Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur
„Flóanum“, og mikill blástur undan
Esju, Akrafjalli og Hafnarfjalli, urðum
við ekki varir við neitt sökum þess
hversu vestarlega við flugum. Hið sama
varð ekki sagt um hressilega ókyrrðina S
og SV við Snæfellsjökul meðan við fór-
um þar fyrir. Kl. var 09:53 þegar ég gaf
flugstjóranum upp stefnuna á upphafs-
punkt leitarsvæðisins, 66° 18´N og 24°
58´W., en þá vorum við komnir út af
Jökli. Nýja stefnan lá beint yfir Bjarg-
tanga, sem sáust nú greinilega fram-
undan og voru nú um 38 mínútur þar til
beygt yrði í fyrstu leitarlínuna sem okk-
ur var úthlutað. Ljóst var að það tæki
okkur ekki undir 6 klst. að fljúga allar
leitarlínurnar og að á þeim tíma stæði ég
varla lengi upp frá kortaborði vélarinnar
ef ég ætlaði að sjá til þess að vélin fylgdi
einstigi blýantsstrikanna, sem mörkuðu
leitarlínurnar í kortið. Því var eins gott
að nota þennan hálftíma til að fara í
gegnum aðra þætti sem þurftu að vera
klárir í leitarflugi eins og talfæri til að
tengja niður í lest flugvélarinnar og reyk-
bombur til að henda út við gúmmíbát ef
slíkt kæmi í ljós.
Undirbúningurinn
Þegar rekald finnst í leitarflugi, t.d.
björgunarbátur, gengur mikið á. Fyrsta
og mikilvægasta verkefnið er að missa
ekki sjón-ar á hlutnum og er allra aug-
um beint að honum. Notuð er ímynduð
og afstæð „klukkuskífa“, miðuð við nef
flugvélarinnar í kl. 12, og flugmennirnir
stanslaust mataðir á viðmiðum á hlutinn
með því að segja þeim klukkan hvað
hluturinn er frá vélinni séð meðan þeir
snúa vélinni að honum. Flugmennirnir
lækka hins vegar flughraðann og setja
jafnvel flapsa niður í 15º. Einnig er
flughæðin minnkuð í 50 til 100 fet og
vélin sett í aðflugsstefnu upp í vind að
hlutnum.
Á meðan á þessu stendur hendist sigl-
ingafræðingurinn aftur í vél og opnar
hlera í gólfinu, þar sem lestarhola er
undir. Talfæri eru sett upp í flýti og
síðan klifrað niður í þessa lestarholu
með reykbombu með sér. Þegar þangað
kemur er lagst á magann og opnaður
hleri á botni vélarskrokksins til að henda
reykbombunni niður að björgunarbátn-
um, þegar flugstjórinn gefur merkið NÚ
í heyrnartólin. Þegar hlerinn á botninum
opnast nötrar loftið í lestarholunni frá
oftast frostköldum 130 hnúta vindi sem
geysist aftur með vélaskrokknum og
þrýstist að hluta inn.
Það gat verið ísköld vist fyrir siglinga-
fræðinginn þarna niðri ef aðflugið skipti
einhverjum mínútum, enda fór hann í
asanum oftast léttklæddur niður úr
stofuhita vélarinnar.
„Störuvakt“
Þegar búið var að ljúka þessum undir-
búningi var tíminn notaður til að fá sér
hressingu, kaffibolla og að fara á klósett-
ið í tíma. Þetta var á tískutíma reykinga,
flestir reyktu og var áhöfnin á TF SIF
engin undantekning. Flugstjórinn, flug-
vélstjórinn og undirritaður voru liðtækir
við sígaretturnar, flugmaðurinn og skip-
herrann reyktu pípur svo mökkurinn
stóð í kringum þá, en loftskeytamaður-
inn þurfti að láta sig hafa það að þola
óbeinar reykingar. Því var það oftar en
ekki að blá reykjarslæða liðaðist um vél-
ina meðan flogið var til og frá vinnu-
svæðum, hvort sem það voru leitar-,
könnunar- eða eftirlitssvæði.
Þegar Bjargtangar komu undir vélina
fékk ég staðfestingu á áreiðanleika þeirr-
ar stefnu sem ég hafði gefið flugmönn-
unum og þeim hraða yfir jörð sem ég
hafði reiknað með miðað við flughraða
og vind. Framundan var nú upphafs-
punktur leitarinnar eftir tæplega 20
mínútna flug og ákvað ég að taka nokkr-
ar staðarákvarðanir á leiðinni út til að
staðreyna stefnu, hraða og vind, áður en
beygt yrði í fyrstu leitarlínu þegar Blakk-
ur væri í 42.2 sml. fjarlægð og Ritur í
42.4 sml. fjarlægð. Áður en komið var í
upphafspunkt leitarinnar var flugið
lækkað niður í 200 fet og flughraðinn
minnkaður úr 160 hnútum niður í 130
til 140 hnúta. Með þessu átti sjónsviðið
úr vélinni að vera nógu vítt til að hver
blettur milli leitarlínanna væri vel sýni-
legur. Útkikksmennirnir áttu, tveir í
senn, að stara á sjóinn í 15 mín., skima
um sjóinn næstu 15 mín. og fá svo 15
mín. algjöra hvíld frá því að horfa út, þar
til þeirra „15 mín. störuvakt“ hæfist á ný.
Þar sem fjarlægðin til Blakks breyttist
hraðast, því hann var svo til beint aftur-
undan, hafði ég fjarlægðarhringinn stillt-
an á þá fjarlægð þegar við nálguðumst
punktinn.
Um leið og vélin fór yfir 42. sjóm.
fjarlægðina frá Blakk gaf ég flugmönn-
unum upp stefnuna eftir fyrstu leitar-
línunni miðað við 17° drift til vinstri.
Leitin var hafin og hamaðist ég nú við
sífelldar staðarákvarðanir til að breyta
stefnunni í takt við breytingu í driftinni
eftir því sem vindurinn minnkaði nær
landinu. Þegar leitarlínan var flogin til
enda snéru flugmennirnir vélinni um
194° til að fara inn á næstu leitarlínu út
frá landinu, með öndverðri drift sem var
komin niður í 7° næst landinu.
„Krappari beygju næst“
Þannig átti nú dagurinn að líða fram og
aftur, inn og út frá landinu í 7 klst. til-
breytingalausu flugi ef ekkert fyndist.
Fyrir mig, stöðugar staðarákvarðanir og
leiðréttingar á stefnu. Þegar við snerum
til að fara inn á næstu línu vorum við
komnir út í 50 hnúta vindinn og sá ég
þá að við höfðum „fokið“ vel suður fyrir
leitarlínuna sem við áttum að fylgja svo
ég lét taka stefnuna þvert á línurnar, upp
í vind, þar til við hittum á línuna aftur.
Varð mér að orði við flugmennina,
eftir að við vorum komnir á línuna, að
ég vildi fá „krappari beygju næst“. Sama
endurtók sig nú í nokkur skipti þegar
við snérum við á ytra svæðinu, við þurft-
um alltaf að fljúga þvert á, til að hitta á
línurnar, en þó styttra í hvert sinn, þar
sem flugmennirnir tóku alltaf krappari
beygjur. Upphóf ég alltaf sama sönginn
um „krappari beygju næst“.
Þegar við nú nálguðumst enn einu
sinni ytri enda leitarsvæðisins heyri ég
flugstjórann segja við félaga sína frammí:
„Látum nú kvikindið fá 60° beygju næst
svo hann hætti í eitt skipti fyrir öll þessu
tuði.“
60° beygja þýðir að vélinni er hallað
um 60° í beygjunni. Þegar við komum
svo á staðinn til að snúa inn fann ég að
vélinni var rykkt upp á rönd, að mér
fannst, og að ég margfaldaðist í þyngd.
Allt blóð fór úr hausnum niður í tær,
handleggirnir urðu sem blý á kortaborð-
inu og ég barðist við að halda áttum í til-
verunni. Út um gluggann fyrir ofan
kortaborðið sást bara beint upp í blátt
himinhvolfið en loftskeytamaðurinn og
þeir sem sátu vinstra megin sáu ekki
betur en að vinstri vængurinn næmi við
grængolandi öldurnar á sjónum. Gárung-
arnir sögðu að skipherrann, sem var í
góðum holdum, hefði í raun flast út í
sínum stól og flætt niður með honum
beggja vegna. Menn með falska góma í
efri skolti hefðu ekki getað fengið þá til
að tolla í langan tíma á eftir. Það ískraði
hins vegar í flugmönnunum yfir hrekkn-
um. Þeir réttu vélina við eftir 215°
beygju og spurðu í intecominn: „Var
þetta nóg“?
Það sem eftir lifði leitarinnar hélt ég
stólpakjafti um „krappari beygju næst“,
og sætti mig alveg við svolítinn auka-
flugtíma, þvert á línur, eftir hvern
snúning.
Klukkan var orðin 17:00 þegar við
snérum til Reykjavíkur eftir árangurs-
lausa leit, úrvinda eins og undnar tuskur.
Framundan var svo framhaldsleit daginn
eftir og var þá áætlað að fljúga ísröndina
undan Vestfjörðum ef ske kynni að
Trausti hefði lent inni í ísnum. Það gerð-
um við daginn eftir, en án árangurs eftir
langa leit og var Trausti talinn af með
fjögurra manna áhöfn. Enn einn mann-
skaðinn á sjó við Vestfirði.