Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 11
Sjómannablaðið Víkingur – 11
stendur reyndar að hún sé St. John‘s sem
er á eyjunni Antiqua í Karabískahafinu.
Það eru liðin 11 ár síðan íslenskur fáni
prýddi síðast skip Eimskipa en það kom
einmitt í hlut Magnúsar skipstjóra að
draga af húni síðasta íslenska fánann af
skipi félagsins 27. október 2000. Þá var
Magnús skipstjóri á Brúarfossi. Vonandi
eiga Magnús og íslenskir starfsbræður
hans eftir að draga á ný íslenskan fána
að húni á skipum sínum. Ekkert íslenskt
kaupskip siglir með íslenskum fána í dag
ef frá eru taldar ferjurnar og olíuskip í
innanlandssiglingum.
Eftir brottförina tók yfirstýrimaður-
inn, Finnur Magni Finnsson, við sigl-
ingunni en allir aðrir skipverjar drifu sig
í morgunmat sem Finnbogi Steinarsson
bryti var búinn að útbúa fyrir sína menn.
Framundan var losun á 70 fullum og
tómum gámum og lestun á 50 gámum
sem myndi vara fram yfir hádegið. Báts-
maðurinn Ólafur Skúlason og hásetarnir
Arngrímur Jónsson, Ólafur Þór Ólafsson
og Eiríkur Ólafsson Højgaard voru allir
komnir í morgunmatinn þegar ég kom
niður í messa sem er á B þilfari.
Yfirbygging skipsins er mjög há enda
þörf á slíku til að skipstjórnarmennirnir
sjái fram fyrir gámahæðirnar sem geta
fyllt þilfarið. Augnhæðin í brúnni er í 24
metra hæð frá sjólínu sem samsvarar 9
hæða húsi. Neðst, eða á aðalþilfarinu, er
stjórnrými vélarúms. Tveimur þilförum
ofar er borðsalurinn og næstu þrjú þilför
þar fyrir ofan eru íbúðir skipverja. Þá
kemur þilfar með tækjasal og tveimur
klefum þar sem annar þeirra var ætlaður
eiganda skipsins en Danir útbjuggu skip-
in sín ávallt með slíkum klefa. Brúin er
síðan þar fyrir ofan eða fimm þilförum
fyrir ofan borðsalinn. Fyrir skipverjanna
eru þetta því endalausar göngur upp og
niður stiga. Þeir blésu ekki úr nös eftir
að hafa arkað allar 83 tröppurnar frá
aðalþilfarinu og upp í brú. Ég var þessu
með öllu óvanur og þegar ég hafði farið
upp alla stigana frá aðalþilfari og upp í
brú blés ég álíka og eftir 10 mínútna
törn á hlaupabrettinu í ræktinni.
Engin hróp og köll
Ég stoppaði stutt í morgunmatnum enda
mikið fyrir mig að skoða á þeim stutta
tíma sem ég myndi verða um borð. Yfir-
vélstjórinn Gunnar Steingrímsson hafði
boðið mér að kíkja á vélarúmið og þang-
að hélt ég nú. Í stjórnrými vélanna sem
er á aðalþilfarinu var fyrsti vélstjóri,
Björgvin Björgvinsson, á vaktinni. Þar
fyrir neðan komum við síðan í vélarúmið
sem er á þremur hæðum. Þótt Selfoss sé
orðinn 20 ára gamall bar vélarúmið alls
ekki þess merki né reyndar nokkuð
annað þarna um borð. Ég held ég geti
með sanni sagt að snyrtilegra vélarúm
hafi ég sjaldan eða aldrei augum litið
nema ef vera skyldi í nýsmíðuðum skip-
um við afhendingu. Auk vélstjóranna þá
er vélavörðurinn, Gunnar Skarphéðins-
son, sem annast þrif og málningu þar.
Það er óhægt að segja að þrengsli séu
með öllu ókunn í þessu rúmgóða véla-
rúmi því þar átti sannarlega við hæfi að
nota orðlíkinguna hátt til lofts og vítt til
veggja.
Nú var farið að styttast í komu á
Grundartanga og ég ætlaði að vera uppi í
brú þegar Magnús skipstjóri legði skip-
inu að bryggju. Það var því ekki annað
að gera en að fara í auka líkamsrækt og
þramma upp allar 83 tröppurnar upp í
brú. Þar voru saman komnir báðir stýri-
mennirnir, Finnur Magni og Bragi Finn-
bogason 2. stýrimaður. Þeir voru að ræða
saman um væntanlega losun og lestun
en Magnús var þá tekinn við stjórn
skipsins. Talsverður titringur skók skipið
þegar slegið var af ferðinni, enda skipið
mjög létt, og fann ég þá vel það mikla afl
sem var í aðalvél skipsins. Titringurinn
hvarf þó samhliða því þegar skrokkur
skipsins hægði ferðina. Bragi stýrimaður
fór nú niður og ásamt bátsmanninum og
hásetunum gerðu þeir klárt til að binda
skipið við bryggju á Grundartanga.
Það tók ekki langan tíma að koma
skipinu að bryggju og binda. Þeir voru
snöggir hásetarnir ásamt bátsmanninum
að hefja losun á gámunum sem í land
áttu að fara sem síðan yrðu fylltir næstu
daga fyrir næsta skip að taka. Á Grund-
artanga sjá skipverjar alfarið um alla los-
un og lestun skipsins. Skipið er búið
tveimur farmkrönum sem hvor um sig
getur lyft 40 tonnum og sitja krana-
mennirnir í um 12 metra hæð frá þilfari.
Það þarf góða og vel þjálfaða menn til að
Finnur Magni yfirstýrimaður að fylgjast með að gámarnir séu rétt skráðir um borð. Í bakgrunninn er skip-
stjórinn og annar stýrimaður að taka púlsinn á kjarasamningunum.
Gunnar Rafn Skarphéðinsson vélavörður íbygginn
á svipinn.
Brytinn Finnbogi Steinarsson er listamaður í
matreiðslu.