Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 2
Efnis-ÍKINGURV
2. tbl. 2011 · 73. árgangur · Verð í lausasölu kr. 890
S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð
Drangajökull í hafsnauð
„Í land með eitthvert helvítis fíflið“
„Silfur hafsins,
þorskurinn“
Þjóna hvalir
hlutverki?
Línurennan, íslensk eða norsk?
Fór tvöfalt flikkflakk út í Grænlandshafið.
Ragnar Franzson segir frá.
Ótrúlegt en satt. Líki stefnt fyrir rétt.
Morgunferð gámaskips. Hilmar Snorrason siglir
með Selfossi.
Streamline – nýtt fiskitroll frá Ísfelli ehf.
Ótrúlegt en satt. Hvernig var þetta aftur með Krist á
krossinum? Lofaði hann upp í ermina á sér?
„Í land með eitthvert helvítis fíflið“. Stórskemmtilegar
og fróðlega samræður þremenninganna, Benedikts,
Hauks og Ólafs Gríms taka enda – því miður.
Helgi Laxdal rænir kokkinn – og kemst upp með það.
Drangajökull í hafsnauð. Eyjólfur Guðjónsson skip-
stjóri og Matthías Björnsson loftskeytamaður rifja upp
óveðrið mikla er gekk yfir Evrópu í janúar 1953 og
grandaði fjölda manns og sökkti skipum.
Þjóna hvalir hlutverki? Örnólfur Thorlacius veltir upp
nýjum fleti á umræðunni.
Þekkið þið manninn á myndinni?
Erik the Red. Gunnar Guðmundsson skrifar okkur
frá Bandaríkjunum.
Sonur okkar pabba. Þessi er svolítið tvíræð.
Þó ekki bönnuð börnum.
Línurennan, íslensk eða norsk? Helgi Laxdal
tekur að sér að svara þessari spurningu.
Bókatíðindi – Fiskifélag Íslands 100 ára.
Landhelgisbrjótur gripinn á þurru landi;
frásögn Jóns Ólafs Benónýssonar.
Andardráttur eilífðarinnar. Ragnar Hólm
skrifar um veiðigleðina.
Ljósmyndakeppni sjómanna. Takið þátt,
segir Hilmar Snorrason.
Hilmar Snorrason færir okkur fréttir utan úr heimi.
„Silfur hafsins, þorskurinn.“ Örlítið um dýrafræði
þingmanna og jafninga þeirra í fræðunum.
Frívaktin. Þeir Sigurgeir Jónsson og Benedikt
Gestsson skemmta okkur – og ekki í fyrsta sinn.
Sigling um netið - Hilmar Snorrason.
Raddir af sjónum – og harða landinu.
Ótrúlegt en satt. Er þetta þá ekki satt
sem þeir segja um Gretti Ámundarson?
Krossgátan – á sínum stað.
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings.
Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn-
rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og
hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó-
menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk
úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt-
inum: Raddir af sjónum.
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Forsíðumyndina tók Jón Hjaltason á Siglu-
firði fyrr í sumar.
4
6
8
14
14
15
22
23
29
30
31
26
36
Útgefandi: Völuspá, útgáfa,
í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands.
Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515,
netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com
Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason.
Prentvinnsla: Ásprent.
Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra
félagsmanna FFSÍ.
ISSN 1021-7231
28
38
40
44
42
48
46
49
47
49
50
Í þágu þjóðarinnar, eða hvað?
24. ágúst. Fallegur dagur, sól í sinni og bjart yfir lífinu og tilverunni.
Hlustaði á útvarpið í morgun á leið í vinnuna. Aðalfréttin, yfirlýsing
frá banka allra landsmanna, (Landsbanka Íslands) þar sem stjórn-
endur þessa eina Ríkisbanka okkar lýstu því yfir að ef frumvarp
sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar, yrði lögfest hefði það gríðar-
lega alvarlegar og víðtækar afleiðingar í för með sér. Tap bankans og
þar með þjóðfélagsins er talið koma til með að verða um 25 þúsund
miljónir. Afleiddar neikvæðar afleiðingar fyrir þjónustugreinar,
ómælanleg stærð. Rætt var við fyrrverandi og núverandi formenn
Sjávarútvegsnefndar Alþingis, Atla Gíslason og Lilju Rafneyju
Magnúsdóttir. Ekki mátti á milli sjá hvort þeirra var í meiri afneitun
fyrir raunveruleikanum. Í raun beindu bæði nánast sama boðskapn-
um til þeirra sem að sjávarútvegi koma. Ykkur var nær að haga
ykkur svona. Refsa verður öllum þeim sem lífsviðurværi sitt hafa
haft af sjávarútvegi. Það skal í stuttu máli gert með því að skerða
afkomumöguleika útgerðarfyrirtækja og þar með laun allra þeirra
sem hjá þeim starfa. Áfram verður veiddur fiskur á Íslandsmiðum,
segir Ólína Þorvarðardóttir. Ekki er að merkja að hún hafi áhyggjur
af því þótt rekstrarumhverfi greinarinnar verði kollvarpað, enda
fullkomlega forhert í sinni óskiljanlegu afstöðu. Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra tekur undir og sparar ekki stóryrðin þegar
hún hvetur sitt lið til dáða.
Hver er tilgangurinn?
Það er í raun útilokað að átta sig á hvað þessum stjórnmálamönn-
um gengur til með því að halda til streitu stefnu sem hagfræðingar,
allskyns sérfræðingar og nánast allir sem að sjávarútvegi koma hafa
lýst yfir að skaða muni með afgerandi hætti efnahag og afkomu
þjóðarbúsins. Lái manni hver sem vill fyrir að eiga erfitt með að
kyngja því að þessir þjóðkjörnu fulltrúar okkar trúi því virkilega í
hjarta sínu að framkomið frumvarp geti haft jákvæð áhrif á fram-
vindu efnahags og atvinnumála, hvað þá að það geti skapað grund-
völl að aukinni sátt í þjóðfélaginu. Ef sú er raunin þá erum við
virkilega í djúpum ...
Hvað er framundan?
Nú líður að því að þing komi saman og svo sannarlega er mikil-
vægara en nokkru sinn áður að þingmenn láti eigin skoðun og
sannfæringu ráða og að það verði persónuleg ákvörðun þeirra sem
ræður afstöðu, fremur en flokkspólitískur þrýstingur, sem aldrei ætti
að ráða för á vettvangi Alþingis. Ég trúi því að afgerandi meirihluti
þingmanna sé skynsamt fólk sem gerir sér glögga grein fyrir því að
lamandi hönd stóraukinna ríkisafskipta af sjávarútvegi er ekki það
sem þjóðin þarfnast um þessar mundir.
Árni Bj.