Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 52
52 – Sjómannablaðið Víkingur
Það var heldur þungt hljóðið í Árna
forseta þegar hann steig í ræðustól í
upphafi þings.
Aldrei hefur verið meira óvissa um
okkar mál, aldrei, sagði Árni. Stjórnvöld
þegja þunnu hljóði og það litla sem frá
þeim kemur er neikvætt í okkar garð.
Svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Menn
vilja breyta lögum um fiskveiðistjórnun,
kollvarpa kerfinu, án þess, að því er
virðist, að meta hvaða afleiðingar það
hefði í för með sér fyrir atvinnusjómenn.
Svo er talað um samráð en þessir menn
virðast ekki vita hvað það orð þýðir.
Ráðuneytið bunar út reglugerðum þar
sem ekkert tillit er tekið til raunveruleik-
ans. Skjóta fyrst en spyrja síðar, það virð-
ist vera taktíkin. Þeir þyrftu hreinlega
sjálfir að prófa að fara á sjóinn og kynn-
ast af eigin raun hversu langt er frá því
að hægt sé að hlýta þeim ákvæðum sem
krafist er frá ráðuneytinu.
Svo eru þeir hálfnaðir að taka af mönn-
um sjómannaafsláttinn. Við gengum á
fund fjármálaráðherra og kröfðumst dag-
peninga, svona í líkingu við það sem
þeir þiggja sjálfir, ásamt öðrum opinber-
um starfsmönnum og fleiri starfshópum
s.s. flugfólki. Svarið var að það væri
ekki í myndinni þar sem velta þurfi
hverjum steini til tekjuauka fyrir ríkið,
en vel var tekið í þá tillögu að kanna
hvað ríkiskassinn yrði af miklum skatt-
tekjum ef sjómenn þyrftu ekki einir
stétta að greiða skatta af fæðis- og fata-
peningum.
Því var lofað af hálfu ráðuneytis-
manna að sett yrði af stað vinna til fá
niðurstöðu í málið. Þrátt fyrir ítrekaðar
fyrirspurnir hefur ekkert komið frá ráðu-
neytinu og berlega ekki merkjanlegur
áhugi til að standa við það sem lofað
hafði verið.
Ræða Árna bar þess öll merki að
hann er orðinn meira en lítið svekktur á
stefnu stjórnvalda, sem raunar hefur ver-
ið á huldu í nokkurn tíma. Sorglegast
væri þó að upplifa ítrekað að í sjálfu
sjávarútvegsráðuneytinu væri ekki að
finna neinn vilja til samráðs við sjó-
menn. Og nú bíða menn á milli vonar og
ótta eftir næsta útspili ráðherrans. Verð-
ur enn á ný lagt til atlögu við fiskveiði-
stjórnunarkerfið með byltingu í huga?
Veiðiheimildir í vaxandi mæli fluttar til
manna sem margir hverjir starfa á öðrum
vettvangi, en telja réttlætismál að fá að
stunda fiskveiðar þótt það hafi í för með
sér að atvinnusjómenn mæli göturnar og
atvinnutæki þeirra liggi verkefnalaus í
höfn.
Eftir að hafa rætt málin vítt og breytt
endaði Árni á þeirri frómu ósk að von-
andi yrði frumvarpið, sem allir bíða eftir
með öndina í hálsinum, ekki í þeim anda
er hann óttaðist.
*
Var svo kosinn þingforseti. Fyrir valinu
varð Guðjón Ármann Einarsson. Þing-
ritarar voru kjörnir Reynir Björnsson og
Harald Holsvik, gamlir refir í því starfi.
*
Næstur á dagskránni átti að vera sjálfur
ráðherrann, Jón Bjarnason, „eða fulltrúi
hans“, eins og sagði í dagskránni. Og
það var „fulltrúi hans“ er tók til máls,
Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri og
talaði á bjartsýnum nótum. Hann vildi
þó ekki segja mikið um nýja frumvarpið,
nema hvað ráðuneytið hefði lagt mikla
vinnu í það, og „ég tel það líklegra til
samkomulags en stóra frumvarpið í
fyrra,“ sagði Sigurgeir léttur í bragði.
*
Sævar Gunnarsson var næstur í ræðustól
og aftur þyngdist yfir mannskapnum.
Sævari varð tíðrætt um hina myrku tíma,
í þrjú ár hefði ríkt óvissa um fiskveiði-
stjórnunina og nauðsynleg þyrlukaup
handa Gæslunni væru ekki afráðin.
Sævar sagðist fúslega viðurkenna að
þegar sáttanefndin var skipuð hefði hann
ekki verið bjartsýnn, svona stór hópur
og mislitur myndi aldrei komast að
neinni niðurstöðu. En það fór á annan
veg, starfshópurinn skilaði af sér fínu
„Óvissan aldrei meiri“
– Frá 45. sambandsþingi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands er fram
fór dagana 24. og 25. nóvember 2011 á Grandhótel í Reykjavík
Árni forseti setur þingið.