Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur
Þann 18. ágúst sigldi skonnortan Hildur undir fullum
seglum út Skjálfanda en förinni var heitið til austurstrand-
ar Grænlands. Leiðangrinum var ætlað að kanna lengsta fjörð
í heimi, Scoresbysund en hann nær eina 350 km inn í landið.
Leiðangurs- og skipstjóri var Heimir Harðarson og áhöfnin að
mestu skipuð starfsfólki Norðursiglingar. Eitt af markmiðum
ferðarinnar var að kanna möguleika til ferðaþjónustu á svæð-
inu, ásamt því að þjálfa áhöfnina í siglingum.
Borðað læri af sauðnauti
Eftir rúmlega tveggja sólarhringa siglingu
sást til lands en á leiðinni hafði hópurinn
notið fegurðar nokkurra stórra borgarís-
jaka sem gáfu forsmekkinn af því sem
koma skyldi.
Fyrsta landtakan var í þorpinu Ittoqq-
ortoormiit, nyrstu byggðar á austur-
ströndinni. Bærinn er ákaflega afskekktur
og um 800 km eru til Tasiilaq sem mun
vera næsta þorp. Svæðið er harðbýlt og
ýmsar hættur á sveimi, veður eru válynd
yfir vetrartímann og óhætt að segja að
þarna búi miklir veiðimenn og sannkölluð
náttúrubörn.
Þorpið hefur hefðbundið grænlenskt
yfirbragð, húsin eru áberandi ýmist gul,
rauð, græn eða blá og fyrir utan flest
þeirra eru tjóðraðir grænlenskir sleða-
hundar. Saga þorpsins er á margan hátt
merkileg því árið 1925 voru um 85 Græn-
lendingar fluttir frá Tasiilaq norður til
Scoresbysunds vegna deilna við Norð-
menn um norðaustur Grænland. Talið var
Vilborg Arna Gissurardóttir
Ævintýraheimur Scoresbysunds
Áhöfnin á Hildi.