Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 12
keðju var kastað í gegnum brakkettin eins og áður var sagt, keðjuhlekk brugð- ið á krók í gálganum og slakað, þar til hlerinn hékk í keðjunni. Þá var lásað sundur og hlerinn skilinn eftir, hangandi laus frá trollinu. Síðan var híft í dauðu- leggina, sem tengdir voru í grandarana, og grandarar runnu upp í gegnum stopp- lykkjuna. Rossin komu upp úr sjó og voru hífð í gálga; lengra varð ekki híft. Næst var að húkka rópana (forróp og afturróp) úr rossklöfunum og lása róp- ana við húkkreipin, sem leidd eru eftir fer- liðunum inn á spilið. Nú er híft í rópana, þar til bussumið er komið að lunning- unni. Þá var stóri gils húkkaður í for- kvarterinn, það var lykkja á bussuminu og bussumið híft inn fyrir lunninguna og þar með miðjan á trollinu, en ekki væng- irnir, forvængurinn og afturvængurinn, voru látnir hanga úti. Til þess að hífa skverinn og belginn inn, var rússinn not- aður (þegar hér var komið, var hætt að hala netið inn á þessu stigi á höndum með járnkrókum, netkrókum). Rússinn var kaðall festur í lausa endann við höf- uðlínuna á trollinu, en fjarendinn var festur neðst niður á belgnum. Nú var hann leystur frá höfuðlínunni og krækt í hann með stóra gilsinum og híft. Þá var snörlunni brugðið um belginn með króki og híft þvert yfir grindina, svo að fiskur- inn færðist niður í pokann, þegar snörl- an hertist að belgnum (belly). Það var kallað að snarla. Þá var híft í stertinn, en hann var tengdur gjörðinni, sem reyrði pokann frá belgnum; ysti hluti stertsins var úr vír, vírsterturinn, og á nærend- anum á honum var sylgja. Þegar sylgjan var komin inn fyrir lunninguna, var talía úr mastrinu sett í pokann og honum kippt inn fyrir á innrólinu og hann tæmdur og bundið fyrir hann að nýju. Hann var settur út aftur með bómunni (byssukróknum) og látinn fyllast, en það gerði hann, þegar slakað var á gjörðinni, og fiskur fór úr belgnum í pokann. Bak- reipi svokallað hindraði, að pokinn færi of langt inn á dekkið, þegar pokinn var kominn inn fyrir. Þetta var endurtekið, þar til trollið var tæmt. Til hliðanna við trollopið voru legg- irnir, 14 feta vírar, og þar kom líka klaf- inn og rosskúlurnar. Hlerarnir voru þannig tengdir, að þeir leituðu út á við, þegar togað var, og héldu því trollinu opnu. Svo tóku togvírarnir við, en 1000 faðmar voru á þessum togvindum, og gefið var út þrefalt það, sem dýpið var, eða 600–700 faðmar, ef togað var á um 200 faðma dýpi í útköntunum. Trollið varð að skríða eftir botninum eða rúlla áfram á járnbobbingunum. Höfuðlínan var úr vír. Tvö augu voru á flotkúlunum, sem voru úr áli, og vírmanilla var þrædd þar í gegn og kúlurnar benslaðar á höf- uðlínuna. Grandarar tengja saman troll- ið og trollvírana. Tréhlerar voru í járn- skóm, U-járni, sem plankarnir gengu í. Slit kom í togvírana, og skipta þurfti um víra í gilsum og byssum (bómum). Lúgan niður í lest hét kafbátalúga. Spilin voru ekki læst saman, tveir menn voru því á þeim, vaktformaðurinn á öðru, það er annar stýrimaður eða bátsmaður, og stóri gilsarinn á hinu. Spilin voru látin fríhjóla, þegar slakað var. Vel þurfti að fylgjast með og telja merkin á vírunum. Sá, sem var á vírnum í forgálgann (for- vírnum), átti að vera aðeins á undan hinum, merki voru á vírunum með 25 faðma millibili. Fyrstu merki voru 25 faðma frá toghlerum, kölluð hleramerki. Hampiðjan framleiddi trollin, allt íslensk framleiðsla. Gerviefni, orlon, kom seinna, eftir 1960. Þetta voru klafa- troll. Seinna komu önnur troll, sem opn- uðust meira, leggirnir sáu um það. Þá kom þýska trixið með upphækkuðum gálgum, og öll stálkúlulengjan var tekin inn, mikil átök, en líka mikil hægindi af því. Allir tóku það upp. Skverinn og vængirnir rifnuðu mest, en pokinn var varinn með nautshúðum. Bómurnar lágu upp með mastrinu. Þeim var slakað niður og notaðar aðallega til að hífa inn pokann og setja hann út aftur, tóman; einnig til að laga til á dekki. Salt og ís fór í rennu beint niður í lest; taka þurfti olíu og vatn og kost; þetta voru olíu- kyntir gufutogarar. Tréplankar voru á öllu dekkinu yfir stálinu. Ekki var gengið á stáli á togara eins og á olíuskipi. Bakkaskip kölluðust þau, sem höfðu kantaðan hvalbak, ekki ávalan. Beverley-skipin voru með hann kantaðan, en Selby ávalan. Þótt spilið væri rétt upp við keisinn, vissi skip- stjórinn ekkert af því, löngu orðinn van- ur hávaðanum. Loftskeytaklefinn var aftan við brúna stjórnborðsmegin. Þar við hliðina var kortaklefinn (bestikkið), og bakborðsmegin var stiginn niður í skipstjórakáetuna. Skipstjórinn og fyrsti Trollið tekið inn. Öll bobbingalengjan komin innfyrir og höfuðlínan. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson. 12 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.