Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur
stýrimaður sáu um siglingafræðina. Í
brjáluðu fiskiríi komu loftskeytamaður
og fyrsti stýrimaður út á dekk í aðgerð,
eða menn úr vél, þó var það mikil und-
antekning, nei, ekki kokkarnir, þá var
álagið á þeim mest að gera vel við
mannskapinn í mat og drykk. Samskipt-
in við vélarrúmið voru í gegnum tele-
grafið, vélstjórinn var niðri og svaraði
því. Þessir stóru höfðu míkrófón í
brúnni og hátalara og þurftu því ekki
lengur að öskra út um gluggann, orðið
of hátt, til þess að heyrðist í þeim.
Fyrsti meistari færði véladagbókina,
tók vaktir á morgnana, virtist gera lítið
annað. En þegar eitthvað kom fyrir,
breyttist það. Bambi hét einn, feitur,
luralegur. Eitt sinn brotnaði slíf, og þá
tók hann til hendinni. Þeir skrúfuðu allt
í sundur og gerðu við. Sparaði útgerð-
inni stórfé, þegar ekki þurfti að sigla í
land til að gera við.
Það birti í allri dokkinni
Haukur: Íslenskur togari var í tveggja
vikna viðgerðastoppi í enskri höfn. Eitt
og annað var lagfært, rafsoðið, snyrt,
málað, tækjum bætt í skipið, og fyrsti
stýrimaður ákveður að nota dvölina í
landi til að fá sér nýjar tennur. Þær
gömlu voru orðnar anzi slitnar af því að
bryðja skipskexið ár eftir ár. Þær höfðu
svo sem aldrei passað vel, hreint ekki
verið nein listasmíð. Tannsmiðurinn
sagði á sínum tíma, að ekki væri von á
góðu, þegar viðskiptavinurinn mætti
ekki vera að því að stoppa í landi, á
meðan smíðað væri upp í hann. En nú
gafst nægur tími, nú skyldi smíðin verða
gallalaus, um að gera að máta sem oftast.
Og stýrimaðurinn átti margar ferðir upp
í borgina í stólinn til tannsmiðsins. Ekki
þótti honum verra, að hann hafði fengið
sérlega hagstætt tilboð í verkið, svona
rétt um hálfvirði miðað við kostnað
heima, sagði hann kunningjunum.
Dagurinn rann upp, þegar stýrimaður-
inn mætti um borð með gebised. Menn
sáu hann stíga skælbrosandi út úr leigu-
bíl uppi á kajanum, stökkva niður í
ganginn, taka stigann upp í brú í þrem
skrefum og hverfa þar inn – með brosið.
Naumast að liggur vel á honum, sagði
einhver hissa. Þótt Karl stýrimaður væri
ágætur og enginn durtur, þá hafði til
þessa ekki verið daglegur viðburður, að
hann gengi brosandi um skipið. Enda
varð fljótlega ljóst, að ekki var allt sem
skyldi, og brosið átti ekki upptök í sál-
inni. Nýju tennurnar voru einfaldlega
alltof stórar. Þær voru svo fyrirferðar-
miklar, að um þær varð ekki lukið vör-
um nema með fyrirhöfn. Um leið og
maðurinn gleymdi sér, svo slaknaði á
andlitsvöðvunum, þá brast á með þetta
rosalega bros, og það náði svo sannarlega
ekki til augnanna.
Svo var inniveran á enda og komið að
heimför. Það var dimmt yfir dokkinni,
þegar halda skyldi úr höfn á síðdegis-
flóði. Lóðsinn var kominn um borð, og
bestu menn skipsins stóðu frammi á
bakka tilbúnir að leysa landfestar. Fyrsti
stýrimaður kom þangað
einnig hraðstígur og fasmikill.
Honum var vel fagnað af
Bensa pokamanni, sem var
svona rúmlega góðglaður og
sagði dimmu í dagsljós breytt
með komu stýrimannsins.
„Sjáið þið drengir, það birtir í
allri dokkinni, þegar stýri-
maðurinn okkar kemur með
brosið,“ galaði hann yfir hóp-
inn.
Þessi brandari fór hreint
ekki vel í Karl, hann stakk við
fótum, reyndar með nokkrum
stuttum danssporum til hlið-
SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA
Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000
Átt þú rétt á styrk?
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður,
sem hefur unnið í a.m.k. sex mánuði sl. 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍU
við Sjómannasamband Íslands hjá útgerðum innan LÍU og greitt til aðildar-
félags Sjómenntar á þeim tíma, á rétt á stuðningi til náms.
Samtök atvinnulífsins (SA), Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og
Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.
Nánari upplýsingar á www.sjomennt.is og á sjomennt@sjomennt.is
Ertu búinn að vera á sjónum í eitt ár eða meira?
Langar þig að fara á námskeið eða í skóla?
Belgurinn og pokinn fljóta upp. - Ljósmynd: Ragnar Franzson.