Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37
Suðurskautslandskröfur
Nýjar reglur Alþjóðasiglingastofnunarinnar IMO um bann við
notkun þungolíu í skipum er sigla á Suðurskautslandið tóku gildi
1. ágúst s.l. Með banni þessu er skipum sem brenna þungolíu
óheimilt að fara inn á hafsvæði sem er sunnan við 60° suður. Nær
bannið til allra skipa sem um svæðið fara, farþegaskipa sem og
flutningaskipa, og verða þau því að skipta yfir á léttari olíu áður en
þangað er haldið. Þó eru skip sem eru að fara til aðstoðar öðrum
skipum, sem og leitar- og björgunarskip, undanþegin þessu
ákvæði.
Nýr stjóri í brúnni
Stjóraskipti urðu hjá Alþjóðasigl-
ingamálastofnuninni IMO í nóvem-
ber á þessu ári þegar Efthimios
Mitropoulos lét af störfum aðalritara
og við embætti hans tók Koji Seki-
mizu. Mitropoulos lærði skipstjórn-
arfræði og starfaði sem slíkur bæði á
kaupskipum og hjá grísku strand-
gæslunni áður en hann hóf störf hjá
grísku siglinga-málastofnuninni.
Sem starfsmaður hennar hóf hann
afskipti af málefnum IMO árið 1966.
Sekimizu, sem tekur við embættinu,
er 58 ára skipaverkfræðingur sem hóf störf hjá japanska sam-
gönguráðuneytinu árið 1977 en hann hóf afskipti af málefnum
Japans á vettvangi IMO árið 1980. Hann hefur verið framkvæmda-
stjóri siglingaöryggisdeildar stofnunarinnar frá 2004.
Flöskuskeyti bjarga
Flöskuskeyti sem kastað var út um kýrauga á stórflutningaskipinu
Montecristo gaf bandaríska og breska flotanum upplýsingar um að
23 manna áhöfn skipsins væri örugg í athvarfi skipsins en sjóræn-
ingjar voru búnir að yfirtaka skipið. Skipverjunum tókst þó öllum
að komast í byrgið en skipið var alveg nýtt og þar með hannað
með það fyrir augum að hafa öruggt athvarf fyrir áhöfnina ef sjó-
ræningjar kæmust um borð. Það voru breskir sjóliðar sem réðust
til uppgöngu í hið 55 þúsund tonna ítalska flutningaskip en um
borð voru 11 sjóræningjar sem enga mótspyrnu veittu. Höfðu þeir
eyðilagt fjarskiptabúnað skipsins þegar þeir komust um borð þar
sem skipið var statt um 620 sjómílur undan Sómalíuströnd. Frá
athvarfinu gátu skipverjarnir stjórnað vélbúnaði skipsins og jafn-
framt stýrt því. Þar með höfðu sjóræningjarnir enga stjórn á skip-
inu né heldur gátu þeir yfirbugað áhöfnina.
Skipstjóri fær afreksviðurkenningu
Meira af sjóránum en Alþjóðasiglingastofnunin IMO veitti nýlega
afreksviðurkenningu til Seog Hae-gyun skipstjóra efnaflutninga-
skipsins Samho Jewelry fyrir frammistöðu hans við að halda skipi
og skipshöfn eftir að sjóræningjar komust um borð í skip hans.
Áður hafði Seog verið heiðraður í heimalandi sínu Suður-Kóreu
fyrir hugrekki en hann varð fyrir miskunnarlausri árás sjóræningja.
Valnefnd IMO taldi Seog skipstjóra vera einstaklega hugrakkan
mann sem bar mikla umhyggju fyrir áhöfn sinni. Hann hefði geng-
ið mun lengra en honum bar að gera sem setti hann í mikla hættu.
Seog stýrði skipi sínu frá ströndum Sómalíu og samtímis lét hann
dæla vatni í eldsneytið til að reykur ykist frá skorsteininum sem
merki um að eitthvað væri að. Þá taldi hann sjóræningjunum trú
um að stýrisbúnaður skipsins væri bilaður og yrði þar með að
hægja á ferð skipsins. Honum tókst einnig að ná fjarskiptasam-
bandi við herskipaverndina á svæðinu sem auðveldaði suður-kóre-
önsku sjóliðum freigátunnar Choi Young árás á skipið. Þegar sjó-
ræningjarnir voru búnir að ná skipinu á sitt vald lömdu þeir Seog
skipstjóra marg oft þannig að bein í fæti og öxl brákuðust. Þegar
sjóliðarnir réðust um borð fékk hann tvö skot í kviðinn og eitt í
mjöðm. Hann þurfti að gangast undir röð aðgerða og tókst naum-
lega að bjarga lífi hans. Af tuttugu og eins manna áhöfn varð
aðeins skipstjórinn fyrir barðinu á sjóræningjunum.
Öryggi fiskiskipa og áhafna
Enn af málefnum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO. Þann
29. september s.l. var merkum áfanga náð þegar fimmtánda þjóð-
ríkið undirritaði samkomulagið um menntun og þjálfun, skírteini
og varðstöðu sjómanna á fiskiskipum eða STCW-F. Mun því sú
samþykkt öðlast alþjóðlegt gildi á sama degi að ári liðnu og er þar
miklum áfanga náð í öryggismálum fiskiskipa á alþjóðavísu. Stofn-
unin hefur til margra ára unnið að alþjóðlegum kröfum um öryggi
fiskiskipa en lítt orðið ágengt í þeim málum. Á næsta ári verður
haldin diplomataráðstefna IMO í Suður-Afríku þar sem viðbætur
og breytingar frá 1993 við Torremolinos samþykktina frá 1977
verða til umræðu. Búist er við að þessi ráðstefna skipti sköpum um
að unnt verði, í kjölfarið, að fá nægjanlegan fjölda þjóðríkja til að
undirrita samþykktina þannig að hún öðlist alþjóðlegt gildi. Með
innleiðingu hennar eru bundnar miklar vonir við að öryggi fiski-
skipa heimsins muni batna til mikilla muna. Fyrir okkur Íslend-
inga hafa þessar samþykktir þegar verið innleiddar í okkar reglu-
verk en ríkisstjórn Íslands var til að mynda fjórða þjóðríkið til að
undirrita STCW-F samþykktina. Ákvæði Torremolinos samþykkt-
arinnar hefur verið innleitt í Evrópulöndum með tilskipun Evrópu-
ráðsins.
Nýjar gerðir klefa
Nýlega var lokið umfangsmiklum endurbótum á olíuborpalli í eigu
Mærsk samsteypunnar. Meðal nýjunga sem kynntar voru þegar
pallurinn var tekinn í notkun á ný var uppgerð á öllum klefum
pallsins. Áður hafði hver klefi verið með tveimur kojum enda tvær
vaktir á pallinum en fyrir vikið var einungis einn starfsmaður í
einu í klefanum. Við endurhönnun á klefunum var ákveðið að vera
ekki með kojur heldur nota þess í stað veltirúm. Þetta var gert til
að auka loftrými í hverjum klefa. Þessi nýju veltirúm eru þannig að
sængurfatnaður er spenntur með teygjum niður í rúmið þegar úr
því er farið. Síðan er
því snúið og þá kem-
ur upp sængurfatn-
aður þess sem næst
kemur í klefann. Hinn
sængurfatnaðurinn er
þá kominn í eiginlegri
merkingu „undir
rúm“. Mynd af rúm-
inu má sjá hér á síð-
unni. Skyldi þetta
ganga á íslenskum
togurum þar sem tveir
menn skipta með sér
klefa?
Flöskuskeyti varð áhöfninni á Montecristo til hjálpar eftir að sjóræningjar tóku
skipið. Ljósmynd: Ria Maat
Nýr stjóri, Koji Sekimizu, er sest-
ur við stjórnvölinn hjá Alþjóða-
siglingamálastofnuninni
Einn af nýju klefunum á borpalli Mærsk þar sem
tveir deila kojunni, en henni er snúið eftir því hvor
er í klefanum.