Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 13
Sjómannablaðið Víkingur – 13
66˚02´47˝N 17˚21´02˝W
SAIL HUSAVIK 2011
www.sailhusavik.is - info@sailhusavik.is
sími: 692 1686
Rithöfundurinn og siglingakappinn
Arved Fuchs er verndari Sail Húsavík
Aðstandendur Sail Húsavík 2011 langar til þess að bjóða þig
og þína velkomna á hátíðina sem verður haldin dagana
16. - 23. júlí. Sail Húsavík er samnorræn strandmenningarhátíð
þar sem tilvalið er að kynnast nýju fólki, efla tengsl í gegnum
strandmenningu og miðla þekkingu. Markmiðið með hátíðinni
er að skoða falleg fley, upplifa töfra hafs og strandar, fræðast,
njóta og gleðjast.
Viðburðir á hátíðinni verða í formi fræðslu, sýninga, tónleika,
dans og leiklistar. Við bjóðum þér að upplifa þá mögnuðu
stemningu sem skapast á bryggjunni þegar margir unnendur
sjávar og strandmenningar eru saman komnir.
Ef að þú eða félagið þitt hefur áhuga á að vera með innlegg í
hátíðina s.s. bjóða upp á viðburð, kynna handverk eða koma með
bát viljum við heyra frá þér.
TAKTU ÞÁTT
OG KOMDU MEÐ OKKUR Í FERÐALAG.
HÚSAVÍK
ER ÁFANGASTAÐURINN.
STRANDMENNING
ER ÞEMA HÁTÍÐARINNAR.
SAIL HÚSAVÍK
VERÐUR EINSTÖK UPPLIFUN.
NORRÆN STRANDMENNINGARHÁTÍÐ
16. - 23. JÚLÍ 2011