Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur Saga af sjónum Nýlega skrifaði danskur vélstjóri endurminningar sínar um veruna í danska kaupskipaflotanum á árunum upp úr 1970. Hafði hann siglt um öll heimsins höf á skipum svipaðrar stærðar og algeng voru í íslenska skipastólnum á þessum árum sem voru um 70 til 100 metra löng. Þar segir hann frá líflegum uppákomum til sjós sem vöktu upp gömlu kaupskipagenin. Hann sigldi með merki legum skipstjóra sem átti í erjum við afleysara sinn. Erjurnar voru nokkuð sérstakar því skipstjórinn málaði einn daginn baðherbergið í íbúð sinni í bláum lit. Um leið og hann fór í frí og afleysarinn kom um borð varð það hans fyrsta verk að mála baðherbergið hvítt. Þegar sá gamli mætti aftur um borð var það hans fyrsta verk að setja bláu málninguna á að nýju. Svona tókust þeir á í nokkur ár án þess að komast að samkomulagi um hvaða litur skyldi vera ráðandi. Áhöfnin átti þó því láni að fagna að þurfa ekki að standa í málningarvinnunni því skipstjórarnir sáu alfarið sjálfir um þetta stríð og máluðu sjálfir. Nýr þægindafáni? Nú er færeyska alþjóða- skipaskráningin (FAS) komin í alvarlegan mót- vindi eftir að norsk og sænsk stéttarfélög sjó- manna sökuðu þá um að bjóða útgerðum að nota FAS til að koma norskum sjómönnum í land fyrir ódýrara erlent vinnuafl en skipin haldi áfram sigling- um í norskri lögsögu. Alþjóðaflutningaverkasambandið ITF hefur tekið málið upp og hafa sett af stað ferli til að lýsa FAS sem þægindafána frá og með 1. desember 2011 að telja. Færeyski viðskiptaráðherrann Johan Dahl hefur lýst því yfir að fagfélögin séu að misnota ITF til að fara í stríð við Færeyinga í stað þess að endurskoða reglur um flutninga milli norskra hafna. Afstaða danskra stéttarfélaga sjómanna til þessa máls er að þau styðja Norðmenn og Svía. Hefur talsmaður þeirra Ole Philipsen hjá CO-Söfart bent á að grundvallarmunur er á NIS og DIS annarsvegar og FAS hinsvegar. Tveir hinna fyrr- nefndu skráningafána eru stofnaðir til að koma í veg fyrir útflögg- un þarlendra skipa en tilgangur FAS sé að laða að flota annarra ríkja. FAS var sett á laggirnar árið 1992 en árið 2008 var reglum þeirra breytt á þá vegu að skipin gátu frá þeim tíma siglt með al- þjóðlegar áhafnir. ITF tók þetta mál fyrst upp í júní sl. og lagði til að aðilar næðu samkomulagi en það hefur ekki enn tekist þegar þetta er skrifað. Það er því mikil hætta á því að FAS skipaskrán- ingin lendi á lista þægindafánaríkja ásamt ríkjum eins og Bahama, Kambódíu og Panama. Íslenskar kaupskipaútgerðir hafa nýtt sér færeyska alþjóðaskráningu en skip Samskipa og Skipafélagsins Ness eru skráð þar í landi. Hækkandi kostnaður Þrátt fyrir mikinn vöxt að undanförnu hjá kaupskipaútgerðum bendir farmmarkaðurinn ekki til að hækkandi farmgjöld séu í boði á næstu tveimur en á sama tíma megi búast við hækkandi rekstrar- kostnaði sem er lítil gleði fyrir útgerðina. Í nýlegri könnun sem fyrirtækið Moore Stephens LLP gerði koma fram vísbendingar um að kostnaðaraukning vegna olíu- og áhafna vegi þar þyngst. Gera þeir ráð fyrir kostnaðarauka upp á 3,8% og mun smurolíukostn- aður vera þar dýrasti útgjaldaliðurinn. Þá benda þeir á að með nýj- um ákvæðum í STCW samþykktinni um menntun og þjálfun, skír- teini og varðstöðu, svokallað Manila breytingum, muni þjálfun- ar- og menntunarkostnaður aukast til muna vegna aukinna krafna. Líka er spurt hvort hagræðing, í kjölfar kreppunnar, hafi verið nægjanleg og hvort offramboð verði á skipum. Spár sem ekki gengu eftir Samkvæmt spám Alþjóðaútgerðarsamtakanna ISF, sem þau gerðu fyrir fimm árum, var gert ráð fyrir að verulegur skortur yrði á yfir- mönnum kaupskipaflotans þegar kæmi fram á árið 2010. Nýlega birti ISF niðurstöður á mati þessarar fimm ára spár og kom þá í ljós að þörfin hafði verið verulega ofmetin. Fram kom í rannsókn- inni að samtals sigldu 1,4 milljónir manna og kvenna í heimsskipa- flotanum og væri skiptingin 626 þúsund yfirmenn og 747 þúsund undirmenn. Þrátt fyrir heimskreppuna kom fram að þörfin fyrir sjómenn hafði vaxið umtalsvert en þrátt fyrir það þá væri því sem næst jöfnuður á framboði og eftirspurn í dag. Þó væri skortur á yfirmönnum sem næmi 2% en það er fjarri þeim spám sem gerð- ar voru árið 2005 en um hana var skrifað á sínum tíma í þessum pistlum. Í ljós koma að skortur á vinnuafli sé aðallega í sérhæfðum gerðum skipa eins og tankskipum og olíuþjónustuskipum. Þá jókst einnig framboð á sjómönnum umfram spár í nokkrum löndum og má rekja það til bættrar menntunar. Niðurlag rannsóknarinnar benti á að mikilvægt væri að viðhalda jöfnuðinum til að koma í veg fyrir erfiðleika í rekstri. Flagga rétt Skipstjóri og áhöfn olíuskipsins Yong An, sem er í eigu norður- kóreanskrar útgerðar, eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi í Malasíu. Ástæðan? Jú, skipið lagðist fyrir akkeri fyrir utan Tanjung Piai og áhöfninni varð á að draga upp fána Malasíu – á hvolfi. Það að óvirða fánann fór illa í yfirvöld sem kváðu skipstjórinn ekki heldur hafa fengið heimild til að varpa akkerum fyrir utan höfnina. Stækkandi stéttarfélag Nýlega bættust 800 svissneskir sjómenn í stéttarfélagið Nautilius International (NI) sem upphaflega var Numast stéttarfélag yfir- manna í Bretlandi og síðar Nautilius UK. Eftir að hollensku yfir- mannafélögin sameinuðust Nautilius UK árið 2009 var nafninu breytt í NI og þar með var lagður grunnur að öflugu stéttarfélagi yfirmanna, lærlinga og faglærðra landstarfsmanna við útgerðir. Félagsmenn voru ekki af færri endanum eða 23 þúsund. Með því að sameina svissneska félagið Unia NI er stigið enn eitt skrefið í að þróa félagið á heimsvísu. Formaður NI, Mark Dickinson, sagði að með þessu samkomulagi væri félagið að standa við skuldbindingar sínar um að útvíkka starfsemina til fleiri landa og fleiri faglærðra innan kaupskipageirans. Kyrrsetningar aldrei færri Á árinu 2010 voru færri skip kyrrsett en nokkru sinni áður af hafnarríkiseftirlitinu (Paris Memorandum of Understanding) eða 790 skip. Er það fækkun um 25% frá árinu á undan en þá voru 1059 skip kyrrsett. Fram kemur að allt frá 2007 hefur dregið jafnt og þétt úr kyrrsetningum skipa. Bendir þetta til að ástand skipa fari batnandi enda er mikið í húfi fyrir útgerðir og áhafnir þeira 24 þúsund skipa sem árlega eru skoðuð. Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Ekki blæs byrlega fyrir færeyska alþjóða- fánanum en Norðmenn, Svíar og Danir vilja flokka hann sem slíkan. Mynd af skut Arnar- fells.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.