaningar (viðvaningar, einnig kallaðir jeppar) urðu að standa svolítið á sínu, annars var vaðið yfir þá. Oftast lentu þeir fyrst í nálakörfunni og í pontinu í vaski, vaska niður fiskinn. Kölluðust pontarar. Karfinn var tíndur í körfur með goggi og honum sturtað niður í lest og settur í stíur. Á ísfiski var fiskurinn blóðgaður og slægður, þveginn og fór svo niður í lest. Á salti þurfti fyrst að blóðga allan fiskinn í kösinni, svo að hann yrði hvítur í saltinu. Þá hjuggu hausarar hausinn af, fyrirristumenn (kúttarar) ristu og tóku slógið innanúr, og hryggtökumenn tóku úr hrygginn. Lifrin var stundum hirt, stundum ekki. Flattur fiskurinn var þveginn og sendur niður; þar var saltað og staflað eftir kúnstarinnar reglum. Tveir voru í lest- inni, og annar varð að vera mjög vanur maður, yfirsaltari, sem kunni að stúa í lest. Þar heyrðust orð eins og steis- klampi, stíuklampi. Svo þurfti að um- salta. Bingó og Andri Benedikt: Tveir hundar voru á Óla Jóh, miklir vinir manns, misjafnt, hvað þeir voru mikið úti á dekki, fór eftir persónu hundsins. Á Óla Jóh hétu þeir Bingó og Andri. Á Agli Skallagrímssyni var Schäferhundur. Hann gekk með mér vaktir. Þegar ég fór í koju, fór hann líka í koju. Í togi pössuðu þeir sig, vissu alveg, hvað var í gangi, höfðu margoft séð þetta áður, ekkert vandamál. Þeir höfðu bæli fyrir sig inni í messanum, já, oft tveir, uppá félagsskapinn. „Lifrarkarlinn“ svokallaði var járn- kassi (smíðaður í Héðni) rétt framan við spilið, stjórnborðsmegin. Lifrinni var hent í hann, og þegar karlinn var fullur, var honum lokað þétt og gufu hleypt á, sem þeytti lifrinni aftur í tank (sögð íslenzk uppfinning). Lifrin fór í lifrar- bræðsluna, sem var aftast í skipinu. Þar var lýsistankurinn. Annað fyrirkomulag var á díseltogurunum, þekkti það ekki. Nú er lifrarbræðslu löngu hætt og þetta að gleymast. Tilvísanir 1 Í þessari lýsingu er einnig stuðzt við ritgerð Ólafs Bjarna Halldórssonar. Málfar og vinnu- brögð sjómanna á nýsköpunartogurunum. B.A.- próf í íslensku. Háskóli Íslands, Rvk. 2005. Er það gert með leyfi höfundar. Benedikt og Hilmar Sigurðsson, kallaður Gjellinn. Hilmar er með skipshundinn Bingó. Ég er með Andra og var kallaður Spretturinn. Myndin er tekin á Óla Jóh., líklegast 1958. Hafnfirðingar drekka mikið te Sigurður Skúlason skrifaði sögu Hafnarfjarðar er kom út 1933. Hann taldi sig hafa fundið í verslunarskjölum Hamborgarkaupmanna að Hafnfirðingar hefðu áður fyrr flutt inn fjarska mikið te. Seinna kom í ljós að Sigurður hafði ruglað saman orðunum „Tee“ og „Teer“, sem er tjara. Gerðu menn grín að þessu, enginn þó betur en Jón Helgason sem orti: Fyrst kom einn, sem breytti vatni í vín og vann sér með því frægð sem aldrei dvín, en annar kom og breytti tjöru í te og tók að launum aðeins háð og spé.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.