Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur Kæru félagar, ég er nú búinn að vera búsettur hér í Banda- ríkjunum í rúm 50 ár en oft leitar hugurinn heim og þá einkum til þeirra tíma þegar ég var á gömlu síðutogurunum. Mig langar að segja ykkur svolítið frá fyrsta togaranum sem ég var á en það var Belgaum. Þetta hefur verið 1944 og 1945 og ég þá 14 eða 15 ára gamall. Skipstjóri var Aðalsteinn Páls- son frá Hnífsdal sem seinna lét smíða nýsköpunartogarann Fylki. Kokkurinn, sem var minn yfirmaður, var Halldór Kjærnested, faðir Guðmundar sem seinna varð þekktur fyrir að klippa aftan úr Bretunum í stríðinu um 200 mílurnar. Uppvaskið tók illan enda Þannig hagaði til að eldhúsið var aftast á keisnum. Gengið var inn um dyr aftast inn á lítinn gang og var þá eldhúsið til vinstri. Til hægri af ganginum var stígi niður í káeturnar en beint á móti var farið niður í vélarrúm. Niðri, við endann á stiganum, var lítið penterí. Þar var ég við uppvask. Hafði ég fötu, hálf fulla af vatni er hékk á krók sem var skrúfaður í borðbrúnina. Ekkert rennandi vatn var þarna niðri og þurfti ég upp í eldhús til að ná í nýtt. Sem nærri má geta varð mér ekki tíðförult upp stigann með fötuna og var vatnið í henni því oft orðið ansi gruggugt þegar leið á uppvaskið. Fleiri en mig munaði í vatnið. Mikið var um litlar svartar mýs í skipinu er héldu sig í skúffum þarna niðri en í þeim var geymt haframjöl, grjón og þessháttar matvara. Stundum þegar ég opnaði skúffu stukku þær upp og lentu í fötunni, hefur líklega verið farið að þyrsta eða hreinlega langað í bað. Í fremri káetunni var langt mjótt borð sem náði þvert yfir skipið frá penteríinu, þar sem ég stóð við uppvaskið löngum stundum, og yfir að bakborðssíðunni en við þann enda borðs- ins voru tvær kojur sem kyndarar sváfu í. Eitt sinn er ég hafði lokið langri uppvöskunarlotu setti ég fötuna frá mér á borðið, eins og ég var reyndar vanur að gera, en við það mötuðust hásetarnir en yfirmennirnir borðuðu í aftari káetunni. Nú er að segja frá fötunni. Dallurinn tók skyndilega heil- mikla bakborðsveltu og fatan fór á fleygiferð og rann eftir endilöngu borðinu uns hún kom á hinn endann. Ég horfði á eftir henni skelfingu lostinn, gat ekkert gert nema vonað að skipið tæki snögga veltu yfir á hitt borðið, sem var reyndar ekki líklegt. Stjarfur sá ég fötuna steypast yfir kyndarann sem lá í neðri kojunni. Gruggugt vatnið og ógeðslegar matarleif- arnar hvolfdust yfir hann og gott ef ég sá ekki eina eða tvær mýs skjótast úr kojunni. Aumingja maðurinn var nýlagstur til hvíldar eftir erfiða vakt á fírplássinu. Og það get ég sagt ykkur að kyndurunum á þessum gömlu togurum, sem brenndu 12 tonnum af kolum á sólarhring, veitti ekkert af hvíldinni sem ég hafði nú spillt með hinum hroðalegasta hætti. Ég ætla ekkert að reyna að lýsa fyrir ykkur látunum sem urðu í kojunni þegar kyndarinn fékk körfuna yfir sig. Hann hótaði að stinga mér lifandi inn á fírana þegar hann næði í mig og ýmislegt annað sagði hann sem ekki er setjandi á prent. Ég átti hins vegar fótum mínum fjör að launa, upp stigann og út á dekk, því ég bjóst ekki við að hann myndi elta mig út á nærbuxunum einum fata. Daginn eftir vorum við aftur orðnir bestu vinir og aldrei var minnst á fötuna einu orði. Hálffrosinn kokkur Annað datt mér í hug sem skeði á Belgaum gamla fyrir 65 árum. Ég var staddur í eldhúsinu með Dóra þegar hann segir mér að fara niður á fírpláss að sækja kol fyrir eldavélina. Sjálfur ætlaði hann í ískistuna, sem var uppi á bátapalli, að sækja lambalæri. Leið svo og beið. Ég var búinn að fara þrjár eða fjórar ferðir niður í fírpláss að sækja kol og var farið að lengja eftir Dóra sem var hvergi að sjá. Loks ákvað ég að við svo búið mætti ekki sitja lengur, ég yrði að tölta upp á bátadekk að athuga um manninn. Þegar þangað kom blasti við mér spaugileg sjón: Ískistan hálflokuð en upp úr henni stóðu – jú, lappirnar á Dóra. Hann hafði þá verið að teygja sig eftir lærinu þegar lokið dúndraði niður á hann. Og þarna hékk hann, hálfur ofan í kistunni og gat sér enga björg veitt. Lokið var svo þungt að hvernig sem Dóri streittist við gat hann ekki lyft því af sér. En það var bót í máli að hann var fljótur að jafna sig þegar ég hafði leyst hann úr sjálfheldunni. Á Belgaum var úrvals áhöfn og þar voru meðal annars nokkrir nemendur úr Stýrimannaskólanum. Ég man sér- staklega eftir Sigurjóni sem seinna varð skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni í mörg ár, mikill aflamaður. Læt ég svo þetta duga um Belgaum. 00000 Frábær jólagjöf! Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ Gunnar Guðmundsson Mýs og lambalæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.