Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 4
Það var langt liðið á desember og dagur að kvöldi kominn. Norðaust- an köld golan nísti hafnarrotturnar. Skammdegismyrkrið var algert. Hann spáði vaxandi norðaustan átt en ekki mjög slæmu, allhvössu en ekki meira. Línubátarnir voru teknir að rykkja í tjóðurböndin og reyk lagði frá nýgang- settum vélum. Brátt skyldi haldið í róður, stutt jólafrí var í augsýn, og fáir að sýta það þótt fríið lengdist eitthvað vegna brælu. Svartur til hafsins Á útstíminu fór hann niður í vélarúm, rétt til að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Taktföst slögin hljómuðu frá þýsku átta strokka díselvélinni, hitastig var eðlilegt, olían streymdi upp á dagtanka og engan sjó að sjá í vélarúmi. Fyrsti vél- stjóri átti koju á útstími, það var kominn tími til þess að hann færi að leggja sig. Það var kallað ræs. Báturinn var greinilega kominn á djúpmið, hann ruggaði hægt og letilega á langri  úthafs- öldunni. Reyndar vaggaði báturinn óeðli- lega hægt, fannst honum, þegar var ein- hver sjór var eins og hann ætlaði aldrei að stoppa á hliðarveltunni. Nú var línan byrjuð að renna eftir línurennunni, krókarnir þutu út og hurfu í sjóinn klæddir girnilegur síldar- bitum handa þorskinum. Starf vélstjór- ans var að hnýta á baujur og belgi og koma þeim út á réttum tíma. Aftur var smákría framundan áður en línan skyldi dregin. Kallinn vakti hann, þá var örugglega búið að draga eitt tengsli eða  þrjá bala. Þetta voru fríðindi fyrsta vélstjórans en á móti kom heilmikið stúss og eftirlit með vélbúnaðinum. Nú hallaði að hádegi og línudrætti að ljúka enda snemma byrjað. Stýrimaður- inn leysti hann af við gogginn. Nú átti hann að undirbúa vélarúmið fyrir land- stímið. Því lauk eins og öllum öðrum verkum um borð. Þá var að taka við af skipstjóranum, eins og var vani um borð, á meðan síðustu síðustu línuspottarnir komu inn. Hann horfði í kringum sig. Svakalega hafði úthafsbáran stækkað síðasta klukkutímann. Báturinn stakk sér í ölduna og ekki laust við að gæfi inn á kallana sem voru að ganga frá. Nú var sett á fulla ferð, landstím var hafið. Sérðu,  sagði stýrimaðurinn, fjandi er hann svartur til hafsins. Vélstjóranum leist ekki á þessar veðurhorfur. Hann fór að hugsa um lofræstitúðurnar sem voru niður í vélarúmið, önnur var beint yfir rafmagnstöflunni.  Hann fór með sjóstakkinn niður og batt hann við túðuna og lagði síðan stakkinn niður með rafmagnstöflunni. Svo tók hann aftur við stýrinu. Það var á hans könnu að standa vaktina þegar landstímið hófst en stýrimaðurinn fékk sína kríu. Niður, niður En nú var allt breytt. Skollinn á stormur, já ofsaveður. Vindurinn klippti ofan af öldutoppunum, sjór var alstaðar í loftinu hvert sem litið var, skyggni nánast ekkert. Þeir voru staddir í undarlegri veröld sem hafði ekki sést áður. Vélstjór- inn hafði slegið af. Hálf ferð, meira var ekki hægt að bjóða bátnum. Bæði stýri- maðurinn og skipstjórinn voru komnir í stýrishús. Skyndilega kom mikið högg aftan við bátinn, stýrishúsið nötraði, alda hafði brotnað. Línurennan lagðist saman þessi trausta og mikla völundarsmíð. Áfram var mjakast með gætni. Enginn siglingaljós, sagði kallinn. Gott að geta gert eitthvað, hugsaði vélstjórinn og fór að töflunni sem hýsti öryggin. Hann skrúfaði þau úr, var með ný í vasanum. Allt í einu var eins og risahönd lemdi á síðu bátsins, ýtti honum yfir og niður, niður. Hann hélt dauðahaldi um öryggin og studdi sig við vegginn, nú varð veggur- inn að gólfi sem hallaði frá honum. Hann leit fram eftir stýrishúsinu glugg- arnir höfðu raðað sér lóðrétt, meirihluti glugganna voru umluktir sjó. Hvað er að gerast, hugsaði hann, nei, það getur ekki verið, erum við að fara niður? Hann skrúfaði öryggin á sinn stað. Allt í einu var eins og afl risahandar- innar rénaði, báturinn lyftist upp. Loks- ins, loksins. Jæja, væri ekki ráð að keyra hann upp, sagði stýrimaðurinn. Vélin tók við sér, báturinn hristist af átökum milli vélar og náttúruafla, og komst loks á skrið. Línubalar og annað hafði flotið upp og færst úr stað. Reynt var að laga til og ganga betur frá, einnig skorið á línur sem héngu útbyrðis. Vélstjórinn fór niður í vélarúm. Ekkert hafði aflagast, sú þýska malaði enn af þýskri nákvæmni en sjór bunaði í gegnum sjóstakkinn en til allrar ham- ingju var rafmagnstaflan þurr. Hann fylltist öryggistilfinningu. Ekkert var að, allt var í lagi, ekkert getur komið fyrir. Skiptu yfir á hinn olíutankinn. Skipta yfir! Af hverju ætti hann að gera það? Var ekki næg olía á báðum tönkunum, Guðmundur Einarsson vélstjóri Risahönd ýtti okkur niður 4 – Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.