Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Page 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Þá eru úrslit ljós. Að þessu sinni var metþátttaka í keppninni en alls sendu 22 sjómannaljósmyndarar mynd- ir í keppnina, samtals 150 myndir. Allar myndirnar, að einni undanskil- inni, komu á rafrænu formi og sýnir það vel hversu mikil breyting hefur orðið á myndavélakosti sjómanna. Fjögurra manna dómnefnd kom saman til dæminga á myndum 6. desember í húsnæði Farmanna- og fiskimannasambandsins á Grensás- vegi 13. Dómnefndin var að þessu sinni skip- uð þeim Árna Bjarnasyni formanni FFSÍ, Jóni Svavarssyni ljósmyndara, Pálma Guðmundssyni ritstjóra ljósmyndari.is og Jóni Hjaltasyni ritstjóra Sjómannablaðs- ins Víkings. Það var erfitt verk sem dóm- nefndin stóð frammi fyrir og eftir tveggja tíma karp komst hópurinn loks að niðurstöðu. Hlutskörpust varð mynd Eyþórs Björgvinssonar, annars vélstjóra á Sighvati VE, sem hann nefndi Skreið. Verðlaun fyrir fyrsta sæti er ljósmynda- námskeið frá ljósmyndari.is. Í öðru sæti varð mynd Vals Björns Línberg, háseta á Verði ÞH, sem hann kallar Bátur í sólsetri. Hlýtur hann að launum bókaverðlaun. Í þriðja sæti varð mynd Jóns Kr. Frið- geirssonar, bryta á varðskipinu Tý, er hann nefnir Að fæða ungann. Hlýtur hann einnig bókaverðlaun. Tólf myndir til viðbótar, auk vinn- ingsmyndanna, fara síðan áfram í ljós- myndakeppni sjómanna á Norðurlönd- um sem fram fer í Helsinki í Finnlandi 10. febrúar á næsta ári. Þeir ljósmyndarar sem eiga myndir sem fara áfram í þá keppni , auk vinn- ingshafanna, eru Ragnar Pálsson, Jóhann Ragnarsson, Daði Ólafsson, Guðjón Vilinbergsson, Guðmundur St. Valdimarsson, Sigurbjörn Ragnarsson og Þorleifur Örn Björnsson. Hilmar Snorrason Ljósmyndakeppni Víkingsins 2011 1 Höfuðpaurinn og starfsmaður nefndarinnar, Hilmar Snorrason, er lengst til vinstri. Þá dómnefndin: Pálmi Guðmundsson ritstjóri (ljósmyndari.is), Árni forseti, Jón ritstjóri og Jón Svavarsson ljósmyndari. 1. sæti. Skreið. Ljósmyndari Eyþór Björgvinsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.