Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur
Hin árlega ljósmyndakeppni Sjó-
mannablaðsins Víkings er nú hald-
in í tíunda sinn. Margir sjómenn hafa
sent inn myndir sínar á þessum 10 ár-
um og að þessu sinni eru myndir þegar
farnar að berast. Skilafrestur er til 30.
nóvember næstkomandi. Á síðasta ári
bárust 120 myndir í keppnina og höfðu
aldrei eins margir sjómenn tekið þátt í
keppninni og þá. Vonumst við að enn
fleiri áhugaljósmyndarar til sjós taki
þátt að þessu sinni og sýni svo um
muni hversu víða íslenska sjómanna-
ljósmyndara er að finna.
Reglur keppninnar eru mjög einfaldar
eða að ljósmyndarinn hafi verið til sjós.
Myndir mega vera af sjó og landi og
efniviðurinn er hverjum og einum frjáls.
Þær þurfa ekki að vera teknar á árinu
sem þýðir að þið sjómenn góðir getið
leitað í myndasafninu ykkar. Ljósmynd-
irnar geta verið á stafrænu formi eða
hverju öðru prentuðu formi. Skyggnur
eru einnig gjaldgengar. Ekki er þörf á
fyrir þá sem skila myndum á stafrænu að
láta prentaðar myndir með.
Dómnefnd Sjómannablaðsins Víkings
er skipuð þremur mönnum sem velja
þrjár myndir sem hljóta verðlaun blaðs-
ins auk tólf annarra mynda sem síðan
halda áfram og taka þátt í norrænni ljós-
myndakeppni sjómanna.
Eins og endranær verða veglegir vinn-
ingar í boði. Fyrstu verðlaun að þessu
sinni verður fjarnámskeiðið, Allt um
ljósmyndun, sem ljósmyndari.is gefur.
Hvetjum við lesendur blaðsins að skoða
síðu þeirra. Í öðru og þriðja sæti verða
síðan bókaverðlaun.
Norræna keppnin verður haldin í
Finnlandi í febrúar n.k. en þar keppa til
verðlauna sjómenn frá öllum Norður-
löndunum. Verðlaunasætin í þeirri
keppni eru fimm og hafa íslenskar
myndir nokkrum sinnum unnið til verð-
launa í þeirri keppni.
Hafa skal í huga þegar ljósmyndir eru
sendar inn til keppninnar að sá sem
sendir hana inn verður að vera sá sem
ýtti á afsmellarann á myndavélinni. Allar
ljósmyndir skulu merktar ljósmyndara.
Með hverri mynd þarf að vera örstutt
lýsing á myndinni þar sem henni er gefið
nafn sem og hvar og hvenær hún var
tekin. Þá skulu vera upplýsingar um á
hvaða skipi ljósmyndarinn var á. Mikil-
vægt er að senda myndirnar í sem mestri
upplausn.
Sjómannablaðið Víkingur áskilur sér
rétt til að birta allar myndir er taka þátt í
keppninni án endurgjalds í blaðinu. Það
sama á einnig við um myndir sem fara
áfram í Norðurlandakeppnina gagnvart
þeim norrænu velferðartímaritum sjó-
manna, sem standa að keppninni, varð-
andi birtingarrétt án endurgjalds.
Hvetjum við ykkur enn og aftur til
dáða bak við myndavélina en myndir
skulu sendar stafrænt á iceship@heims-
net.is en á pappírs- eða diskaformi til
Sjómannablaðsins Víkings merkt:
Sjómannablaðið Víkingur,
Ljósmyndakeppni 2011
Grensásvegi 13
108 Reykjavík
Ekki missa af þessari einstæðu ljós-
myndakeppni sjómanna og möguleik-
anum á að komast í úrvalskeppni sjó-
manna á Norðurlöndum.
Hilmar Snorrason
Ljósmyndakeppni
sjómanna 2011