Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 2
Efnis-4. tbl. 2011 · 73. árgangur · Verð í lausasölu kr. 890 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð Það er kannski óþarfi að minnast á leiðarann og þó; forseti vor skrifar um vináttuna. Sláandi. Guðmundur vélstjóri Einarsson rifjar upp túrinn sem hefði hæglega getað orðið hans síðasti. Og endir ævi hans, svo það sé sagt hreint út. Tryggingamiðstöðin er að vinna gott starf sem við eigum eftir að heyra meira af hér á síðum Víkingsins. Til að byrja með kynnumst við forvarnarverðlaunum TM. Englar. Fáir menn standa undir því að vera kallaðir snillingar. Lesið grein Jóns Björnssonar og reynið svo að draga í efa þegar Víkingurinn kallar hann snilling. Krill er minnst, Juvel stærst. Gunnar Ingi Halldórsson segir frá furðulegum veiðum, að minnsta kosti í augum Íslendinga sem eru ekki vanir að fást við neitt smærra en rækju en þó aðallega þorsk og ýsu. Guðjón Petersen rifjar upp leitina að MB. Trausta. Þetta var allt kellingunni að kenna. Ragnar Franzson lítur til baka. Litli puttinn - Helgi Laxdal. Hafið þið heyrt um mann skeina sig á peninga- seðlum? Ekki! Lesið þá þátt Jónasar Haraldssonar. Frábært. Loksins náði Víkingurinn í Panama-skurð- fara. Bernharð Haraldsson segir frá. Árni Björn Árnason segir af ótrúlegum hrakningum Færeyinga við Íslandsstrendur. Gunnar Guðmundsson skrifar um veruna á Belgaum. Hilmar okkar leitar frétta utan úr heimi. Birgir Aðalsteinsson loftskeytamaður fer jólatúr. Netsigling Hilmars Snorrasonar. Af hverju þögðu Súgfirðingar í heila viku? Ólafur Þ. Þórðarson fékk svar við þeirri spurningu hjá Gísla Guðmundssyni. Frívaktin. Skagfirskar skemmtisögur frá Hólum. Ljósmyndakeppni sjómanna. Úrslit. Lausn krossgátunnar. Bókaormurinn kíkir í þrjár bækur. Víkingurinn á Sjávarútvegssýningunni. Frá þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins. Óvissan aldrei meiri, segir forseti vor. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt- inum: Raddir af sjónum. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndina á að þessu sinni danski ljósmyndarinn Finn Salomon Nielsen. 2 4 6 8 11 13 19 23 17 30 Útgefandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 18 34 38 40 36 46 41 51 44 49 52 Vináttan Fátt er meira virði á lífsins leið en að eiga góða vini. Undanfarin hremminga ár hafa að mínu mati staðfest nauðsyn þessa fyrir sér- hvern mann að geta leitað á náðir góðs vinar. Í kjölfar hrunsins hafa allt of margir upplifað yfirþyrmandi vanmáttarkennd og vanlíðan. Því miður eru allt of mörg dæmi um að afleiðingin sé sú að menn dragi sig inn í eigin skel og klippi jafnvel á samskipti við þá sem síst skildi. Þetta magnaða fyrirbæri, vinátta, á sér margar birting- armyndir. Sú algengasta er trúlega sú sem kalla má „vinur ef þú villt mér eitthvað.“ Sú vinátta ristir að segja má misdjúpt í samskiptum manna en er oftar en ekki jákvæð sem slík þótt að sjálfsögðu séu dæmi um hið gagnstæða. Síðan eru í mínum huga til nokkur stig, eða þrep vináttu, allt upp til þess að menn eru jafnvel reiðubúnir að leggja lífið að veði í nafni vináttunnar. Andhverfa vináttunnar er hatrið og sá illi hugur sem því fylgir. Flestir verða fyrir því á lífsleiðinni að finnast þeir órétti beittir og að komið hafi verið fram við þá með þeim hætti að menn fyllast „rétt- látri“ reiði. Fátt er jafn lýjandi og að burðast með inni í sér reiði og hatur í garð annarra. Innbyggð reiði eða hatur draga úr, eða jafnvel, svipta mann hæfninni til að gleðjast, hæfninni til að gera góða hluti, svo sem að gleðja aðra. Þess vegna hefur mér lærst með árunum að reyna af fremsta megni að losa mig við þessar neikvæðu tilfinningar, helst jafn óðum og þær gera vart við sig. Það getur verið snúið en ég fullyrði að maður gerir engum meiri greiða en sjálfum sér, ef manni tekst að rækta með sér og efla hæfileikann til að losna undan oki haturs og reiði. Í einlægri vináttu felast verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ungir menn, skipsfélagar, sem byrja saman sjó- mennsku og þroskast saman í því erfiða starfi eru mér t.d. dæmi um vináttu sem heldur gegn um lífið allt. Menn sem hafa upplifað sam- an ógnir hafsins, lífshættu og hremmingar, sú taug sem milli manna myndast á þessum vettvangi verður ekki svo auðveldlega slitin. Ég tel mig lánsaman að eiga marga góða vini, en viðurkenni jafnframt að mikið skortir á að ég hafi ræktað og hlúð að þeirri vináttu. Ein- hvern veginn grunar mig að allt of margir hafi þessa sömu sögu að segja. Nú er að ganga í garð hátíð ljóss og friðar. Tökum okkur tak. Gerum sjálfum okkur greiða með því að blása lífi í vináttu sem við vitum að er til staðar, en hefur verið vanrækt allt of lengi. Sönn vinátta er eins og góð heilsa. Gildi hennar getum við sjaldan metið fyrr en við höfum glatað henni, sagði C. C. Colton. Sá sem leitar að gallalausum vini deyr vinalaus. Ég óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og lesendum Víkingsins árs og friðar. Megi nýja árið færa öllum gæfu og gengi. Árni Bjarnason 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.