Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Langir túrar Útgerð Juvel byrjaði ekki vel enda var um hreina tilraunastarfsemi að ræða þar sem svona verksmiðja hafði aldrei áður verið send á haf út. Skipið var að veiðum í eitt og hálft ár áður en tókst að skila afla – eða við ættum frekar að segja afurðum – á land. En þær eru til manneldis og fara í frekari vinnslu hjá lyfja- og efnaframleið- endum sem borga vel fyrir. Svo vel að von- ast er til að skipið fiski fyrir um milljarð norskra króna á næsta ári en sem stendur er skipið í slipp í Uruguay. Um borð eru um 50 manns frá 15 þjóð- löndum en skipið er úti í 60 daga í einu en um viku tekur að sigla á miðin frá löndunarhöfninni Montevideo í Uruguay. „Túrinn gæti tekið skemmri tíma ef verksmiðjan gengi eins og hún er hönnuð til – en þá er miðað við verksmiðju í landi – það gengur bara öðruvísi fyrir sig þegar maður er 1000 km frá siðmenningu þar sem sjólag er stundum vont og um langan veg að sækja varahluti þegar þeir finnast ekki í skipinu sjálfu,“ segir Gunnar. „Síðar þegar búið er að skera hnökrana í burtu, má vel búast við að þjónustuskip sigli með olíu, vistir og mannskap og taki aflann í land – þannig að skipið geti verið við veiðar og vinnslu eins lengi og mögulegt er – enda er vinnudagurinn ansi drjúgur þarna um borð.“ Hvalir og mörgæsir Gunnar viðurkennir að það er stundum erfitt að vera 14.000 km frá heimaslóðum en á móti kemur að þetta er mikið ævintýri og þegar hlutaskipti verða sett á – getur ævintýrið orðið enn stærra. Það er ótrúlegt dýralíf þarna niður frá. Selir og hvalir eru algjörlega óteljandi. Þegar skyggni er gott og veiðin mikil eru hvalirnir í þúsundatali og blásturinn frá þeim skyggir jafnvel á sjóndeildarhringinn og allt í kring vaða mörgæsir í stórum torfum. Á litlum ísjökum liggja selir á melt- unni enda æti ríkulegt. Vissulega freistandi mynd en í bili, að minnsta kosti, finnst Gunnari nóg komið af ævintýrum á heimshöfunum og hefur hafið störf sem markaðsfulltrúi hjá Nano-Ice Europe en fyrir- tækið markaðssetur bakteríu eyðandi efni fyrir uppsjávar- flot-ann og vinnslur í landi, að ógleymdum nýjum krapavél- um sem framleiddar eru í Bandaríkjunum, vel að merkja að íslenskri uppskrift, en þær munu hefja innreið á markað um áramótin. Gott ef Víkingurinn á ekki eftir að færa ykkur nánari fréttir af þessari nýjung og ræða þá öðru sinni við ævintýramanninn Gunnar Inga Halldórsson. Gunnar með sverðfisk í Afríku. Juvel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.