Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31
Í þriðja bindi ritverks Lúðvíks Krist-
jánssonar ,,Íslenskir sjávarhættir” er
að finna upplýsingar um línuveiðar hér
við land en þeirra er fyrst getið árið
1482 en í bókinni kemur ekki fram
hvort hér sé um upphaf línuveiða að
ræða eða ekki. Í öðru bindi ritverksins
er fjallað um beitninguna sem fór fram
í landi og hvernig með línuna var farið
þegar hún var dregin um borð í bátinn
og síðan að beitningu lokinni. Þrátt
fyrir að línan væri meðhöndluð á mis-
munandi hátt frá því að hún var dregin
um borð, beitt og lögð aftur þá fór
lögnin, að því að best verður séð, ávallt
fram með sama hætti hvort sem línan
var róin eða sigld út eða þannig að
mannshöndin kastaði hverjum krók
fyrir sig fyrir borð.
Fyrir kom að krókur kræktist í þann
sem kastaði og dróg hann með sér í sjó-
inn. Síðar, trúlega af þessum ástæðum,
var farið að nota spýtur til þess að
koma beittum krókunum út fyrir borð-
stokkinn.
Með vélvæðingu bátaflotans, sem
hófst með því að sett var mótorvél í sex-
æringinn Stanley frá Ísafirði á árinu 1902
var línan lögð á meiri hraða en hægt var
þegar hún var róin út og þá sífellt meira
vandaverk að koma beittum krókunum
fyrir borð án þess að línan flæktist eða
ylli slysum á mönnum.
Ekki verður séð af fyrirliggjandi heim-
ildum að breytingar hafi orðið á þessu
vinnulagi fyrr enn upp úr 1926 en þá fór
línurennan svokallaða að ryðja sér til
rúms hér við land. Upphaf línurennunn-
ar er rakið til spjalls þriggja manna sem
haustið 1920 áttu leið saman fótgang-
andi yfir svokölluð Hafnarskörð, á milli
Leirhafnar og Kópaskers. Þessir menn
voru Einar B. Jónsson, kaupmaður frá
Raufarhöfn, Kristinn Kristjánsson, vél-
smiður frá Leirhöfn og Þorfinnur Jóns-
son, skipstjóri frá Raufarhöfn en Þor-
finnur var faðir aflaskipstjóranna Björns
og Eggerts Þorfinnssona. Björn var síðast
skipstjóri á Fífli GK-54 sem smíðaður
var í Harstad, Noregi og afhentur eig-
endum sínum í júní 1967 og var á þeim
tíma eitt af stærstu og fullkomnustu
nótaveiðiskipum flotans. Eggert var síð-
ast skipstjóri á Oddeyrinni EA-210, sem
í upphafi hét Birtingur NK-119, smíð-
aður í Flekkefjord, Noregi og afhentur
eigendum sínum í júní 1967. Á meðan
Eggert var skipstjóri á Oddeyrinni var
skipið yfirleitt eitt af 4-5 aflahæstu upp-
sjávarveiðiskipunum þótt þar væri keppt
við skip sem höfðu allt að tvöfalda
burðargetu á við Oddeyrina.
Aðdragandann að tilurð rennunnar,
sem hér fer á eftir, tekur Níels Árni
Lund beint úr skrifum afa síns Kristins
Kristjánssonar í bók sinni „Af heima-
slóðum“ sem kom út í nóv. 2010.
Í Leirhöfn
,,Það mun hafa verið þar áður (1920), að
við vorum þrír á ferð inn yfir Hafnar-
skörð. Við vorum gangandi og þá þótti
löngum gott að hafa eitthvað til að tala
um, til þess að stytta tímann, en það er
15 km leið. Félagar mínir voru frá Rauf-
arhöfn og fengust dálítið við línuveiði.
Umtalsefnið var það, hvað mikla þýð-
ingu það hefði, ef unnt væri að finna
aðferð til þess að sigla út línuna fulla
ferð, þannig að hver öngull rektist
örugglega greiður í sjóinn. Var talað um
speldi á hjörum, sem legðist yfir hvert
lag beitunnar, en við sáum fljótt að þetta
var útilokað í stömpum, sem þá nýverið
höfðu rutt bjóðunum, en í þeim hefði
þetta ef til vill verið tiltækilegt. Um
veturinn, ég held eftir hátíðar, sá ég frétt
í blaði um það, að maður hefði farist
með þeim hætti, að öngull kræktist í
hann, þegar hann var að kasta línu á
mótorbát. Þetta var ekki nýtt tilfelli,
aðeins eitt af mörgum. En þetta varð til
þess að rifja upp fyrir mér umtalið á
Skörðunum. Fór ég þá fyrir alvöru að
velta þessu spursmáli fyrir mér. Þetta var
Helgi Laxdal
Upphaf línurennunnar
Kristinn byggði nýbýlið Nýhöfn úr Leirhafnarlandi á Melrakkasléttu 1924. Sama ár byggði hann járnsmiðju sína, lágreista viðbyggingu við íbúðarhúsið. Lengi vel
notaði hann vindmótora til að drífa verkfæri sín og sú vindmylla sem hér sést á myndinni með „átta blaða rós“ nýtti hann til heimilisnota að auki.
Nýhöfn og smiðjan brunnu í eldsvoða 12. febrúar 1957.