Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur
Laugardagurinn 8. október rann upp
sólarlaus og þungbúinn. Þetta var því
dagur inniveru, sá eini í allri ferðinni.
Það var því kærkomið að þiggja boð um
að skoða eldhúsið, þar sem eldað var
ofan í 2.000 gesti og 1.300 manna áhöfn.
Yfirkokkurinn tók á móti okkur, fransk-
ur, sem talað afskaplega sérkennilega
ensku, en sýndi með vaxtarlagi sínu að
hann kunni sitt fag. Hann er með um
115 manns í vinnu og sumir vinna allan
sólarhringinn eins og t.d. bakararnir,
ofnar þeirra kólna aldrei. Allt var hreint
og fágað eins og sæmir 5 stjörnu hóteli.
Hann sýndi okkur á vegg einum ljós-
myndir af því hvernig hver réttur skal
líta út þegar hann er borinn á borð, en
diskarnir fara eftir færibandi og setur
einn grænmeti, annar kjöt eða fisk eftir
ástæðum, sá þriðji sósu, þá annað með-
læti og svo koll af kolli uns fullkomnun
er náð. Ekki fengum við upp úr honum
hve mikill kostur væri tekinn til ferðar-
innar, enda líklegt að tölur um fjölda
eggja eða appelsína hefðu farið fyrir ofan
garð og neðan hjá einhverjum.
Panamaskurðurinn
Þá rann upp stóri dagurinn, sunnudag-
urinn 9. október, dagur siglingarinnar í
gegnum Panamaskurðinn, bjartur og
fagur. Það virtist sem flestir farþeganna
væru komnir upp á dekk á sjöunda tím-
anum, sem ekki var venjulegur fóta-
ferðartími svona hvunndags. Á læginu
fyrir utan Panamaborg beið fjöldi skipa,
sem öll voru á leið í gegnum skurðinn,
sum stór, önnur smærri, öll biðu þau.
Við sigldum hins vegar beint í áttina
að skurðinum, áttum örugglega löngu
pantaðan tíma. Það er hins vegar erfitt
að lýsa þeim atburði að vera um borð í
91.000 tonna skipi, sem er lyft undur-
hægt úr einu þrepi í annað Kyrrahafs-
megin, siglt á hægri ferð eftir löngu
stöðuvatni og síðan látið síga niður þrep-
in þrjú ofan í Karíbahafið, ekki síst ef
haft er í huga, að þessi þægindi, sem eru
að verða aldargömul, kostuðu á sínum
tíma ómælt strit og erfiði, miklar þján-
ingar og tugi þúsunda mannslífa. Við
sigldum inn í fyrsta þrepið kl. rúmlega
8 um morguninn og voru komin inn á
Karíbahafið um kl. 14.30 síðdegis.
Hljóðlega rann sagan, þessi sem tæpt er
á í innskotsgreinunum, allt frá Balbóa,
sem fyrstur Evrópumanna leit Kyrrahafið
augum, til þess tíma er Infinity flutti
gesti sína á hægri siglingu um Gatun-
vatnið og að þrepunum í austri með
regnskóga á bæði borð, undir vermandi
geislum sólarinnar rúmum 7° fyrir norð-
an miðbaug.
Colon, borgin, sem kennd er við
Kristófer Kólumbus, tók á móti okkur
hinum megin, og Panamaskurðurinn,
ævintýrið, sem hefur gert margan mann-
inn orðlausan yfir smæð sinni, var að
baki.
Ferðalok
Það var einnar nætur sigling til Cartha-
gena, hafnarborgarinnar í Kólumbíu og
þar með vorum við komin til Suður-
Ameríku og þá á skrifari aðeins eftir að
koma sér til Ástralíu. Við hafnarmynnið
blasti við okkur gamalt vígi, minning
þess tíma er ófriður og sjórán ríktu á
höfunum. Borgin, sem hefur nú um 900
þúsund íbúa og er sú fimmta stærsta í
landinu hefur verið mikilvæg hafnarborg
allt frá því á 16. öld, féll reyndar tíma-
bundið bæði í hendur Frakka og Breta,
en með miklu fjármagni rammlega víg-
girt. Þennan dag lágu þrjú stór skip við
bryggju með líklega um 6-7 þúsund
ferðamenn. Íslenski hópurinn fór í skoð-
unarferð um borgina, bæði gangandi og í
bílum, en einhvern veginn náði hún ekki
að töfra skrifara, sem lærði það, að í svo
fjarlægu landi, sem fæstir heimsækja
ekki nema einu sinni eru ferðamenn
„einnota“ og því voru götusalar hrein
plága.
Tvo næstu daga voru við á siglingu í
áttina að Florida, höfðum Kúbu í sjón-
máli, en sáum ekkert til þeirra Kastró-
bræðra og tókum land í Fort Lauderdale
á Florida árla morguns hinn 13. október.
Þá var siglingunni lokið og aðeins eftir
fjögurra tíma akstur á hótel í Orlando.
Við kvöddum þetta ágæta skip, Infinity,
sem flutti okkur rúmlega 5.600 sjómílur,
heimshafanna á milli og þökkuðum fyrir
okkur og margir skipulögðu í huganum
næstu ferð. Tveir urðu dagarnir í Or-
lando uns haldið var heim.
Þakkað skal í lokin fararstjóra og
ferðafélögum, sem áttu sinn þátt í að
gera þetta allt ógleymanlegt.
Höfundur var skólameistari
Verkmenntaskólans á Akureyri.
Komin til Carthagena, Infinity er lengst til hægri.