Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 12
Evrópusambandið er í grunninn friðarsam- band og nágrannaríki okkar í Evrópu eru ekki í neinum vafa um mikilvægi samstarfsins fyrir eigið öryggi. Á friðartímum eru varnarmál ekki efst í huga fólks. Það er ekki fyrr en örygginu er ógnað sem við leiðum flest hugann að því hver merking öryggis er. Og þá verður augljóst að í raun hvílir allt annað á því að við búum við nægilegt öryggi. Þegar stríð er aftur veruleiki í Evrópu verða þjóðarleiðtogar þess vegna að ræða hvaða áhrif breytt heimsmynd hefur á hagsmuni þjóðar. Innrás Rússlands í Úkraínu er blóðug árás á frjálst og fullvalda ríki en hún er um leið árás á alla Evrópu. Það sjáum við birtast í samstöðunni með Úkraínu, efna- hagsþvingunum af áður óþekktum þunga og sögulegum aðgerðum til stuðnings Úkraínu. Samstaðan á Alþingi hefur verið sterk. En eftir stendur að ræða hagsmuni Íslands í kjölfar breyttrar heimsmyndar. Hagsmunamat í breyttum heimi Stríðið hefur haft mikil áhrif á evr- ópsk stjórnmál og hagsmunamat Evrópuþjóða. Finnar og Svíar tóku í kjölfarið sögulegt skref og sóttu um aðild að NATO og þjóðaratkvæða- greiðsla fór fram í Danmörku þar sem danska þjóðin ákvað að taka þátt í varnarsamstarfi Evrópu- sambandsins. Samtal fór fram í nágrannaríkjunum vegna þess að hagsmunir ríkjanna kröfðust þess. Þetta samtal fór ekki bara fram vegna þess að allir stjórnmálaflokk- ar væru allir sammála eins og virðist vera krafa ríkisstjórnarinnar. Það megi bara ræða Evrópumál þegar meirihluti er fyrir því að sækja um aðild á Alþingi. Viðhorf almennings hafa breyst og nú er rúmur helmingur þjóðar- innar hlynntur aðild að Evrópu- sambandinu . St uðning ur v ið aðild er alltaf að aukast og aukast. Árás Rússlands á Úkraínu hefur aukið skilning á að nauðsyn þess að standa vörð um frið og frelsi í Evrópu. Ættu ekki allir stjórn- málaf lokkar að sameinast um að fram fari pólitískt samtal um áhrif stríðsins í Evrópu á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands? Er ekki ástæða til að ræða einmitt núna hvað það þýðir fyrir herlaust smá- ríki að tilheyra NATO en ekki Evr- ópusambandinu? Væri það ekki okkur í hag að ræða hvað frekari Evrópusamvinna þýðir fyrir Ísland og meta kosti og ókosti aðildar út frá því? Á Íslandi hefur samt sem áður engin raunveruleg rökræða átt sér stað um nýja stöðu landsins í breyttum heimi og Evrópumálin hafa litla sem enga umræðu fengið í því samhengi. Þessir grundvallar- hagsmunir eru ekki til umræðu við ríkisstjórnarborðið. Þögnin er engum í hag Svör við stórum spurningum eru ekki endilega einföld en umræðan verður að eiga sér stað á Íslandi eins og annars staðar. Við eigum allt undir því að alþjóðalög séu virt. Þeir stjórnmálaf lokkar sem eru á móti þátttöku Íslands í ESB eiga ekki að forðast þetta samtal eða hræðast það. Þessir f lokkar ættu miklu frekar að fagna rök- ræðunni. Það er fáránlegt að stinga höfðinu bara í sandinn með línum um að umræða um Evrópumál séu ekki á dagskrá. Og að Evrópuhug- sjónin eigi ekki erindi við fólk í landinu. Við ættum að fylgja for- dæmi nágrannaþjóða okkar sem hafa leitað samráðs við almenning og tekið þýðingarmikil skref til að tryggja betur eigin hagsmuni. Afstaða Viðreisnar er að hags- munum íslensku þjóðarinnar sé betur borgið í nánara samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir innan Evr- ópusambandsins – þaðan sem svo margar réttarbætur hafa þegar komið. Meira efnahags- og við- skiptasamstarf myndi hafa mikla þýðingu fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu og á þessum óvissutímum skiptir öllu máli að efla samvinnu á á sviði öryggis- og varnarmála. Við getum styrkt stöðu okkar innan NATO á sama tíma og við ef lum samstarf okkar við þjóðirnar innan Evrópusambandsins. Eitt útilokar ekki annað í þessu samhengi heldur þvert á móti. Við höfum talað fyr- ir því að taka þetta síðasta skref með fullri aðild Íslands að Evrópu- sambandinu en um leið er afstaða okkar alveg skýr um að þessa stóru ákvörðun á þjóðin sjálf að taka. Við viljum að þjóðin fái að meta og ákveða það sjálf hvort hún telur hagsmunum sínum betur borgið þar inni eða fyrir utan. Mikilvægi samvinnunnar Eftir síðari heimsstyrjöld skildu lýðræðisþjóðirnar að friður yrði ekki bara tryggður með hervörnum heldur líka einfaldlega með náinni samvinnu. Það gerir Evrópuhug- sjónina svo fallega. Evrópusam- vinnan hefur tryggt Evrópu frið í áratugi. Evrópusambandið er í grunninn friðarsamband og nágrannaríki okkar í Evrópu eru ekki í neinum vafa um mikilvægi samstarfsins fyrir eigið öryggi. Nágrannaríki Rússlands í Evrópu sem núna sækjast eftir aðild skilja það líka. Samtalið um hagsmuna- mat hefur farið fram í nágranna- ríkjunum. Það hefur styrkt stöðu þessara ríkja sem nú starfa eftir skýrari stefnu en áður. Þar heyrist ekki að þjóðaratkvæðagreiðslur séu tóm vandræði eins og hér hefur verið sagt. Hvað er svona hættulegt við umræðuna? Eða við það að þjóðin fái að taka ákvörðun í þjóðarat- kvæðagreiðslu? Það er þvert á móti þögnin sem er hættuleg. Er ekki bara best að treysta þjóðinni? n Er ekki bara best að treysta þjóðinni? Grein þessi er í framhaldi af grein minni sem birtist 23. ágúst og er til að sýna fram á fáránlegar og rangar ályktanir hagfræðiprófessors í grein hans 17. ágúst. Þar setur prófessorinn fram umfangsmikla samsæriskenningu og segir: „Það er freistandi að álykta sem svo að sjávarútvegsfyrirtækin hafi valið að horfa fram hjá leið- beiningum Alþjóðareikningsskil- aráðsins vegna þeirra skattalegu afleiðinga sem rétt meðferð úthlut- unar af laheimilda í ársreikningi hefði ella haft. Endurskoðendur fyrirtækjanna hafa síðan blessað þessa aðferðafræði stjórnenda fyrir- tækjanna með áritun sinni, vissu- lega með góðri aðstoð Alþingis.“ Í raun liggja skattyfirvöld hér undir ásökun um að hafa sett kíkinn fyrir blinda augað og haft af íslenska ríkinu tugi milljarða í skattfé og þannig aðstoðað skatt- þegna við stórfelld skattundanskot. Íslensk lög gilda um skattlagningu hér á landi en ekki alþjóðlegur stað- all. Af hverju er svona „freistandi“ fyrir hagfræðiprófessor að álykta á þennan veg? Samsæri prófessorsins krefst þátttöku mikils fjölda manna og lýsir vel glórulausu hugarfari hans. Í grein sinni segir prófessorinn í umfjöllun um eignfærðar keyptar af laheimildir: „Þegar varanlegar af laheimildir eru seldar lækkar þessi tala. Vegna þess að úthlutaðar aflaheimildir eru ekki tilgreindar á þessum lið gæti sú staða komið upp að varanlegar af laheimildir væru neikvæð stærð í efnahagsreikningi sjávarútvegsfyrirtækis í fullum rekstri! Ekki mikil skynsemi í slíkri reikningsfærslu.“ Vanþekking hagfræðiprófess- orsins á bókhaldi er slík að hann veit ekki það grundvallaratriði að það myndast hagnaður eða tap í rekstrarreikningi við sölu eigna þegar söluverð er annað en þær eru bókaðar á, en aldrei neikvæð stærð í efnahag! Jafnvel þegar prófessorinn kemst réttilega að þeirri niðurstöðu að ekki væri mikil skynsemi í ályktun sinni þá hvarf lar samt ekki að honum að ályktunin sé röng. Hvar er fræðimennskan? Í grein sinni 15. júlí hélt prófessor- inn því fram að eignfæra ætti eignir á markaðsverði í efnahagsreikningi þannig að bókfært eigið fé sýndi raunvirði félaga því annars væri ársreikningur rangur. Flestar álykt- anir og ásakanir hans í greininni og næstu greinum byggðu meðal ann- ars á þeirri ranghugmynd hans. Þegar honum var bent á að þetta væri misskilningur hjá honum og meðal annars að eitt verðmætasta félag í heimi, Apple Inc., færir ekki eignir sínar á markaðsverði í efna- hagsreikningi frekar en önnur þá er það skyndilega engin nauðsyn, enda liggi markaðsverð eigna Apple ekki fyrir og þær séu svo sérstakar. Staðreyndin er að ef félög mættu færa allar eignir sínar á markaðs- verði þannig að bókfært eigið fé sýni raunvirði þá væri það einfald- ast fyrir fyrirtæki sem eru skráð á hlutabréfamarkaði þar sem mark- aðurinn metur virði félagsins og þar af leiðandi rekstrarvirði eigna þess. Prófessorinn vill að íslensk félög, að minnsta kosti sjávarútvegs- félög, stundi þá fjárglæfra að meta eignir þannig að bókfært eigið fé sé stórkostlega ofmetið miðað við rekstrarvirði þeirra. Sala slíks félags á raunvirði telur hann vera gjöf til kaupanda. Ótrúlega ófagleg afstaða, raunar rugl. Slík skapandi reikningsskil (crea- tive accounting) voru einfaldlega bönnuð í Bandaríkjunum og víðar eftir hlutabréfahrunið mikla 1929. En prófessorinn þykist vita betur. Hefði hann kynnt sér málið hefði hann áttað sig á hversu langt reikn- ingsskilastaðlasmiðir eru frá því að heimila að óefnisleg réttindi séu bókfærð á markaðsverði. Banda- rískir reikningsskilastaðlar heimila ekki einu sinni eignfærslu kostnaðar við þróun óefnislegra eigna innan fyrirtækja, þrátt fyrir að alþjóð- legir reikningsskilastaðlar heimili slíkt að uppfylltum ströngum skil- yrðum. Prófessorinn fullyrðir að eftir árið 1997 hafi ekki verið heim- ilt að afskrifa af laheimildir. Enn opinberar hann vanþekkingu sína. Umrædd breyting var á skattalögum en ekki á reikningsskilareglum sem er sitthvað. Honum virðist einnig ókunnugt um virðisrýrnunarpróf og niðurfærslur (afskrift) aflaheimilda ef rekstur félags stendur ekki undir bókfærðu verði þeirra eða þegar veiðar á ákveðinni fisktegund eru gefnar frjálsar og takmarkandi afla- hlutdeild felld niður. Prófessorinn telur að tonn af þorski sem hefur að einhverjum hlut verið afskrifað í bókhaldi sé allt annað en tonn af þorski sem ekkert hefur verið afskrifað, segir þar epli lögð að jöfnu við appels- ínur og það sé „absúrd“. Þrátt fyrir þessa fullyrðingu prófessorsins leggur hann í opinberri umræðu ítrekað að jöfnu olíuvinnslu í Nor- egi og fiskveiðar á Íslandi og finnst það ekki „absúrd“. Undarleg vísindi það. Af hverju skyldi prófessorinn fullyrða að ég sé endurskoðandi Vísis hf. þó hann viti betur? Ég hef ekkert komið nálægt vinnu fyrir það félag eða hluthafa þess í 5 ár. Prófessorinn kveðst vera ein- faldur og með leiðinlegt tuð og vissulega er hér loksins komið eitt- hvað sem hægt er að fallast á með honum. Það er einnig hægt að fallast á með honum að gott geti verið að horfa á skemmtiefni á YouTube þar sem prófessorinn styður það að koma yfir á íslenskan almenning skuldaklafa Icesave sem nokkrir starfsmenn einkafyrirtækis stofn- uðu til erlendis. Hann sparaði þar ekki stóru orðin frekar en endra- nær. Íslensk þjóð getur þakkað fyrir að hans „góðu“ ráð voru ekki þegin. n Bull og blekkingar – framhald Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsd óttir þingmaður Viðreisnar Birkir Leósson endurskoðandi 12 Skoðun 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.