Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur vangann næsta morgun. Eftir þetta braut aldrei á báru alla ferðina og sjóveiki úr sögunni. Þriðjudagurinn var siglingadagur í blíðu veðri og heldur hlýnandi og varð skrifara þá hugsað til frænda sinna og forfeðra, sem höfðu háð hildi við hinn norðlæga sjó, kaldan og hranalegan, barið ísingu af stögum og vöntum með snævi krýnd fjöll í fjarska, en líka notið sumarblíðu og unaðar hinnar nóttlausu vor-aldar veraldar, eins og Stephan G. orðaði það. Stefnt var í átt til San Francisco, sem var næsti viðkomustaður og þangað komum við um miðjan næsta dag, sem var mið- vikudagurinn 28. september. Þar var staldr- að við í réttan sólarhring. Tvennt vakti mestan áhuga okkar, auk borgarinnar sjálfrar: Golden Gate brúin, sem gerð var á árunum 1933-1937 og er um 2,7 km. á lengd, en hafið milli stöplanna tveggja er tæpir 1.300 metrar og var á sinni tíð hið lengsta í heimi, en nú hafa okkur kunnari brýr, s.s. brúin yfir Eyrarsund milli Dan- merkur og Svíþjóðar tekið forystuna. Hins vegar er umferðar- þunginn meiri en við eigum að venjast, um 118.000 bílar á sólarhring, um 4,3 milljónir á ári. Hitt, sem okkur munaði að sjá var klettaeyjan Alcatraz, sem er innan við brúna og var um skeið eitt öruggasta fangelsi í Bandaríkjunum, því mælt er, að þótt eyjan sé aðeins tæpan tvo og hálfan kílómetra frá landi, eru straumar það harðir, að engum fanga hefur tekist að synda í land. Orðhvatir flysjungar í hópnum vildu fá hana að láni handa íslenskum yfirvöldum, en það var víst ekki hægt, því búið er að breyta henni í safn. San Francisco skoðunarinnar virði og þótt tíminn væri naumar, gafst okkur færi á að líta hina ýmsu hliðar hennar, brattar brekkur og merkar byggingar. Á siglingu Síðdegis á fimmtudag var haldið áfram og eftir að hafa kvatt Golden Gate í þetta sinn, var haldið suður með ströndinni. Næstu tveir dagar voru siglingadagar og þá var letilífsins notið út í ystu æsar. Margt var hægt að gera sér til skemmtunar. Á skipinu er kvikmyndahús, leikhús, þar sem tvær sýningar voru dag hvern með ýmsum uppákomum og tónlist og uppistandi. Ennfremur voru klassískir tónleikar, jazz og rokk. Svo var bæði hægt að skreppa á bókasafnið eða spila fjárhættuspil. Sumir létu sér nægja sólina yfir daginn. Þá má ekki gleyma matnum, morg- unmatnum, sem gat hafist á hafragraut, en ekkert var lýsið, og kvöldmatnum, sem var hrein veisla, gnægtaborð hvernig sem á það var litið. Við sigldum það djúpt að landsýn var engin og skipaumferð lítil. Þó sáum við á föstudaginn herskip við sjóndeildarhring, en þá vorum við undan strönd Mexíkó. Þarlendir vildu af okk-ur vita og sendu þyrlu, sem sveimaði yfir um stund, en síðar, líklega til öryggis, herþotu, sem sló okkur þó ekki skelk í bringu, afkomendum norrænu víkinganna. Þótt siglingarhrað- inn væri ekki nema rúmar 18 mílur fækkaði gráðunum í átt að miðbaug og að sama skapi hækkaði sólin á lofti og því mátti sjá skjannahvíta íslenska kroppa á sóldekkinu, sem báru á sig olíur til að brenna ekki, en útilokuðu hins vegar þá geisla, sem færa okkur d-vítamín, sem er hverjum manni nauðsynlegt. Ekki var mikið dýralíf á þessum slóðum, höfrungavaða fylgdi okkur stutta stund, okkur til ánægju, en sjófugla sáum við enga. Laugardaginn 1. október, þá enn úti fyrir strönd Mexíkó, var okkur boðið í stutta heimsókn í vélarrúmið, þ.e.a.s. stjórnstöð- ina. Vélstjórarnir voru allir grískir og leiddu okkur í allan sann- leika um það, sem þar gerist og þótti gömlum kyndara á gufu- togara nokkrar framfarir hafa orðið. Síðan var okkur boðið upp í brú. Þar háttar öðruvísi til en á gömlu togurunum, ekkert stýri með áttavita fyrir ofan og „kallinn“ úti í glugga. Nú eru tölvur og rafeindatæki alls ráðandi, tvö sett, sitt á hvoru borði, fjórir á vakt í einu, standa 4 tíma og eiga 8 tíma hvíld. Skip- stjórinn er grískur, en siglingafræðingurinn, sem var á vakt, ung stúlka frá Þýskalandi, leiddi okkur í allan sannleika þessa tækniheims. Breyttir tímar, nýr heimur. Sjóræningjar og fíkniefnabarónar Næsta morgun, sem var sunnudagur, fengum við landsýn, enda nálguðumst við Cabo San Lucas, lítinn bæ á syðsta odda Kali- forníuskaga. Engin er þar stórskipabryggjan, svo vorum úti á legunni ásamt norsku skipi og vorum ferjuð í land á bátum. Gróður er þyrkingslegur, enda úrkoman er nema um 170 mm. á ári og hitar miklir, meðalhiti sumarmánaðanna er á bilinu 30- 35°C. Hér var fyrrum hvíldarhöfn skipa, sem sigldu suður fyrir Hornhöfða, en úti við sjóndeildarhringinn lágu sjóræningjar í leyni. Nú eru ferðamenn íbúunum drjúg tekjulind. Þennan dag mældu menn 38°C í forsælu og þótti sumum gott, en öðrum ekki. Næsti áfangastaður átti að vera Acapulco, en skipafélagið ákvað að sigla ekki þangað vegna óeirða, sem tengdust fíkni- efnasölu; taldi sig ekki geta ábyrgst öryggi farþeganna. Þar með misstum við af því að sjá unga ofurhuga stinga sér fram af 35 Panamaskurðurinn framundan. Siglingaleiðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.