Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33 heitum. Maðurinn svaf fast og því fastar sem hann svaf þeim mun minni líkur töldu þeir á að hann myndi lifa svefninn af. Í dagrenningu reyndu þeir að vekja félaga sinn og þeim til mikillar undrunar vaknaði hann bæði hress og sprækur. Í raun eins og nýsleginn túskildingur. Ótrúleg fannst þeim hvað heilbrigður og sterkur skrokkur gat þolað. Selurinn Miðvikudagurinn rann upp með sól og blíðu en um nóttina höfðu þeir rekið lengra til hafs og voru nú 7 mílur undan landi. Einnig voru þeir of sunnarlega til að trillur, sem kynnu að róa frá Reyðar- firði og Fáskrúðsfirði, yrðu þeirra varir. Þar sem þeir gátu ekki búist við bátum á þessum slóðum urðu þeir að reyna að gera eitthvað. Róðri voru þeir vanir en á flekanum voru engar árar og rennilegur var farkostur þeirra ekki. Minnugir máls- háttarins „Kemst þó hægt fari“ fóru þeir því að huga að smíði á árum úr skil- rúmsfjölunum, sem flutu upp þá skip þeirra sökk. Hníflausir voru þeir allir en færeyskir sjómenn hafa þá trú að dauð- inn sé vís hníflausum manni enda bera allir færeyskir sjómenn á sér slíka gripi Þessir menn voru í raun engin undan- tekning landa sinna en í kojuna fara þeir ekki með hnífa. Þar sem tveimur mann- anna var nánast slöngvað úr kojum sín- um í sjóinn þá voru það engin undur þó að hnífarnir fylgdu ekki með. Að smíða árar er talið vandaverk og ekki á allra færi en að smíða þær verk- færalaus er í raun útilokað. Það eina sem hægt var að nota sem verkfæri var saum- urinn úr dekkplankanum og með þessu áhaldi tókst þeim að búa til árar. Ekki voru þær ásjálegar en með þeim gátu þeir samt róið. Þetta eina verkfæri, ef svo má kalla þennan nagla, kom sér því vel en átti eftir að koma sér enn betur síðar. Svo hófst róðurinn og var róið á bæði borð. Nú var það aðeins spurningin hvort flekinn mjakaðist áfram. Eftir tveggja tíma róður fjarlægðist hann tunnu, sem fylgt hafði þeim á rekinu frá því að skipið sökk, og á því sáu þeir að flekinn hreyfðist úr stað. Blankalogn var og sléttur sjór en með hækkandi sól hitnaði mönnum við róð- urinn og þorsti þeirra jókst. Nær örvita af þorsta hvarflaði að þeim að drekka sjó jafnvel þó að þeir vissu vel að sjórinn myndi aðeins auka þorstann. Allir voru þeir vel meðvitaðir um að það yrðu endalokin ef þeir svo mikið sem vættu tunguna í sjó og stóðust því freistinguna. Klukkan eitt um nóttina urðu þeir varir við sel rétt hjá flekanum. Vel þekkt veiðiaðferð í Færeyjum er að lokka þessi dýr í skotfæri með blístri. Byssu höfðu þeir að vísu enga en blístrað gátu þeir og sá best, sem sofið hafði um nóttina. Selurinn sýndi blístrinu áhuga og kom alltaf nær og nær á milli þess sem hann kafaði. Mennirnir lágu grafkyrrir á flekanum og er selurinn rak hausinn upp úr sjónum rétt hjá tókst þeim að rota hann með annarri árinni. Litlu munaði að flekanum hvolfdi þegar allir sem einn hentu sér út á brún hans til að koma höndum á selinn. Svo fór þó ekki og upp á flekann náðu þeir feng sínum. En hvað áttu þeir að gera við dýrið? Ekkert var handbært til að sjóða í eða steikja kjötið. Var selurinn þeim þá ef til vill einskis virði? Þeir voru ekki í vafa um fram- haldið því að þorstinn sagði þeim án orða hvað gera skyldi. Drekkið nú. Lýsi? segir þú kannski. Nei, blóð, sagði þorstinn. Svo vanir veiðiskap, sem þessir menn- irnir voru þá vissu þeir vel hvar háls- æðina á selnum var að finna. En hvernig áttu þeir að gera gat á æðina hníflausir. Allir hugsuðu það sama. Naglinn úr dekkplankanum. Með honum gerðu þeir gat á æðina og nú drakk hver sem betur gat. Óvenju góður þótti þeim þessi sjald- gæfi drykkur. Þeir kláruðu ekki blóðið úr selnum en geymdu hluta þess í lokinu af flugeldakassanum. Drykkurinn fór vel í mennina, sem hvorki höfðu fengið vott né þurrt í 54 klukkustundir. Hann gaf þeim þrótt til að halda róðrinum áfram. Kláruðu að draga Um kvöldið lagðist þokan yfir, enn eina ferðina, og útséð um að flugeldunum yrði við komið og því ekki um annað að ræða en að halda róðrinum áfram. Þeir höfðu róið allan daginn og nú reru þeir alla nóttina. Þeir skiptust á um að róa á 10 mínútna fresti og af því að þeir voru þrír reri hver þeirra í 20 mínútur í einu. Með þessu puði héldu þeir sér heitum og vakandi. Við sólarupprás á fimmtudegin- um birti til og voru þeir þá staddir á hefðbundnum miðum smábáta suður úr Papey. Þar sáu þeir trillu við línudrátt en þrátt fyrir köll og handaslátt urðu trillukarlarnir þeirra ekki varir. Enn ein vonbrigðin. Svo nærri var trillan að línu- bólin sáust vel frá flekanum. Þokan lagðist enn yfir flekann, sem þeir reru nú í átt að trillunni. Er smá rof kom í þokuna sáu þeir aðra trillu undan sól og byrjuðu aftur að hrópa og kalla. Svo nærri voru þeir bátnum að þeir sáu vel fiskana, sem karlarnir um borð voru að innbyrða. Allt fór þó á sama veg. Trillukarlarnir heyrðu ekki í þeim og þá sennilega vegna þess að vélin hjá þeim var í gangi. Ekki hjálpaði það heldur til að þeir voru í sólarátt frá trillunni séð og því illt að koma auga á þá. Ömurlegt var að ná ekki sambandi við trillukarlana svo ná- lægt sem þeir voru. Var furða þó að málshátturinn „Ekki verður feigum forðað“ hvarflaði að þeim. Á liggjandanum um hádegi óttuðust þeir að með suðurfallinu myndi þá reka út af veiðisvæði bátanna en svo reyndist ekki því þá rak þangað, sem fleiri trillur voru á veiðum. Þeir reyndu enn að hrópa og veifa en árangurslaust. Skipstjórinn fór þá úr yfirfrakkanum og veifaði honum sem best hann gat í von um að betur sæist til þeirra. Loksins höfðu þeir heppnina með sér því einn trillukarlinn veifaði á móti. Sá skar á línuna, setti ból á endann og sigldi til þeirra. Trilluna bar brátt að og tók hún skip- brotsmennina um borð. Svo þakklátur var skipstjórinn að hann rauk upp um hálsinn á trillukarlinum og rak honum rembingskoss. Sennilega hefur kossinn sá verið blóð- ugur eftir drykkinn úr hálsæðinni Selinn, sem þeir gátu þakkað lífgjöf- ina, tóku þeir með sér um borð í trill- una. Hann vildu þeir ekki láta reka rotnandi um hafflötinn eða skilja eftir handa hræfuglum. Þegar trillukarlinn ætlaði að yfirgefa línu sína til að koma skipbrotsmönnum sem fyrst í land sögðu þessir hröktu menn einum rómi: Nei. Línan skyldi dregin áður en farið yrði í land. Þeir voru nú einu sinni fiskimenn sjálfir og vissu vel að veiðarfæratap var ekkert grín. Svo lengi voru þeir líka búnir að sitja á flekanum vonlitlir um björgun að engin vorkunn væri þeim að sitja ögn lengur og það í öruggu skjóli trillunnar. Lítið drykkjarföng voru um borð í trillunni en þeir fengu allt sem þar var. Fimmtudagskvöldið 21. ágúst klukk- an sex var komið inn á Djúpavog í Beru- firði. Í land komnir var númer eitt, tvö og þrjú að fá að drekka. Þeim var gefin flóuð mjólk og passað upp á að hóf væri á drykkjunni svo ekki færi illa. Á flekanum höfðu þeir setið í 3 sólar- hringa og 6 klukkustundum betur en á land komnir voru 84 klukkustundir liðnar frá því að „Solarris“. var sökkt. Lengst af höfðu þeir hvorki bragðað vott né þurrt en setið kaldir og hraktir, að viðbættum 30 klukkustunda róðri. Þrátt fyrir þetta harðræði gengu tveir þeirra óstuddir til bæjar en sá þriðji var studd- ur á göngunni. Engum þeirra varð meint af volkinu. Kvefuðust ekki einu sinni. Einu eftir- köstin voru beinverkir af verstu gerð, sem hrjáðu þá alla þegar hreyfing líkamans komst í eðlilegt horf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.