Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Ég er sannfærður um að þær netsíður sem ég fjalla um að þessu sinni eiga eftir að hafa ofan af fyrir mörgum yfir páskana og því geta lesendur blaðsins átt rólega páskahelgi fyrir framan tölvuna. Fyrsta síðan að þessu sinni heitir Maritime Connector. Fyrir þá sem eru í atvinnuleit má finna þar laus störf á kaupskipum um allan heim. Slóðin er www.maritime-connector.com. Þar má fylla út ferilsskrá og koma sér á framfæri. Þá er mikið af fróð- leik á síðunnni s.s. um ýmsar skipagerðir, um farmflutninga og stærstu skip heims svo eitthvað sé nefnt. Þar er að finna afar fróðleg myndbönd, jafnvel heill þáttur úr seríu Discovery sem kallast Mighty Ship og er um stærsta gámaskip heims, Emmu Mærsk. Enginn áhugamaður um kaupskip má missa af þeim þætti. Næsta síða á uppruna sinn í Hollandi, heitir Kotterspotter, og er á slóðinni http://kotterspotter.jouwweb.nl. Á síðunni er að finna miklar upplýsingar um strandveiðiflota Hollendinga raðað eftir umdæmisnúmerum. Margar áhugaverðar myndir af skip- agerðum sem við sjáum ekki hér á okkar fiskimiðum. Sú síða sem ég hef tekið ástfóstri við af þeim sem ég fjalla um að þessu sinni er síðan Shipwrecks á slóðinni http://log. wrecks.net/. Eins og enska nafn síðunnar bendir á er hér um að ræða síðu sem fjallar um sjóslys og óhöpp skipa. Síðan er ný og hafa eigendur hennar komið upp flottri síðu sem ég veit að þú lesandi góður átt eftir að kíkja á reglulega. Ég rakst á skemmtilega sænska spjallsíðu þar sem áhuga- menn setja inn upplýsingar – nú eð leita eftir þeim – á slóðinni www.landgangen.se. Heiti síðunnar, Landgangurinn, á vel við enda erum við að skyggnast um borð án þess að fara með skip- unum. Ég hef oft vísað á síður sjóminjasafna en næsta síða fjallar um slíkt safn sem er um borð í flugmóðurskipinu Intrepid sem liggur í New York höfn. Slóðin www.intrepidmuseum.org og þar getum við fengið ýtarlegar upplýsingar um skipið og sögu þess. Því til viðbótar hýsir skipið mikið safn flugvéla og líklegast er merkilegasta flugvél þar á flugþilfarinu Concord þota. Skipið er nýlega búið að fara í gegnum miklar endurbætur. Næsta síða er nokkuð í mínum anda og fjallar um öryggis- mál sem allir sjómenn eiga að vera stöðugt vakandi fyrir. Síðan Safety4Sea sem hefur samnefnda slóð http://safety4sea.com er mikil upplýsingamiðlun um öryggismál og þar er að finna mjög öfluga fréttaveitu sem og áhugaverðar upplýsingar. Síðan vinnur reyndar ekki til verðlauna hvað varðar myndskreytingar en það kemur sannarlega ekki að sök. Síðan The Old Salt Blog er síða fyrir þá sem elska sjóinn, vilja fá sögur af sjónum, fyrir sjómenn, fyrir draumórafólk og alla aðra sem vilja kíkja inn, segir á síðunni. Slóðin er www.old- saltblog.com og eins og lýsingin hér að ofan bendir til er margt sem hægt er að fræðast um á síðunni. Ég hef oft farið inn á þessa síðu til að fá kjaftasögurnar á hreint eins og t.d. sögurnar um þýska skólaskipið Groch Fock og hvað gerðist þar um borð. Það eru aðeins tvö skip í heiminum sem enn bera titilinn konunglegt póstskip. Annað þeirra St. Helena má finna á síð- unni http://rms-st-helena.com en skipið er bæði í farþega- og vöruflutningum um Suður-Atlantshaf. Eins og nafn skipsins gefur til kynna þá siglir það til eyjarinnar St. Helena, Ascension eyja, til Cape Town, Tenerife og Wey- mouth. Ferðalag sem örugglega yrði ógleymanlegt. Rússnesk síða er næst á dagskrá. Nafn hennar er Russian River Ships og er slóðin www.riverships.ru. Þessi síða er reyndar ekki fullgerð en engu að síður er hægt að skoða þar myndir af ýmsum fljótaskipum sem aldrei munu kljúfa úthafsöldur. Síðasta vefsíðan sem ég ætla að benda á í þetta sinn er frá bresku skipablaði er heitir Ships Monthly á slóðinni www. shipsmonthly.com. Þar má lesa einstakar greinar en þeir sem vilja meira geta gerst áskrifendur að blaðinu sem ég get sannar- lega mælt með enda áskrifandi til margra ára. Ég vil að lokum hvetja alla þá sem rek- ast á skemmtilegar heimasíður sem þeir telja að heilli lesendur blaðsins að senda mér slóðina á netfangið iceship@heimsnet.is. Góða skemmtun. eftir Hilmar Snorrason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.