Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur Draumurinn Nú víkur sögunni um borð í b/v Þorkel Mána. Við fórum á veiðar seinnipartinn í marsmánuði 1963 og áttum að veiða þorsk í ís. Það var farið út frá Reykjavík seint um kvöld og eins og oftast var ég óráðinn hvert skyldi halda. Þegar ég fór í koju sagði ég stýri- manninum, Þorvaldi Björnssyni, að kasta í kantinum VNV af Stafnesi sem hann og gerði. Um nóttina dreymdi mig eftirfar- andi draum. Mér fannst að ég væri að fara úr heimavörinni í Öxney á Þorkatli Mána en þegar í sundið kom var straum- urinn svo mikill að lítið mjakaðist áfram. Loks náðum við þó út úr sundinu. Þegar við fórum hjá Eiríksvogi hugsaði ég í draumnum: Héðan fór Eiríkur rauði þeg- ar hann fann Grænland. En þegar út fyrir eyjarendann kom fannst mér ég líta inneftir firðinum og sá ég þá hvar tók sig upp mikill brotsjór í Hvammsfjarðarröst sem æddi út eftir og lenti á stjórnborðssíðu Mánans svo allt fór í bólakaf. Í því vaknaði ég og þegar ég kom fram í brúna var Valdi að hífa. Það var lítið í trollinu svo ég ákvað að fara til Grænlands og spilaði draumurinn þar mest inn í. Leitin Jón Þorláksson var á Jónsmiðum. Það hafði verið smá kropp hjá honum en á næsta kvótatíma eftir að ég lagði af stað var lítið að hafa hjá honum svo ég setti stefnuna á Hvarf og ákvað að fara vestur fyrir Grænland. Þegar við nálguðumst Hvarf var ísinn þar svo mikill að við urðum að fara 25 sjómílur undan landi til þess að komast vestur fyrir. Svona var það norður með vestur ströndinni. Við komumst hvergi nær neinum banka en 10-15 sjómílur en þegar við komum norður á 64 gráðu norðurbreiddar, eða á móts við miðjan Fyllasbanka, lá ísinn í vestur og greiddist svo úr honum að við gátum lónað norður eftir í gegnum hann. Það var um það bil 30 sjómílna breitt belti sem varð greiðfærara þegar norðar dró. Þegar norður úr þessu ísbelti kom var auður sjór, norð-norð-austan kaldi og 15 gráðu frost. Nú var haldið áfram norður eftir og næst haft eitt hol á Bananabanka en þar var enginn fiskur. Enn var haldið norður eftir. Þegar kom norður á Litla heilafiski- banka sáum við tvö skip, annað var í djúpkantinum á bankanum en hitt lengst uppi á grunninu. Bjáninn Þegar við nálguðumst þann sem var í kantinum sáum við að það var norskur yfirbyggður línubátur. Þegar við komum að honum sáum við að hann var að draga línuna og að það var gráseilað hjá honum af stórum þorski. Hann var á 200 föðmum. Ég kastaði dýpra eða á 210 fað- ma dýpi. Þegar ég var búinn að toga í 15 mínútur varð fast. Til að bæta gráu ofan á svart hljóp einhver bjáni að spilinu og herti á bremsunni á forvírnum svo að vírinn slitnaði í topprúllunni en ég hafði slakað út 650 föðmum af vír, en við vor- um með 600 faðma af nýjum vír á troml- unum en þar fyrir ofan var lélegur vír. Þegar þetta var var yfirleitt notaður vír sem var 3 x dýpið, að viðbættum ein- hverjum metrum sem fór eftir botnlagi. Nú var híft úr festunni og á niður- stöðu og var allt gikkfast. Þá fór heldur betur að hríslast hrollur um mig. Ef aft- urvírinn hefði slitnað var ekkert annað að gera en að fara heim fisklaus með rófuna á milli lappa. En sem betur fór var það ekki svo slæmt. Það losnaði og þegar trollið kom upp var talsvert mikið af fiski í því og bugt af vírnum lá yfir belginn. Við gátum krækt í bugtina og náð að hífa inn lausa endann á forvírn- um og hnýttum við vírana saman og hífðum inn á tromluna svo allt kom klárt upp. Eftir þetta notaði ég bara 575 faðma af vír á 210-220 föðmum en setti trollið bara vel og dró með aðeins færri snúningum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.