Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Qupperneq 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27
til yfirborðslaga, þar sem sólar ljóss gætir,
eða eru endurnýtt innan þessara laga.
Til skamms tíma voru skýringar á
þessari hringrás helst sóttar í eðlis- og
efnafræði: Vindar blása járnríku ryki til
hafs, ár bera með sér næringarríkan
framburð, og á mótum hafstrauma rótast
steinefnaríkur botnsjór upp að hafsborði.
Menn leiddu sjaldan hugann að þætti
dýra í þessum efnaburði. En nú er óðum
að koma í ljós að dýr, einkum stór dýr á
við hvali, gegna hér verulegu hlutverki.
Hér kemur einkum þrennt til:
Þegar dýr ferðast í vatni af eigin
rammleik – synda, eða róa sér áfram með
svipum eða bif hárum – kalla þau ævin-
lega fram ólgu í vatninu kringum sig.
Ólguslóðin eftir smákvikindi er hvorki
stór né nær langt, en stór dýr, einkum ef
þau fara mörg saman eins og selir eða
hvalir í vöðu, róta næringaríku vatni í
gegnum hitaskiptalagið, upp í sólarbirt-
una undir haf flet inum. Nýlegar mælingar
og útreikningar út frá þeim hafa sýnt að
ferðir dýra eiga verulegan þátt í blöndun
sjávar og þar með tilfærslu næringar-
efna: Áhrifin eru af svipaðri stærðar gráðu
og kraftar vinda og sjávarfalla. Hér er
gengið út frá stærð, fjölda og dreifingu
sjávardýra nú á tímum, en ljóst er að
fyrrum var mun meira um dýr í sjónum,
einkum hin stærstu, og framlag þeirra
hefur að sama skapi verið meira.
Næst skal nefnd lóðrétt færsla á nær-
ingu: Dýrin éta á djúpsævi en losa frá sér
næringarríkan úrgang uppi í birtunni.
Búrhvalur veiðir til dæmis smokk og fisk
á miklu dýpi, kemur síðan upp undir
sjávarborð til að anda og skítur þar þá í
leiðinni. Greining bendir til þess að
þannig berist járn og fleiri nauðsynleg
frumefni upp úr djúpunum. Ekki þarf
raunar að leita út á óradýpi eftir dæm-
um um svona færslu. Hnúfubakar á
Maine-flóa (á Atlantshafs strönd Norður-
Ameríku) hafa til dæmis reynst stórvirkir
við að sækja næringarefni upp af botni
flóans. Í ljós kom að þeir flytja meira af
nitursamböndum upp undir yfirborð
heldur en berst með rennsli allra fall-
vatna sem í flóann renna.
Af öðrum dýrum sem selflytja nær-
ingarefni, éta þau niðri í sjó en losa uppi
við sjávarborð, nefnir Nicol í grein sinni
seli, mörgæsir og fleiri sjófugla, sæskjald-
bökur og tunglfisk.
Meira að segja ljósáta eða kríli kann
að koma hér við sögu. Þessi smákrabba-
dýr hafa verið talin uppsjávardýr en ný-
lega náðust af þeim myndir á hafsbotni á
3500 m dýpi, þar sem þau virtust vera að
næra sig á örðum sem fallið höfðu ofan
frá. Ef þetta er algengt og eðlilegt hátt-
erni þessara dýra, gæti það reynst mikil-
vægur farvegur til flutnings á næringu
upp af hafsbotni.
En vitanlega kemur einnig fyrir flutn-
ingur í hina áttina, þar sem dýr matast
nærri sjávar borði að nóttu til, færa sig
svo á meira dýpi þegar birtir, eins og al-
gengt er, og skilja eftir næringarefni í
saur þar niðri. Engar mælingar liggja
fyrir um umfang slíkra flutn inga, og fyrr
en það er ljóst er ekki hægt að meta
heildaráhrifin af flutningi nær ing ar efna
á milli sjávarborðs og hafsbotns.
Þriðja framlag hvalanna til að auka
framleiðni hafsins er endurnýting nær-
ingarefna innan birtubeltisins undir sjáv-
arborðinu. Þar sem lítið ryk fýkur út á
sjó af ísi þöktu Suður skauts landinu,
setur skortur á leystum járnsöltum í
Suðuríshafinu ljóstillífuninni stundum
takmörk. Þar er samt járn í vefjum stórra
stofna af ljósátu. Þessi krabbadýr eru vel
synd og lifa í allt að sjö ár. Mönnum
reiknast svo til að um fjórðungur alls
járns í yfirborðslögum sjávar þar syðra,
niður að 200 metra dýpi, sé bundinn í
ljósátunni.
En járnið í ljósátunni nýtist plöntu-
svifinu ekki sem næring. Þegar þessi
svifdýr drepast sökkva hræin í gegnum
hitaskiptalagið niður á hafsbotn og
járnið með þeim.
Og hér koma hvalir til sögunnar.
Skíðishvalirnir verka eins og áburðar-
verksmiðjur, þar sem ljósátu er breytt í
plöntunæringu. Gríðarstórir strókar af
Mörgæsir á Suðurskautslandinu. Þær selflytja næringarefni á milli laga sjávar, rétt eins og hvalir.