Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur
að böndunum aftur, fyrr en komið var í betra
sjólag suður undir Shetlandi.
Ólafur: Nýsköpunartogararnir voru ekki
kyrrsettir, þangað til gert hafði verið við þá
þarna?
Benedikt: Þeir voru keyptir á árunum
1947–1951, þegar Íslendingar veiddu á miðum
í kringum landið. Síðan fóru menn að færa sig
vestur í Grænlandshaf, Austur-Grænland fyrst,
svo Vestur-Grænland, og árið 1958 á miðin við Nýfundnaland.
Skipin voru ekki gerð fyrir slíkar úthafsveiðar. Sovétríkin höfðu
3000 tonna skuttogara yfirbyggða á veiðum þarna 1959, eða
kannski voru þau enn stærri. Þessi skip þoldu Nýfundnalands-
veðrið. Mynd af einu þeirra er á forsíðu Þjóðviljans 27. febrúar
1959. Íslenzku skipin voru 650–750 tonn og of smá fyrir þessar
úthafsveiðar, sjór gekk yfir þau, tóku á sig mikinn ís og voru
ekki nógu sterklega byggð. Blöðin ræða þetta ekki eða þá mjög
varlega og óbeint.
Ólafur: Þann 17. febrúar 1959 er tilkynnt í dagblaði, að
skipaskoðunarstjóri ríkisins muni eiga viðræður við skipstjóra
þeirra togara, sem stundað hafa veiðar við Nýfundnaland, og
myndu viðræðurnar „beinast að því á hvern hátt bezt sé hægt
að tryggja öryggi togaranna, sem sigla á Nýfundnalandsmið.“10
Var mönnum ekki enn ljóst, að þessi skip áttu ekkert erindi
þangað að vetrarlagi frekar en í Austur-Grænlandsstrauminn
hér norðan við landið? Lítið hefur komið fram, að sovézkur
togari af áðurnefndri stærð hélt sig áveðurs við Þorkels mána
og veitti honum skjól, þegar hann var hvað hættast kominn.
Þetta kemur fram í nýlegri grein Alfreðs Jónssonar í Skagfirðing-
abók, og er heimildarmaður hans þar Sigurður Kristjánsson, an-
nar stýrimaður á Norðlendingi, en þeir hlustuðu á skeytasend-
ingar í brúnni.11
Ólafur: Nokkrir skipverja á Júlí eru sagðir hafa hætt við að
fara með togaranum í lok janúar 1959, aðrir forfölluðust fyrir
tilviljanir. Bjarni Ármann Jónsson (Baddi) neitaði að fara, þótt
skipstjórinn þrábæði hann að koma; þá vantaði annan kokk.12
Egill Steingrímsson hafði verið kokkur á Júlí, en ákvað fáeinum
dögum fyrir brottför að fara ekki. Annar skipverji var vegna
mistaka settur um borð í rangan togara (bv. Júní), og mistökin
uppgötvuðust ekki, fyrr en Júlí var farinn. Sem sagt, hann
missti af sínu skipi, Júlí, líklegast vegna mistaka leigubílstjór-
ans. Höfum áður rætt önnur atvik. Ýjað hefur verið að því, að
Egill Steingrímsson hafi fengið hugboð um að fara ekki, hafi
haft einskonar sjötta skilningarvit. En nægðu honum ekki vana-
Benedikt Brynjólfsson.