Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 15
Húsasmiðjan býður upp á gríðarlegt úrval snjall- lausna fyrir heimili. Hægt er að snjallvæða heimilið frá A-Ö eftir heimsókn þangað. Markmið Húsasmiðjunnar er að vera með besta úrval landsins af snjalllausnum. Húsasmiðjan setur snjalllausnir á oddinn og ætlar sér að taka forystu í snjallvæðingu heimilisins. Snjall- lýsing frá Phillips hefur verið seld í Húsasmiðjunni frá árinu 2018 og sífellt bætist við vöruúrvalið, að sögn Eggerts Gottskálkssonar vörustjóra hjá Húsasmiðjunni. „Við erum með tvær línur í snjalllýsingu frá Phillips, þær heita Hue og Wiz. Hue er flaggskipið í þessum vörum og býður upp á marga möguleika eins og sam- tengingar við sjónvörp og Spotify. Wiz er aftur á móti einfaldara og er meira keypt af yngra fólki,“ útskýrir hann. Spurður að því hver helsti munurinn sé á þessum tveimur vöruflokkum segir hann að Wiz sé frekar hugsað fyrir ein- faldar aðgerðir eins og að kveikja, slökkva og stilla birtustig en að Hue bjóði upp á fjölbreyttari still- ingarmöguleika. Óteljandi stillingarmöguleikar „Með samtengingu við Spotify og sjónvarp er til dæmis hægt að láta ljósin breytast í takt við tónlist, sem er skemmtilegt í barnaher- bergjum, eða ef þú ert að halda veislu. Það er líka hægt að tíma- stilla ljósin, til dæmis þannig að þau kvikni og slökkni alltaf ákveðnum tímum. Það er hægt bæði með Hue og Wiz. Þú getur til dæmis stillt ljósin þannig að þau kvikni alltaf inni á baðherberginu á ákveðnum tímum á nóttunni þannig að það líti út fyrir að þú sért að fara á klósettið ef þú ert ekki heima,“ segir hann. „Þá er hægt að stilla það þannig að það gerist ekki alltaf á sama tíma, kannski kvikna þau eina nóttina klukkan þrjú og næstu korter yfir þrjú. Ef einhver er að fylgjast með húsinu þínu þá grunar hann síður að enginn sé heima ef ljósin kvikna á mismunandi tímum. Ef þú hefur séð Home Alone þá veistu að þú þarft að Snjallvæðing heimilisins hefst í Húsasmiðjunni  Eggert segir að Húsasmiðjan í Skútuvogi sé með eitt mesta úrval af Philips snjallperum í allri Skand- inavíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Hægt er að kaupa bæði inni- og útiljós, perur og ljóskastara, lampa og loft- ljós af öllum stærðum og gerðum í snjallljósalínu Philips Hue. Í stærri verslunum Húsasmiðjunnar eru ljósin uppsett og hægt að sjá með eigin augum hvernig þau virka. Í september er tilboð á start- pakka frá Philips Hue. passa þig á því,“ segir hann og hlær. Stillimöguleikarnir fyrir ljósin eru óteljandi. Auk þess að tíma- setja þau eða tengja við önnur öpp eins og Spotify, er hægt að stilla mismunandi liti og birtu á ákveðnum tímum dags. Það er meðal annars hægt að stilla ljósin á morgnana þannig að þau líki eftir sólarupprás. „Það er hægt að stilla á hvíta birtu, sem líkist dagsbirtu. Þá eru ljósin svipuð og í lömpum sem hafa verið notaðir gegn skamm- degisþunglyndi. Þú getur stillt ljósin á morgnana þannig að birtan eykst smám saman þar til dagsbirta er komin inn í svefn- herbergið. Ég hefði ekki trúað því sjálfur fyrr en ég prófaði þetta, en þetta auðveldar manni gríðar- lega að vakna á morgnana, sérstaklega í skammdeginu,“ segir Eggert. Einfalt í notkun Ljósunum er hægt að stjórna á einfaldan hátt í gegnum app í símanum. Einnig er hægt að tengja þau við Google home eða Alexu. Perurnar eru einfald- lega settar í þá lampa og ljósastæði sem fyrir eru á heimilinu. „Viðmótið á appinu er mjög neytendavænt svo allir geti lært að nota það. Þetta er neytendavara og hver og einn á að geta opnað pakkann, sett peruna í og fengið hana til að virka án þess að nota tæknimann. Appið sér svo um alla stýringu á ljósum heimilisins,“ segir Eggert. „Það er hægt að kaupa start- pakka frá Hue en inni í honum eru nokkrar perur og brú sem þú stingur í samband við netbeini. Brúin sér til þess að öll ljósin tali við Philips Hue appið. Við verðum með sérstakt tilboð á startpakk- anum núna í september.“ Eggert segir að snjallperur séu framtíðin í öllum perum. „Það verður þannig í framtíðinni að öll ljós á heimilinu verða stillanleg með appi. Þú þarft ekki einu sinni að vera heima hjá þér þegar þú stillir ljósin. Þú getur verið hvar sem er í heiminum og stýrt ljósunum heima hjá þér,“ segir hann og bætir við að fyllsta öryggis hafi verið gætt við gerð appsins og ekki sé hægt að hakka sig inn í það. Gríðarlegt úrval Eggert segir Húsasmiðjuna eiga gríðarlegt úrval af snjallljósum frá Philips, bæði perum og lömpum, inniljósum og útiljósum. „Ég held að ég geti fullyrt að við séum með eitt mesta úrvalið af Hue ljósum í allri Skandinavíu, hér í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. En við erum með gott úrval í öllum verslunum Húsasmiðjunnar,“ segir hann. „Við erum einnig með gott úrval af öðrum snjalllausnum, eins og myndavélum, reykskynjurum, hurðaskynjurum, hitaskynjurum á grillið og fleira. Þú getur snjallvætt heimilið frá A-Ö í Húsasmiðjunni.“ Í stærri verslunum Húsasmiðj- unnar eru ljósin uppsett og hægt að sjá með eigin augum hvernig þau virka og viðskiptavinir geta prófað að stjórna ljósunum sjálfir. Þar er einnig starfsfólk sem er boðið og búið að aðstoða viðskiptavini við að velja réttu ljósin fyrir heimilið. n Nánari upplýsingar á husa.is ALLT kynningarblað 3ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2022 Lý s i n g

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.