Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47 Úr „Sögu Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja 1920 – 2010“ sem er óþrjótandi fróðleiks- og skemmti- brunnur. Víkingurinn vonar að honum verði fyrirgefið þótt hann gerist nokkuð þaulsætinn við þá bók og – fingralangur – og að þeir Sigurgeir Jónsson og Benedikt Gestsson sjái í gegnum fingur sér við hann. Þeir hafa svo sannarlega unnið gott verk. * Það stendur hvergi Einar í Betel var mikill ræðumaður og varð sjaldan svarafátt. Einhverju sinni voru hvíta- sunnumenn með tjaldsamkomu á Stakka- gerðistúni og þar þrumaði Einar yfir mann- skapnum. Þetta var í vertíðarlok og hafði verið nokkuð sukksamt í bænum. Einar notaði tækifærið og sagði m.a. að áfengið væri versti óvinur mannsins. Þá kallaði ein- hver úr áheyrendahópnum, líklega góðglaður: „Stendur ekki í Biblíunni að maður eigi að elska óvini sína?“ „Jú, það er rétt,“ svaraði Einar. „En það stend- ur hvergi að maður eigi að svolgra þá í sig.“ * Besti drátturinn Einar sá um að heiðra aldraða sjómenn á sjó- mannadaginn á Stakkagerðistúni. Bergur Loftsson á Hjalteyri var í þeim hópi eitt sinn- ið og Einar rakti, eins og hann var vanur, ætt hans og uppruna, ásamt hrósyrðum um vel unnið ævistarf. Gat hann þess að margan happadráttinn hefði Bergur dregið úr sjó á lífsleiðinni. Leit síðan til himins og sagði: „En besta dráttinn fékk hann á árunum eftir stríð þegar hann gekk að eiga elskulega eiginkonu sína, hana Ragnhildi.“ Vöktu þessi orð Einars talsverða kátínu á Stakkó en sjálfur kannaðist hann ekki við neina tvíræðni þegar hann var inntur eftir þessu orðum sínum í kaffisamsæti eftir at- höfnina. * Framan á sáluhliðinu í kirkjugarðinum í Vest- mannaeyjum stendur ritað: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Færri vita að hinum megin á sáluhliðinu, og blasir við þegar farið er út úr kirkjugarðinum, er ritað: „Friður sé með yður. Einhvern tíma á árshátíð Kiwanis var spurn- ingakeppni þar sem Beddi á Glófaxa var einn þátttakenda. Þar var einmitt spurt um áletr- unina á bakhlið sáluhliðsins. Beddi hafði ekki hugmynd um rétta svarið en ákvað eftir nokkra umhugsun að giska. Og sú ágiskun var: „Takk fyrir komuna.“ * Mér virðist eins og það þurfi Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum efndu til prófkjörs á sínum tíma um það hver skyldi vera fulltrúi Eyjamanna á lista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu. Þrír buðu sig fram, Árni Johnsen, Björn Guðmundsson og Guð- mundur Karlsson. Árni var þá nýstirni í pólitíkinni en notfærði sér í prófkjörsbarátt- unni að vera liðtækur í söng og gítarspili. Úrslit urðu þau að Guðmundur varð efstur, Árni í öðru sæti og Björn rak lestina. Að kvöldi kjördags, rétt áður en talning hófst, þóttist Björn sjá að hverju stefndi og hann hefði ekki haft erindi sem erfiði í þessum slag. Sigurgeir frá Þorlaugargerði átti erindi við Björn og spurði náttúrlega hvernig taln- ingin legðist í hann. „Æ, ég veit það ekki, Sigurgeir minn,“ sagði Björn. „Mér sýnist eins og mig vanti eitthvað upp á þetta. „Heyrðu mig,“ hélt hann síðan áfram. „Þú hefur eitthvað verið að spila á gítar, er það ekki?“ Sigurgeir játti því, hann hefði átt við það um nokkurra ára skeið. „Heldurðu ekki að þú gætir kennt mér nokk- ur grip á gítar,“ sagði Björn þá. „Mér virðist eins og það þurfi menn helst að kunna ef þeir ætla að ná einhverjum árangri í pólitíkinni í dag.“ * Þú manst svo eftir söluskattinum Björn gat verið einstaklega orðheppinn og fundvís á hið skemmtilega í mannlífinu. Árið 1968 sáu ungir sjálfstæðismenn í Eyjum um útgáfu á Fylki, málgagni flokksins og fengu með sér þrautreyndan íhaldsmann af gamla skólanum, Björn Guðmundsson, kaupmann og útgerðarmann. Þessir ungu menn voru Sigurður Jónsson kennari, Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugargerði og Magnús Jónasson frá Grundarbrekku. Sú samvinna gekk í alla staði mjög vel og skiptu þeir félagar með sér verk- um við blaðið og skriftir í það. Sigurði Jóns- syni voru söluskattssvik einkar hugleikin um þessar mundir og vandaði hann ekki kveðj- urnar kaupmönnum í þjóðfélaginu sem ástunduðu slíka svikastarfsemi. Ekki var Björn alls kostar sáttur við þessa aðför að kaupmannastéttinni en lét þó kyrrt liggja. En nú skipuðust svo veður, að ári síðar hætti Sigurður kennslu og fór út í kaupmennsku ásamt Magnúsi frá Grundarbrekku og var verslun þeirra, Eyjakaup, í Vöruhúsinu á horni Skólavegar og Vestmannabrautar. Af- greiðsla Flugfélags Íslands var við Skólaveg- inn nær beint á móti versluninni. Síðdegis á föstudegi var Björn Guðmundsson að koma með flugi úr Reykjavík, fór með rútunni í bæinn og fór úr henni við afgreiðsluna. Gengur síðan yfir götuna og sér að Sigurður er við afgreiðslu í verslun sinni og margir viðskiptavinir inni. Björn, sem hafði fengið sér aðeins í aðra tána í Reykjavík fyrir flug- ferðina, stillti sér upp í búðardyrunum og kallaði yfir viðskiptavinahópinn: „Siggi minn!“ Sigurður kaupmaður rétti úr sér og svaraði: „Já, hvað?“ Þá brosti Björn út að eyrum og sagði: „Þú manst svo eftir sölu- skattinum, vinur.“ * Formannavísur Óskar Kárason orti formannavísu um Bjarn- héðin fyrstu vertíðina sem hann var for- maður, með Hugrúnu VE. Bjarnhéðinn sjó við séðan, sækinn Elías frækinn, finn ég í fyrsta sinni formanna leiðir kanna. Hugrúnu hetjan dugar, hafið þó stormar skafi. Fengsæll á þorsk er þengill, þundurinn blótar stundum. Allmörgum árum síðar orti Ási í Bæ for- mannavísur um nokkra skipstjóra í Eyjum og var Bjarnhéðinn einn þeirra. Bjarnhéðinn var kunnur að því að tvinna saman blótsyrðum, eins og reyndar kemur fram í vísu Óskars, og sú saga gekk að einhvern tíma hefði talstöðin sprungið í miðjum slíkum ræðuhöldum. Bjarnhéðinn hefur þann burðarskrokk sem bilar ekki við fyrsta sjokk. Svo á hann til að tvinna svo fast að talstöðin í sundur brast. * Hvað er hún stór? Óskar á Háeyri rifjaði upp með höfundi þessa rits hvernig uppgjörsmálum hefði verið háttað á árum áður. „Fyrr á árum þurftu menn oft að fara til út- gerðarmannsins til að biðja um peninga fyrir- fram vegna þess að ekki var gert upp við sjó- menn nema þrisvar á ári. Stundum gat verið skemmtilegt þegar maður kom sem unglingur og bankaði upp á hjá útgerðarmanninum og bað hann um tvö eða þrjúhundruð krónur. Ef hann var svona föðurlegur, sagði hann við mann: „Og hvað ætlarðu að gera við þetta?“ Maður reyndi að útskýra það og þá sagði hann: „Þarftu nokkuð nema tvöhundruð?“ Auðvitað höfðu þeir það gott, að geta geymt þessa peninga á vöxtum fyrir sjálfa sig á þessum árum en þeir áttu til að spyrja hvað ætti að gera við peningana. Sumir voru stífir á því en öðrum þótti gott ef maður sagðist ætla á fyllirí og spurðu hvort maður vildi ekki meira. Aftur á móti var langbest útgerðarfyrirkomu- lagið hjá Ása í Bæ. Þegar ég var á Hersteini hjá honum, 1958 til 1959, var hann með hluthæsta bátinn. Óli Tótu orti svo þegar hann kom að ná í uppgjörið sitt hjá Ása: Þannig fór í þetta sinn þorskurinn með okkur. Hluturinn er Ási minn áttahundruð bokkur. Maður veifaði stundum Ása á götu ef maður sá hann á Skódanum og sagði: „Heyrðu, mig vantar pening.“ Og þá sagði Ási alltaf: „Hvað er hún stór?“ og átti við brennivíns- kröfuna sem beið þess að verða leyst út á pósthúsinu. Ef maður sagði að það væru sex flöskur, þá vissi hann hvað það kostaði. Upp- gjörið hjá honum var hins vegar á röngunni á Camelpakka. Þar var aflaverðmætið, punktur og basta. Ási í Bæ var ósköp lítið fyrir bókhald.“

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.