Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Side 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur Fiskifélag Íslands var stofnað hinn 20. febrúar 1911 og er því orðið aldargamalt og verður saga félagsins senn gefin út á bók. Höfundar eru Hjörtur Gíslason blaðamaður og Jón Hjaltason, sagnfræðingur og ritstjóri Víkings. Fiskifélagið var stofnað til að knýja fram hagsmunamál sjávarútvegs- ins og má heita að lengi vel hafi ekkert verið framkvæmt í þeim málum án þess að félagið hefði þar hönd í bagga, ýmist sem hinn stóri gerandi, óbreyttur liðs- maður eða dropinn sem holar að lokum steininn. Því er víða komið við í frá- sögninni. Til dæmis segir frá upphafi landhelgisgæslu við Íslands, björgunar- málum sjómanna og hvernig félagið fékk sjómenn til að hirða karfann – en hann var lengi í þeirra augum ein hin óþarfasta lífvera jarðarinnar. Kafað er djúpt í kvótakerfið og aðdraganda þess, afstöðu fiskifélagsdeilda og umræðuna á Fiskiþingi og í samfélaginu, og tíundað hvernig kvótinn festi sig í sessi þrátt fyrir andróður Vestfirðingar og fleiri. Rætt er við Þorsteinn Gíslason, fiski- málastjóra sem segir: „Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að ákvörð- unin um kvótakerfið er mesta slysið í sögu íslensks sjávarútvegs.“ Ítarlega er farið í hina athyglisverðu sögu um vottunarmerki fyrir þorsk- veiðar á Íslandsmiðum. Grípum niður í 100 ára Sögu Fiskifélags Íslands. Strandgæslan Það var dauft hljóðið í körlunum. Vorið liðið og komið fram á sumar og enn gaf hann sig ekki. Mesta ördeyða sem við munum eftir, kvörtuðu þeir og bölvuðu: Steindautt helvíti. Svo þegar uppgjöfin og vonleysið voru sest að í sálunum kvisuðust tíðind- in. Einhverjir höfðu hlaðið sig undir Stapanum. Karlarnir ypptu öxlum en ákváðu svo að reyna og bátarnir komu bæði frá Gunnólfsvík og Fagranesi, fyrst fáir en svo var allur floti þessara tveggja verstöðva mættur á þennan litla blett, einu miðin sem gáfu afla. Það var sama hvar annars staðar var rennt. Enginn fiskur. En undir Stapa, á örlítilli bleyðu, var mok dag eftir dag, þorskur og meiri þorskur. Svo sást til þriggja botnvörp- unga sem stækkuðu stöðugt uns þeir voru næstum komnir upp í fjöru í Finnafirði. Nei, þetta gengur ekki, sögðu karl- arnir hver við annan, nú förum við út í skipin og bendum þeim á að þeir eru að veiða í íslenskri landhelgi. Þetta hafði þau áhrif að á tveimur skipanna var varpan tekin inn og þau hurfu burt. Þriðja skipið hélt skakinu áfram. Um hádegisbil reru þrír menn úr Gunnólfsvík út í togarann. Eftir nokkra dvöl sneru tveir aftur en sá þriðji varð eftir. Skipti svo engum togum að varpan var tekin inn og stefnan tekin út með Langanesinu, að Stapa, sem fram að þessu hafði aldrei dregið að sér útlend skip. Þar var kastað, innan við 300 metra frá landi, og togað fram og til baka það sem eftir lifði degi og nóttina á eftir fram undir dagrenningu. Skipið kom svo inn á leguna við Gunnólfsvík, „ ... og bljes ákaflega í gufupípuna.“ Þegar enginn gerði sig líklegan til að róa út í skipið var báti skotið undir Íslendinginn sem hafði verið um borð alla nóttina. En hann var varla kominn í land þegar hann sást baksa á jullu húsbónda síns út í tog- arann aftur þar sem hún var hlaðin fiski. Illur grunur var nú tekin að læðast að heimamönnum. Í hálfan mánuð höfðu þeir sótt undir Stapa, hlaðið bátana en hvergi orðið varir annars staðar. Og ótti þeirra reyndist á rökum reistur, ekki fékkst lengur bein úr sjó, ekki heldur á þessum litla undrabletti undir Stapa. Botnvörpungurinn hafði á örfáum klukkustundum þurrkað upp miðið sem hafði dugað þeim svo vel í tvær vikur. Og það var landi þeirra sem hafði selt frá þeim lífsbjörgina fyrir einn bátsfarm af þorski. „Björgunarmálið“ Vafasamt er að Reykvíkingar hafi lifað verri dag en laugardaginn 7. apríl 1906. Þá fórust þrjú reykvísk skip og með þeim 68 manns. Tvö þeirra, Emilie og Sophie Wheatly, týndust á Faxaflóa en eitt, kútterinn Ingvar, barðist í sundur fastur á skeri við Viðey. Úr landi fylgdust tugir ef ekki hundruðir Reykvíkinga með dauðastríði skipverja. Í Ísafold var skrifað um þennan atburð: „Varla getur átakanlegri hörmungarsjón en skipverja hanga á reiða eða á öldu- BÓKATÍÐINDI Fiskifélag Íslands 100 ára Fyrsta Fiskiþingið var haldið í Gúttó, er stóð í Templarasundi við Vonarstræti 6, dagana 30. júní til 5. júlí 1913. Væntanlega hafa Fiskiþingsmenn gengið inn um dyrnar er standa galopnar á tveggja hæða við- byggingunni. Þarna er nú á öndverðri 21. öld bílastæði alþingismanna en húsið var rifið 1968. Mynd: Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.