Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 56
56 – Sjómannablaðið Víkingur
Harald S. Holsvik, Reynir Björnsson og Guðjón Ármann Einarsson. Þessir þrír
sáu um að halda til haga því sem fram fór á þinginu og að halda öllu, og öllum,
að settum reglum.
Eitthvað hvílir þungt á þeim Kristni Gestssyni, Birgi Sigurjónssyni og Guðjóni
Ármanni sem stjórnaði þinginu með léttum húmor.
Svipmyndir frá 45. sambandsþingi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands
Guðlaugur Gíslason og Guðjón Arnar Kristjánsson. Guðlaugur vakti máls á því
að honum þætti Víkingurinn ekki nógu beittur í hagsmunabaráttu sjómanna.
Það eru ekki nema leiðarar Árna forseta sem eitthvað snúast um kjarabarátt-
una, annað er það varla í blaðinu, benti hann á og óskaði breytinga – að vísu
aðeins í samtali við Víkinginn sem liggur aldrei á því þegar honum er hælt og
getur því illa samvisku sinnar vegna þagað í hel gagnrýni.
Talið frá vinstri; Sigurður Jónsson, Ólafur P. Steingrímsson og Jóhann Ingi
Grétarsson. Hækjurnar tilheyra Jóhanni Inga en eftir að hafa rætt öryggismál
við Hilmar skólameistara viðurkenndi hann að hækjurnar væru áminning til
eldri manna og kappsfullra um að þeir ættu ekki að spila knattspyrnu við sér
mikið yngri menn. Annars væri fótbolti hin besta heilsurækt.
Guðjón Ármann Einarsson, skemmtilega ósvífnasti
fundarstjóri Íslandssögunnar, hafði góð tök á þing-
mönnum.
Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu, ávarpaði þingið og var bjartsýnn
á framtíðina.
Bergur Páll Kristinsson, formaður Verðanda. Við
hlið hans hefði Halldór Guðbjörnsson átt að sitja
en hann stríðir nú við erfið veikindi. Við sendum
Halldóri baráttukveðjur, hugur okkar er hjá þér,
Halldór.