Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Blaðsíða 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur Vorið 1940 hóf skútan „Solarris“ fraktflutninga og fór hún þrjár ferð- ir með kol frá Englandi til Færeyja og eina til Íslands. Í framhaldi þessa fóru Færeyingar að kaupa fisk á Íslandi og flytja hann á markað í Skotlandi. Stóðu þessir flutningar fram á vetur. Þá var gert hlé en vorið 1941 hófust þeir aftur. Skipið springur Um miðjan ágúst 1941 var „Solarris“ á leið til Íslands í fimmtu ferð sinni þetta ár. Skipið kom undir strendur landsins sunnudaginn 17. ágúst. Dimmviðri birgði fjallasýn og sást lítið annað en brimið, sem gnauðaði við ströndina. Stormur var af land-norðan, sem ekki er óalgengt á þessum slóðum. Skipstjórinn áleit þá vera undan Dala- tanga en var þó ekki viss. Hluta dagsins héldu þeir á „Solarris“ sig við land í þeirri von að hann létti til svo að þeir næðu kennileitum en sú von brást. Skipinu var því lagt frá landi er á kvöld- ið leið. Um miðnætti jókst vindur og skyggnið batnaði en þó ekki nægjanlega mikið til að landtaka yrði reynd. Skipstjórinn segir svo frá: „Ég fór í koju og bað stýrimanninn, sem átti hundavaktina, að hefja siglingu til lands kl. 2.00 um nóttina en fyrir kl. 3:00 dró þoku yfir og var því siglingu hætt og látið reka“ Mánudaginn 18. ágúst kl. 5:00 var sett á ferð og siglt til norðurs og var hugmyndin að taka land norðan vert við Seyðisfjarðarflóa. Skipstjórinn var við stýrið, tveir menn voru fram á skipinu á útkíkki eftir landi, öðrum skip- um eða því sem á sjónum kynni að fljóta. Fjórir menn sváfu neðanþilfars aftur í káetu en vélstjórinn var á leið niður í vélarúm að hyggja að vélinni. Án nokkurs fyrirvara kom gríðarlegur hnykkur á skipið og við hvað ógurleg sprenging. Skipið hafði siglt á tundurdufl eða orðið fyrir tundurskeyti, sem hitti það í eða við stefnið. Hávaðinn frá sprengingunni ómaði enn í hlustum manna er skipið bókstaflega steyptist niður að framan og sökk með ógnar hraða. Ekki þurfti að spyrja að leikslokum þeirra sem í stefni stóðu en tveir þeirra sem sváfu aftur í skipinu komust upp í brúna og út úr henni á björgunarfleka, sem hrokkið hafði fyrir borð við spreng- inguna og flaut við skipshliðina. Annar mannanna var svo heppinn er hann stökk frá borði að koma niður á flothylki úr björgunarbátum og hélt hann flotinu fyrir framan sig á meðan hann synti að flekanum. Án þess að blotna verulega að ofan komst hann á flekann og úrið, sem hann var með brjóstvasanum, stöðvaðist ekki sem kom sér vel fyrir skipbrots- menn síðar. Af skipstjóranum er það að segja að hann festi jakka sinn í læsingarjárni brú- arhurðar þegar hann ætlaði að yfirgefa skipið og sat þar fastur í nokkrar sek- úndur. Svo hratt sökk skipið að þessi litla töf varð til þess að hann nánast flaut upp af skipinu. Þar sem hann svamlaði þarna í sjónum tók hann eftir því að akkeriskeðja skipsins lá þvert yfir bómu afturmasturs og aftan stýrishúss. Þessi sýn segir meira en mörg orð um sprengi- kraftinn. Keðjukassinn var staðsettur aftan stefnis fremst og neðst í skipinu og hefur sprengingin því hent keðjunni eftir því endilöngu og aftur fyrir stýrishús. Þrátt fyrir að skipstjórinn flyti upp af skipinu þá dróst hann ekki niður með soginu. Þar hjálpaði til að hann var sundmaður góður og synti af öllum lífs og sálar kröftum. Þegar skipið var horfið í djúpið var flekinn kominn í um 25 metra fjarlægð en vegna sundfærni sinnar óx skipstjór- anum það ekki í augum. Sundið reyndist honum þó mjög erfitt og gekk það bæði hægt og illa. Það var ekki fyrr en nokkru eftir að hann var kominn á flekann að hann áttaði sig á að hann var í þungum leðurstígvélum, sem drógu hann niður. Svaf sem steinn Staðan var nöturleg. Skipið horfið og með því fimm menn en þrír lifandi á litlum fleka. Á dekki skipsins höfðu staðið tveir bátar og var annar þeirra bundin fastur en hinn var laus. Vonir mannanna voru bundnar við að annar bátanna flyti upp og væri í því ástandi að hann kæmi þeim að notum. En hvorug- um bátnum skaut upp og það eina sem þeir sáu var eitt brotið byrðingsborð. Flekinn flaut vel en róið gátu þeir ekki því engar árar voru um borð og ekkert annað tiltækt til að róa með. Þar að auki var flekinn ferkantaður og illa lagaður til gangs. Hefði hann aftur á móti haft eitt- hvert smá-bátslag og árar, eins og lögun Árni Björn Árnason Björgunarflekinn Úr bókinni Víkingasynir „Úr sjómannsins sögu í kríggstíðini 1939 - 1945“ eftir J. Joensen. Hrakningasaga þriggja manna af skútunni „Solarris“ stytt og endursögð. Solarris, skúta þeirra Færeyinganna, er fórst í ágúst 1941.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.