Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 49
Sjómannablaðið Víkingur – 49
Myndaspurningarnar í síðasta tölublaði vöktu menn til
umhugsunar. Ritstjóri vor átti í vandræðum með skipa-
myndir á bls. 12, 19 og 42 (og raunar víðar þótt hann áttaði
sig ekki á því sjálfur). Takk kærlega fyrir ábendingarnar.
*
Úr Grænlandshafi skrifar okkur Friðrik Guðmundsson, tæknimaður á
Árna Friðrikssyni:
Sæll Jón.
Í 2. tbl. Víkings 2011, bls 19, er mynd af tveim togurum sem þig
vantar nöfn á. Þrjú skip koma til greina sem fremra skipið það er Hall-
veig Fróðadóttir, Þorkell Máni og Jón Þorláksson. Ég var loftskeytamaður
á Hallveigu í gamla daga en held samt að þetta sé Þorkell Máni. Hallveig
og Jón voru með tvo bjargbáta afturá en þeir voru teknir af báðum en ég
veit ekki um Mánann. En ef borin er saman myndin á bls. 30, í sama
blaði, tel ég að þar sjáist aðeins einn bátur. Þessi þrír togarar voru málað-
ir eins en öðruvísi en aðrir togarar, voru í tvílit eins og sést á bls. 30.
Samt man ég ekki betur en að báðar davíðurnar væru soðnar af Mánan-
um í Nýfundnalandsveðrinu 1959. Kannski var einn bátur settur á hann
eftir það. Þetta er að minnsta kosti ekki Súlan, skipið fjær á bls. 19, svo
mikið er víst.
*
Frá Akureyri skrifa þeir bræður Ingi og Jón Péturssynir um mynda-
spurningarnar:
Sæll Jón.
Togarinn á bls. 12 er Sléttbakur EA 4, ekki Kaldbakur eins og þú
giskar á. Á bls. 19 er Þorkell Máni fjær en hann má þekkja á því að hann
er með fleka (eins og Sléttbakur) og svo vantar á hann afturmastrið sem
mun hafa verið skorið af í Nýfundnalandsveðrinu. Ætli togarinn nær geti
ekki verið erlendur gufutogari, veltum við fyrir okkur.
*
Um myndina á bls. 19 skrifar Emil Hólm Frímannsson, vélstjóri frá Eyrar-
bakka:
Annar togarinn er Austfirðingur og hinn er Jón Þorláksson eða
Hallveig Fróðadóttir, það eru systurskip.
*
Jónas Haraldsson skrifar:
Sæll Jón!
Hef móttekið þitt ágæta blað, sem ég þakka fyrir.
Á bls. 19 í myndatexta er spurt, hvort einhver þekki skipin. Aftari
togarinn er Pétur Halldórsson, en sá fremri og grái er annað hvort Hall-
veig Fróðadóttir eða Jón Þorláksson, öll í eigu BÚR.
Á bls. 31 segir að ég hafi verið skipverji á Þorkatli mána, en ég var
skipverji á Pétri Halldórssyni, sem Máninn lá utan á, sem er algjört
aukaatriði, hvort heldur.
Á bls. 10 er mynd af síðutogara, sem sagður er breskur. Skipið er
þýsksmíðað með einkennisstafina BX, sem er Bremerhaven.
Á bls. 41 er mynd af Arinbirni hersi, síðar Faxi. Skipið vinstra megin
er annað skip, Óli Garðar?
*
Guðjón Vilinbergsson, vélstjóri og áhugamaður um öll skip, hefur þetta að
segja:
Sæll ritstjóri.
Á bls. 19, í 2. tbl. af Víkingnum 2011, er mynd af tveim togurum. Sá
nær er b.v. Pétur Halldórsson RE 207, smíðaður í Aberdeen í Skotlandi
1951, og hinn er annað hvort b.v. Hallveig Fróðadóttir RE 203 eða Jón
Þorláksson RE 204, smíðaðir í Goole á Englandi 1949.
Á heimasíðu Hafliða Ólafssonar á Húsavík er að finna upplýsingar um
alla nýsköpunartogarana sem smíðaðir voru í Englandi og Skotlandi frá
1947 til 1952. Ég vitna hér í þá ágætu síðu með upplýsingar um þessa
togara.
Á bls. 42 í sama blaði er mynd af skipinu Reykjanesi. Utan á því
liggur dráttarbáturinn Magni og utan á honum eru lóðs og vatnsbátar
Reykjavíkurhafnar, svo og tollbáturinn Valur.
Togarinn við bryggjuna, fyrir aftan Reykjanesið, er b.v. Kári RE 195,
smíðaður í Þýskalandi 1936 í eigu Alliance og seldur til Þýskalands 1950.
Góður vinur minn og vélstjóri Ásgeir Sigurjónsson, nú látinn, var 2. vél-
stjóri á honum 1948. Heimildir um Kára er að finna í bókinni Íslenskum
skipum, 3. bindi.
Hér birtum við myndina aftur sem var á bls. 19 í seinasta tölublaði.
Niðurstaðan er sú að Pétur Halldórsson RE 207 er nær en fjær er – ja, það er
nú það – myndum við ekki segja að þetta væri Þorkell Máni? Hvað segir
Ragnar Franzson um það?
Grettir ekki lengst í útlegð
Af öllum Íslendingum er Grettir sagður eiga að baki lengsta
útlegð eða alls 19 ár. Við skulum fallast athugasemdalaust á
þennan árafjölda enda breytir hann engu um það að Markús
nokkur Ívarsson slær þetta met Grettis með glæsibrag.
Haustið 1881 braust Markús úr fangelsi á Akureyri og var eftir
það eftirlýstur af yfirvöldum fram á dánardægur en hann
andaðist í janúar 1925. Hann hafði þá verið sakamaður og á
flótta undan réttvísinni í 44 ár. Rétt er að taka fram að
Markús var allan þennan tíma búsettur á Íslandi, lengst af
á Snæfellsnesi.
ÓTRÚLEGT EN SATT!