Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur Laugardagurinn 8. október rann upp sólarlaus og þungbúinn. Þetta var því dagur inniveru, sá eini í allri ferðinni. Það var því kærkomið að þiggja boð um að skoða eldhúsið, þar sem eldað var ofan í 2.000 gesti og 1.300 manna áhöfn. Yfirkokkurinn tók á móti okkur, fransk- ur, sem talað afskaplega sérkennilega ensku, en sýndi með vaxtarlagi sínu að hann kunni sitt fag. Hann er með um 115 manns í vinnu og sumir vinna allan sólarhringinn eins og t.d. bakararnir, ofnar þeirra kólna aldrei. Allt var hreint og fágað eins og sæmir 5 stjörnu hóteli. Hann sýndi okkur á vegg einum ljós- myndir af því hvernig hver réttur skal líta út þegar hann er borinn á borð, en diskarnir fara eftir færibandi og setur einn grænmeti, annar kjöt eða fisk eftir ástæðum, sá þriðji sósu, þá annað með- læti og svo koll af kolli uns fullkomnun er náð. Ekki fengum við upp úr honum hve mikill kostur væri tekinn til ferðar- innar, enda líklegt að tölur um fjölda eggja eða appelsína hefðu farið fyrir ofan garð og neðan hjá einhverjum. Panamaskurðurinn Þá rann upp stóri dagurinn, sunnudag- urinn 9. október, dagur siglingarinnar í gegnum Panamaskurðinn, bjartur og fagur. Það virtist sem flestir farþeganna væru komnir upp á dekk á sjöunda tím- anum, sem ekki var venjulegur fóta- ferðartími svona hvunndags. Á læginu fyrir utan Panamaborg beið fjöldi skipa, sem öll voru á leið í gegnum skurðinn, sum stór, önnur smærri, öll biðu þau. Við sigldum hins vegar beint í áttina að skurðinum, áttum örugglega löngu pantaðan tíma. Það er hins vegar erfitt að lýsa þeim atburði að vera um borð í 91.000 tonna skipi, sem er lyft undur- hægt úr einu þrepi í annað Kyrrahafs- megin, siglt á hægri ferð eftir löngu stöðuvatni og síðan látið síga niður þrep- in þrjú ofan í Karíbahafið, ekki síst ef haft er í huga, að þessi þægindi, sem eru að verða aldargömul, kostuðu á sínum tíma ómælt strit og erfiði, miklar þján- ingar og tugi þúsunda mannslífa. Við sigldum inn í fyrsta þrepið kl. rúmlega 8 um morguninn og voru komin inn á Karíbahafið um kl. 14.30 síðdegis. Hljóðlega rann sagan, þessi sem tæpt er á í innskotsgreinunum, allt frá Balbóa, sem fyrstur Evrópumanna leit Kyrrahafið augum, til þess tíma er Infinity flutti gesti sína á hægri siglingu um Gatun- vatnið og að þrepunum í austri með regnskóga á bæði borð, undir vermandi geislum sólarinnar rúmum 7° fyrir norð- an miðbaug. Colon, borgin, sem kennd er við Kristófer Kólumbus, tók á móti okkur hinum megin, og Panamaskurðurinn, ævintýrið, sem hefur gert margan mann- inn orðlausan yfir smæð sinni, var að baki. Ferðalok Það var einnar nætur sigling til Cartha- gena, hafnarborgarinnar í Kólumbíu og þar með vorum við komin til Suður- Ameríku og þá á skrifari aðeins eftir að koma sér til Ástralíu. Við hafnarmynnið blasti við okkur gamalt vígi, minning þess tíma er ófriður og sjórán ríktu á höfunum. Borgin, sem hefur nú um 900 þúsund íbúa og er sú fimmta stærsta í landinu hefur verið mikilvæg hafnarborg allt frá því á 16. öld, féll reyndar tíma- bundið bæði í hendur Frakka og Breta, en með miklu fjármagni rammlega víg- girt. Þennan dag lágu þrjú stór skip við bryggju með líklega um 6-7 þúsund ferðamenn. Íslenski hópurinn fór í skoð- unarferð um borgina, bæði gangandi og í bílum, en einhvern veginn náði hún ekki að töfra skrifara, sem lærði það, að í svo fjarlægu landi, sem fæstir heimsækja ekki nema einu sinni eru ferðamenn „einnota“ og því voru götusalar hrein plága. Tvo næstu daga voru við á siglingu í áttina að Florida, höfðum Kúbu í sjón- máli, en sáum ekkert til þeirra Kastró- bræðra og tókum land í Fort Lauderdale á Florida árla morguns hinn 13. október. Þá var siglingunni lokið og aðeins eftir fjögurra tíma akstur á hótel í Orlando. Við kvöddum þetta ágæta skip, Infinity, sem flutti okkur rúmlega 5.600 sjómílur, heimshafanna á milli og þökkuðum fyrir okkur og margir skipulögðu í huganum næstu ferð. Tveir urðu dagarnir í Or- lando uns haldið var heim. Þakkað skal í lokin fararstjóra og ferðafélögum, sem áttu sinn þátt í að gera þetta allt ógleymanlegt. Höfundur var skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Komin til Carthagena, Infinity er lengst til hægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.