Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 8
Heilt yfir séð hefur
þetta sumar verið kalt
og úrkomusamt, meira
en gengur og gerist
Sigurður Þ.
Ragnarsson,
veðurfræðingur
Eftir sumar sem einkenndist
helst af kulda og rigningu
má búast við að spennandi
tíð með hlýindum komi til
landsins í september. Frétta-
blaðið fékk tvo veðurfræð-
inga til að spá í spilin og fara
aðeins yfir sumarið, sem er
þó ekki alveg búið.
ragnarjon@frettabladid.is
VEÐUR Höfuðdagur var í gær, þann
29. ágúst, og hefur lengi verið sú
þjóðtrú að með höfuðdegi komi
fram veðurbreytingar sem haldist
næstu þrjár vikur á eftir. Yfirleitt var
trúin sú að hefði veður verið þrá-
látt með einhverjum hætti myndi
höfuðdagur bera breytingar á því
í skauti sér. Fréttablaðið fékk tvo
veðurfræðinga til að lesa í skýin og
meta það sem af er sumri.
„Það er misjafnt hvað fólk telur
vera gott sumar en oftast er fólk að
spá í hita, úrkomu og sólskin,“ segir
Sigurður Þ. Ragnarsson, yfirleitt
þekktur sem Siggi stormur. „Það
má kannski segja að þetta sumar
hafi verið í lakari kantinum þó fram
undan séu spennandi hlýindi þegar
horft er aðeins inn í september,“
segir Sigurður og bendir á að sum-
arið sé hvergi nærri búið enda teljist
september vera sumarmánuður.
Ef horft er yfir sumarið í heild
segir Sigurður það hafa verið nokk-
uð úrkomusamt og bendir hann
fyrst á júní.
„Úrkomudagar í Reykjavík í júní
voru 18 talsins sem skiluðu 66 milli-
metra úrkomu sem er yfir 52 pró-
sentum meira en í meðalári. Í fyrra
í sama mánuði voru úrkomudag-
arnir 20 en skiluðu aðeins 39 milli-
metrum af úrkomu,“ segir Sigurður
og svipaða sögu sé að segja frá Akur-
eyri. „Þar voru úrkomudagarnir 21
Segja að horfa megi til betri tíðar
eftir höfuðdag hvað veðrið varðar
Einar Svein-
björnsson,
veðurfræðingur
thorgrimur@frettabladid.is
RÚSSLAND Talið er að Sergej Shojgú,
varnarmálaráðherra Rússlands,
hafi að mestu verið ýtt til hliðar frá
ákvarðanatöku í málefnum sem
tengjast innrás Rússa í Úkraínu.
Breska varnarmálaráðuneytið hafði
í gær eftir óháðum rússneskum fjöl-
miðlum að Vladímír Pútín Rúss-
landsforseti tæki nú við skýrslum
af vígvellinum frá herforingjum
sínum án milligöngu Shojgú.
Shojgú hefur verið varnarmála-
ráðherra frá árinu 2012 og var áður
ráðherra neyðarástandsmála frá
1991 til 2012. Lengi hefur mikil
áhersla verið lögð á vináttu Shojgú
og Pútíns, sem fara gjarnan saman í
frí og hafa birt myndir af sér í fjall-
göngum, á veiðum og á göngu um
rússneska barrskógabeltið.
Nú kann Shojgú hins vegar að
vera að súpa seyðið af takmörk-
uðum árangri rússneska hersins í
Úkraínu. n
Ráðherra ýtt til
hliðar af Pútín
Góðvinirnir Pútín og Shojgú. Seina-
gangur í innrásinni kann að hafa
valdið því að vináttan hefur kólnað.
thorgrimur@frettabladid.is
PAKISTAN Tala staðfestra dauðsfalla
í Pakistan frá því í júní vegna ham-
faraflóða þar í landi fór í gær yfir eitt
þúsund. Ríkisstjórn landsins hefur
lýst yfir neyðarástandi og biðlað til
alþjóðasamfélagsins um neyðar-
hjálp. Sherry Rehman, loftslagsráð-
herra Pakistan, varaði við því að allt
að þriðjungur landsins gæti farið
undir vatn.
„Við erum þessa stundina í miðju
öfgakenndra veðurfyrirbrigða,
óþrjótandi raða hitabylgna, skógar-
elda, skyndiflóða, jökulvatnshlaupa
og f lóða af öðrum toga,“ sagði
Rehman.
Rehman tengdi hamfarirnar
við loftslagsbreytingar og benti á
að hlýnandi loftslag hefði hraðað
bráðnun jökla í Pakistan og þannig
margfaldað áhrif úrhellisrigningar.
Samkvæmt pakistönskum stjórn-
völdum hafa að minnsta kosti
700.000 heimili verið lögð í rúst
vegna flóðanna. Auk þeirra rúmlega
þúsund sem hafa látist hafi milljón-
ir hrakist á vergang. Fyrsta erlenda
neyðarhjálpin kom til Pakistan á
sunnudaginn með f lugvélum frá
Tyrklandi og Sameinuðu arabísku
furstadæmunum. Þær báru meðal
annars tjöld, matvæli og aðrar
nauðsynjavörur. Rauði hálfmán-
inn í Katar hefur einnig lofað því að
koma með hjálpargögn. n
Yfir þúsund látin
af völdum flóða
Pakistanar ösla í gegnum vatn eftir
úrhellisrigningu í Kamber Shahdad-
kot-umdæminu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Fýluferð í Flórída
Hætt var við geimskot Artemis-áætlunarinnar sem fara átti fram í gær. Fjöldi fólks var mættur að Kennedy-geimmiðstöðinni í Flórídafylki til að fylgjast með
skotinu en hætt var við það 40 mínútum áður en það átti að gerast. Bilun varð í einum af fjórum hreyflum eldflaugarinnar á Orion-geimfarinu sem er ómann-
að. Ekki verður hægt að skjóta flauginni á loft fyrr en á föstudag. Prófanir á hreyflum munu ráða því hvort það verði gert. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
núna í júlí en 8 í fyrra. Í ár skiluðu
þeir 47,5 millimetrum af sér en 12
millimetrum í fyrra,“ segir Sigurður.
„Heilt yfir séð hefur þetta sumar
verið kalt og úrkomusamt, meira en
gengur og gerist,“ segir Sigurður.
Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur tekur í sama streng og
segir að vissulega hafi sumarið verið
nokkuð rysjótt.
„Það er þessi þráláti kuldapollur
í háloftunum sem hefur stjórnað
veðrinu hérna og gert það að
verkum að ansi svalir dagar koma
inn á milli. Hlýju dagana hefur svo
eiginlega alveg vantað þangað til
nú,“ segir Einar sem segir hlýindi
á leiðinni og bendir á að hjátrúin á
höfuðdag eigi sér ákveðna vísinda-
lega skírskotun.
„Hjátrúin var sú að á höfuðdegi
yrðu breytingar og ef veður var þrá-
látt með einhverjum hætti vikurnar
á undan að þá kæmu fram breyting-
ar þennan dag,“ segir Einar. „Það á
sér alveg vísindalega skírskotun. Því
um þetta leyti eða síðustu dagana
í ágúst þá byrja vestanvindarnir í
háloftunum að herða á sér.“ n
Sólskinsdag-
arnir voru fáir
í júní og júlí en
september gæti
komið á óvart.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
8 Fréttir 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ