Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur Á hverjum degi eru afurðir okkar á ferð og flugi því út úr landinu þurfa þær að fara til að afla tekna fyrir þjóðarbúið. Fiskurinn fer bæði ferskur og frystur mörgum sinnum í viku úr höfnum innanlands á vit erlendra mark- aða eða kaupenda. Skipin sem flytja flesta þessa farma eru gámaskip sem mörgum hverjum þykja ekki búa yfir mikill fegurð og þá sérstaklega þegar engir gámar eru um borð. En þessi skip flytja margt fleira en bara fisk og fisk- afurðir en hin „íslensku“ gámaskip sjá um flutninga frá stóriðjum bæði í Hval- firði og Reyðarfirði. Í byrjun hverra viku streyma gáma- skipin heim aftur með farma en þegar líður á vikuna er haldið aftur á hafið með nýja farma. Það eru tvö skipa Eim- skipa og eitt skip Samskipa sem vikulega sjást koma og fara en til viðbótar þá bætist þriðja skip Eimskipa aðra hverja viku í þessa flóru. Þrátt fyrir að skipin séu komin í höfn þá er mikill erill á þeim því meðal annars þarf að færa skip- in milli hafna til að sækja nýja farma til að koma þeim á markað. Tvö stóriðjuver eru starfrækt á Grundartanga en það eru Elkem Ísland, áður Járnblendifélagið og álver Norðuráls en þessar stóriðjur treysta á íslensk skipafélög um flutninga á afurðum sínum. Ársframleiðsla Elkem er um 120.000 tonn af kísiljárni og ryki á ári en Norðurál framleiðir um 270.000 tonn af áli árlega. Að meðaltali eru því um 7.500 tonn að meðaltali framleidd í hverri viku hjá þessum tveimur verksmiðjum sem flytja þarf utan. Skip Samskipa annast hluta flutninga Elkem en Eimskip Norðuráls og fara bæði skipafélögin með farma sína til Evrópu- hafna. Ákvörðun tekin Ég hafði oft horft á gámaskipin sigla út Sundin á morgnanna þegar ég var á leið til vinnu minnar í Reykjavíkurhöfn og velt því fyrir mér hvort ekki væri til- valið að skjótast eina slíka bunu með einhverju þessa skipa. Þegar vinur minn og sessunautur frá stýrimannaskólaár- unum, Magnús Harðarson, varð skip- stjóri á gámaskipinu Selfossi ákvað ég loks að láta verða af því að fara eina slíka Hilmar Snorrason Morgunferð gámaskips Magnús Harðarson skipstjóri tekur Selfoss frá Kleppsbakka í Sundahöfn. Það eru 11 ár síðan íslenski fáninn hvarf af húni á skipum Eimskipa og þessi tók við.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.