Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Langir túrar Útgerð Juvel byrjaði ekki vel enda var um hreina tilraunastarfsemi að ræða þar sem svona verksmiðja hafði aldrei áður verið send á haf út. Skipið var að veiðum í eitt og hálft ár áður en tókst að skila afla – eða við ættum frekar að segja afurðum – á land. En þær eru til manneldis og fara í frekari vinnslu hjá lyfja- og efnaframleið- endum sem borga vel fyrir. Svo vel að von- ast er til að skipið fiski fyrir um milljarð norskra króna á næsta ári en sem stendur er skipið í slipp í Uruguay. Um borð eru um 50 manns frá 15 þjóð- löndum en skipið er úti í 60 daga í einu en um viku tekur að sigla á miðin frá löndunarhöfninni Montevideo í Uruguay. „Túrinn gæti tekið skemmri tíma ef verksmiðjan gengi eins og hún er hönnuð til – en þá er miðað við verksmiðju í landi – það gengur bara öðruvísi fyrir sig þegar maður er 1000 km frá siðmenningu þar sem sjólag er stundum vont og um langan veg að sækja varahluti þegar þeir finnast ekki í skipinu sjálfu,“ segir Gunnar. „Síðar þegar búið er að skera hnökrana í burtu, má vel búast við að þjónustuskip sigli með olíu, vistir og mannskap og taki aflann í land – þannig að skipið geti verið við veiðar og vinnslu eins lengi og mögulegt er – enda er vinnudagurinn ansi drjúgur þarna um borð.“ Hvalir og mörgæsir Gunnar viðurkennir að það er stundum erfitt að vera 14.000 km frá heimaslóðum en á móti kemur að þetta er mikið ævintýri og þegar hlutaskipti verða sett á – getur ævintýrið orðið enn stærra. Það er ótrúlegt dýralíf þarna niður frá. Selir og hvalir eru algjörlega óteljandi. Þegar skyggni er gott og veiðin mikil eru hvalirnir í þúsundatali og blásturinn frá þeim skyggir jafnvel á sjóndeildarhringinn og allt í kring vaða mörgæsir í stórum torfum. Á litlum ísjökum liggja selir á melt- unni enda æti ríkulegt. Vissulega freistandi mynd en í bili, að minnsta kosti, finnst Gunnari nóg komið af ævintýrum á heimshöfunum og hefur hafið störf sem markaðsfulltrúi hjá Nano-Ice Europe en fyrir- tækið markaðssetur bakteríu eyðandi efni fyrir uppsjávar- flot-ann og vinnslur í landi, að ógleymdum nýjum krapavél- um sem framleiddar eru í Bandaríkjunum, vel að merkja að íslenskri uppskrift, en þær munu hefja innreið á markað um áramótin. Gott ef Víkingurinn á ekki eftir að færa ykkur nánari fréttir af þessari nýjung og ræða þá öðru sinni við ævintýramanninn Gunnar Inga Halldórsson. Gunnar með sverðfisk í Afríku. Juvel.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.