Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur Veturinn 1969 var ég loftskeytamaður á togaranum Harðbaki. Hann var einn af nýsköpunartogurunum, smíðaður í Aber- deen í Skotlandi árið 1950. Heldur stærri en Kaldbakur sem ég var á fyrst þegar ég kom til Akureyrar, eða 732 brl. Loftskeyta- klefinn var mun stærri og fór vel um mig þar. Tækjakosturinn var svo til eins í báð- um skipunum að undanskildum aðalmót- takaranum sem var danskur í Harðbaki en þýskur í Kaldbaki. Radararnir voru eins í báðum, eða Kelvin Hughes og komu í stað Cossor radara sem voru mjög bilanagjarnir og þoldu illa að vera lengi í gangi. Ágætis miðunarstöðvar voru í báðum skipunum, þó ekki væru þær sjálfvirkar. Þurfti því tvo menn til að miða, annan við kompásinn og hinn við miðunarstöðina. Áki Stefánsson skipstjóri var yfirleitt við kompásinn. Þegar líða tók að jólum ákvað ég að fara í frí, enda verið lengi á sjó. Við loftskeyta- menn höfðum oftast samband við Kristján Jónsson loftskeyta- mann á Reykjavík radio til að útvega mann í afleysingu. Kristján þekkti flesta sem voru á lausu og var alltaf tilbúinn að hjálpa til að útvega mann. Hann tók loftskeytapróf 1934, var loftskeytamaður í seinni heimsstyrjöldinni á togaranum Verði frá Patreksfirði og þar urðu þeir fyrir árás þýskrar flugvélar og varð manntjón. Kristján vann síðan á Reykjavík radio fram undir 1980. Þess má geta að sonur hans er Jón fiskifræðingur sem ekki er alltaf sammála starfsbræðrum sínum hjá Hafró. Hafði ég nú samband við Kristján sem sagðist vita af manni á lausu sem vildi gjarnan leysa mig af. Lauk svo túrnum og hlakkaði ég mikið til þess að vera með fjölskyldunni um jólin. Svo var ákveðin brottför. Þá gerði slæmt veður, ekki var flogið til Akureyrar og afleysingamaðurinn komst ekki norður. Var nú augljóst að ég yrði á sjó um þessi jól. Ég man að það var döpur stemningin í bílnum á leiðinni til skips. Ég var giftur, átti 7 ára dóttur, 5 ára son og auk þess var konan ófrísk að seinni syni okkar sem fæddist í júní 1970. En hvað með það, við fór- um á veiðar á Vestfjarðamið. Á Þorláksmessu vorum við á veið- um í Víkurál, var þá austanátt, en svo kom lægð suðvestan úr hafi sem fór austur fyrir sunnan land. Vindur snerist í norð- austur og norður á aðfangadag og varð versta veður, bálhvasst og snjókoma. Á sjó er að sjálfsögðu haldið upp á jólin eins og í landi, en það fer eftir aðstæðum hve hátíðlegt hægt er gera jólahaldið. Nú fór Aðalsteinn Jóhannsson kokkur að undirbúa jólamatinn. Þá vorum við búnir að taka trollið innfyrir vegna veðursins og stefna sett á Patreksfjarðarflóann í var. Vindurinn stóð þvert á bb. síðuna. Steini var búinn að reyna tvisvar eða þrisvar að hita vatn, en veltingurinn var svo mikill að alltaf hvolfdist út pott- unum þrátt fyrir góðar skálkur. Varð nú að ráði að fresta jólun- um um minnsta kosti einn dag og var það gert. Við komumst í var útaf Krossadal í Tálknafirði þar sem Samúel Jónsson átti heima um tíma. Þar í fjörunni hafði ein- hvern tíma strandað togari og Samúel notaði úr honum bönd í sperrur í útihús sem hann reisti. Ekki hafði hann önnur verk- færi en sleggju og meitil til að höggva sundur hnoðin. Samúel flutti síðar til Selárdals í Arnarfirði og reisti þar m.a. kirkju og fleiri byggingar. Þær lágu síðar undir skemmdum vegna við- haldsleysis, en nú er viðgerðum að mestu lokið. Við færðum okkur innar í fjörðinn í betra skjól fram undan bænum Sel- látrum. Þar bjuggu lengi Davíð Davíðsson og kona hans Guð- rún Einarsdóttir. Einn sona Davíðs var Benedikt sem var verka- lýðsleiðtogi mörg ár. Auk húsmóðurstarfsins var Guðrún lista- kona og bjó til ýmis konar hluti og notaði íslenskar jurtir, kuðunga og skeljar í þá. Á mínu heimili er til eitt verka hennar frá 1994. Eftir að við færðum okkur innar í fjörðinn blöstu við ljósin á æskuheimili mínu á Hrauni. Þar voru þá til heimilis foreldrar mínir, háöldruð amma, móðurbróðir minn og yngri systir innan fermingar. Það voru sérstakar tilfinningar sem fóru um hugann að sjá ljósin og hugsa til fólksins míns þar. Núna er enginn heimilisfastur á Hrauni. Í útvarpinu voru lesnar kveðjur til sjómanna á hafi úti. Kona mín og börn sendu mér jólaóskir og góðar kveðjur og þótti mér vænt um þær. Við lukum svo þessum túr, en ekkert markvert gerðist það sem eftir var. Birgir Aðalsteinsson Jólatúr á togara Harðbakur leggur að bryggju á Akureyri. Mynd: Ásgrímur Ágústsson. Kirkjan hans Samúels í Selárdal. Ljónin virða fyrir sér ungan pilt, Viktor Frey Ómarsson, en þau smíðaði Samúel einnig. Mynd: Jón Hjaltason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.