Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Þá eru úrslit ljós. Að þessu sinni var metþátttaka í keppninni en alls sendu 22 sjómannaljósmyndarar mynd- ir í keppnina, samtals 150 myndir. Allar myndirnar, að einni undanskil- inni, komu á rafrænu formi og sýnir það vel hversu mikil breyting hefur orðið á myndavélakosti sjómanna. Fjögurra manna dómnefnd kom saman til dæminga á myndum 6. desember í húsnæði Farmanna- og fiskimannasambandsins á Grensás- vegi 13. Dómnefndin var að þessu sinni skip- uð þeim Árna Bjarnasyni formanni FFSÍ, Jóni Svavarssyni ljósmyndara, Pálma Guðmundssyni ritstjóra ljósmyndari.is og Jóni Hjaltasyni ritstjóra Sjómannablaðs- ins Víkings. Það var erfitt verk sem dóm- nefndin stóð frammi fyrir og eftir tveggja tíma karp komst hópurinn loks að niðurstöðu. Hlutskörpust varð mynd Eyþórs Björgvinssonar, annars vélstjóra á Sighvati VE, sem hann nefndi Skreið. Verðlaun fyrir fyrsta sæti er ljósmynda- námskeið frá ljósmyndari.is. Í öðru sæti varð mynd Vals Björns Línberg, háseta á Verði ÞH, sem hann kallar Bátur í sólsetri. Hlýtur hann að launum bókaverðlaun. Í þriðja sæti varð mynd Jóns Kr. Frið- geirssonar, bryta á varðskipinu Tý, er hann nefnir Að fæða ungann. Hlýtur hann einnig bókaverðlaun. Tólf myndir til viðbótar, auk vinn- ingsmyndanna, fara síðan áfram í ljós- myndakeppni sjómanna á Norðurlönd- um sem fram fer í Helsinki í Finnlandi 10. febrúar á næsta ári. Þeir ljósmyndarar sem eiga myndir sem fara áfram í þá keppni , auk vinn- ingshafanna, eru Ragnar Pálsson, Jóhann Ragnarsson, Daði Ólafsson, Guðjón Vilinbergsson, Guðmundur St. Valdimarsson, Sigurbjörn Ragnarsson og Þorleifur Örn Björnsson. Hilmar Snorrason Ljósmyndakeppni Víkingsins 2011 1 Höfuðpaurinn og starfsmaður nefndarinnar, Hilmar Snorrason, er lengst til vinstri. Þá dómnefndin: Pálmi Guðmundsson ritstjóri (ljósmyndari.is), Árni forseti, Jón ritstjóri og Jón Svavarsson ljósmyndari. 1. sæti. Skreið. Ljósmyndari Eyþór Björgvinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.