Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 13
Sjómannablaðið Víkingur – 13 Hinn 14. febrúar 1968 kom ég mér fyrir í sæti siglingafræðings um borð í Landhelgisgæsluflugvélinni TF SIF. Klukkan var rúmlega 9 um morgun- inn og við vorum að fara að leita að MB. Trausta ÍS 54 frá Súðavík, sem síðast heyrðist til kl. 16:30 daginn áður. Brast þá á bandvitlaust veður og lentu margir Vestfjarðarbátar í vand- ræðum en komust þó allir að landi nema Trausti sem ekki svaraði ítrekuðum köllum loftskeytaöðvarinnar á Ísafirði. Lagt af stað Það var óvenjuleg ganga út í DC 4 Skymaster vélina þennan morgun. Skammt frá blasti við stél og afturhluti af skrokk ann- arrar DC 4 flugvélar, sem hafði kvöldið áður húrrað fram af flughálli brautinni og niður í fjöru í Skerjafirði. Enginn fórst en einn meiddist lítils- háttar. Vélin sem var bandarísk, frá FAA, var gjörónýt en hún hafði verið hér við land að mæla út aðflugskerfi á flugvöllum landsins. Þetta flak minnti á að hver ferð getur orðið fallvölt þótt til annars sé stofnað. Annars urðu afdrif flaksins þau, sem og TF Ránar, fyrstu gæsluflugvélar- innar, að þær voru báðar urðaðar undir suður enda Norð-Suður brautarinnar í Reykjavík og fóru því hvergi. Eftir að hafa spennt mig niður í sætið setti ég heyrnartólin á hausinn og stillti hlustunina á „intercom“ og 118.1 Mhz. Flugleiðarkort yfir Ísland var á korta- borðinu. Ofan á það lagði ég siglinga- kortið sem ég hafði sett útí leitarlínurnar, sem við áttum að fljúga og þar ofan á siglingakort sem spannaði Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði allt að Húnaflóa. Fyrst yrði það notað á leiðinni á svæðið. Meðan ég var að gera allt klárt heyrði ég flugstjórann biðja flugturninn um heimild til að ræsa hreyfla og svar turnsins ásamt tilkynningu um QNH til að stilla hæðarmæla vélarinnar. Stillti ég hæðarmælinn hjá mér eftir því. Við vorum 12 í áhöfn í þess- ari ferð, flugstjóri, flugmaður, flugvélstjóri, skipherra sem var leiðangursstjóri, siglingafræð- ingur sem kom í minn hlut og loft- skeytamaður. Einnig vorum við með sex útkikksmenn er sátu við glugga vélar- innar á báðar hliðar og rýndu niður á Guðjón Petersen Trausti er týndur TF Sif DC 4 á Akureyrarflugvelli. Mynd: Landhelgisgæslan. SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000 Átt þú rétt á styrk? Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins: • starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.