Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 23
Sjómannablaðið Víkingur – 23 að menn gætu lifað þar af veiðum og það sannaðist svo um munaði fyrsta árið þegar inúítarnir veiddu alls 12 náhvali, 7-800 seli, 60 rostunga, 115 ísbirni og 71 ref og tryggði það íbúunum lífsviðurværi og þorpið hélt áfram að byggjast upp og Norðmenn náðu aldrei neinum völdum. Í dag eru íbúar um 500 talsins. Áhöfnin þáði góð ráð frá heimamönnum áður en lagt var af stað í siglinguna inn fjörðinn og ævintýrið var rétt að byrja. Þá var áhöfninni fært læri af sauðnauti að gjöf sem grillað var í kvöldmatinn. Kjötið bragðaðist ljómandi vel og vakti mikla lukku hjá hópnum að fá mat úr héraði.   Áleiðis inn Scoresbysund Hluti af áhöfninni flaug til Grænlands og kom um borð á Con- stable Pynt og eftir að áhöfnin var full skipuð var haldið áfram áleiðis inn fjörðinn. Alls voru 19 manns um borð af fimm þjóð- ernum og ekki leið á löngu þar til áhöfnin var orðin eins og ein stór fjölskylda. Yngsti áhafnarmeðlimurinn var 15 ára og sá elsti rétt um áttrætt. Siglingaleiðin lá í kringum Milne land sem er gríðarstór eyja í Scoresbysundi og jafnframt þriðja stærsta eyja Grænlands. Í kringum hana liggja   þrír firðir; Fönfjörður, Rödefjörður og Öfjörður sem er þeirra fallegastur að hinum ólöstuðum.  Veðrið lék við áhöfn Hildar á meðan siglingunni stóð og náttúran var bæði stórbrotin og hrikaleg í senn. Granít er ríkjandi bergtegund á svæðinu og landslagið einkennist af til- komumiklum fjallstoppum sem oft á tíðum báru hvítar jökul- hettur og skriðjöklum sem sjá sjónum fyrir ísjökum, þarna voru þeir í þúsunda tali hver öðrum stórfenglegri. Ólíkir að HDS 10/20-4 M 30-200 bör 500-1000 ltr/klst HDS 8/17-4 M 30-170 bör 400-800 ltr/klst HDS 5/11 U/UX 110 bör 450 ltr/klst 1x230 volt Gufudælur Aflmiklir vinnuþjarkar Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Sjósund norðan við 71. breiddargráðu. Skonnortan Hildur er einstakt fley með sögu, smíðuð af ást og alúð í skipasmíðastöð Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1974. Til þess að byrja með var hún hefðbundin fiskibátur sem þjónaði eigendum sínum við erfiðar aðstæður í rúma þrjá áratugi. Haustið 2009 var Hildi, þá sem sjúskuðum vélbát siglt út til Egernsunds á suður Jótlandi þar sem hún var tekin í slipp hjá Christian Jonsson & co. Þeir dönsku og þýsku skipasmiðir er þar vinna eru einir þeir færustu á sínu sviði,  enda séð um allt viðhald og vinnu við hið þekkta heimsskautafar Dagmar Aaen sem er í eigu rithöfundarins og siglingakappans Arved Fuchs. Í júní 2010 var Hildur klár til heimferðar og þá sem skonnorta. Sigldi hún seglum þöndum upp með Jótlandi í átt til Skagen.  Í góðum byr náði hún allt að 9,5 mílna hraða eða heldur meira en 400 hestafla Caterpillarvél hafði áður komið bátnum. Siglingin heim tók rúma viku og hlaut reiðinn eldskírn sína í óveðri austur af Hjaltlandseyjum en skipið stóð sig með mestu prýði og sigldi stolt undir fullum seglum, (250 fermetrum) inn til Húsavíkur 16. júlí þar sem hinir 5 bátar Norður- siglingar fylgdu henni síðasta spölinn. Hildur Hildur er 18 metra löng (heildarlengd, þ.e. með bugspjóti og davíðum 26 metrar) og 36 brúttólestir. Breidd 4,8 metrar.  Segl:  Stórsegl, stórtoppur, skonnortusegl, skonnortutoppur, fokka, klífir og jager.  Samtals 250 fermetrar. Allt að 18 manns geta hreiðrað um sig í fimm klefum neðanþilja.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.