Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 48
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025
Fáir málaflokkar hafa tekið jafn
miklum breytingum undanfarna
áratugi og málefni leikskólanna.
Til upprifjunar má benda á að
eitt af forgangsmálum R-listans á
sínum tíma var tryggð dagvistun
barna allan daginn frá tveggja ára
aldri. Stefnumál sem gjörbreytti
lífskjörum barnafjölskyldna og var
forsenda fyrir fullri atvinnuþátt-
töku kvenna.
Stjórnmál og áherslumál fram-
tíðarinnar hafa einmitt oft ein-
kennt pólitík í Reykjavík – undan-
fari stjórnmála gærdagsins.
Nú virðist Reykjavík hins vegar
vera í kröggum í þessum mála-
flokki. En ráðaleysið er ekki
staðbundið við Reykjavík, mála-
flokkurinn er orðinn of krefjandi
fyrir öll stærri sveitarfélög.
Staðreyndin er sú að leikskólinn
hefur þanist út að umfangi og
mikilvægi á undraskömmum tíma
og fellur í dag auðveldlega undir
skilgreiningar á grunnþjónustu
sem allar barnafjölskyldur verða að
eiga rétt á. Þjónusta sem tekur við
að loknu fæðingarorlofi. Grunn-
þjónusta sem sveitarfélög geta sinnt
eins vel og kröfur standa til um.
Stjórnmál þurfa að snúast um
hugrakkar lausnir til að bæta líf
og umhverfi fólksins. Með það að
leiðarljósi hlýtur umræðan að fara
að snúast um að Alþingi skilgreini
leikskóla sem fyrsta námsstig með
lögum og beiti sér fyrir fjölgun leik-
skólakennara. Jafna þarf kjör leik-
skólakennara á við kennara á öllum
skólastigum og veita sveitarfélög-
um nægilegt fjármagn til að sinna
áðurnefndri lagaskyldu. Í þessu
samhengi er umræða um lækkun á
skólaskyldualdri nauðsynleg.
Fyrst og fremst snýr þetta að
viðurkenningu á því að leikskólar
eru eldstó samfélaganna, grunn-
þjónusta hvar menntun barna hefst
– upphafsreitur skólagöngunnar. ■
Eldstó samfélagsins
Péturs Georgs
Markan
■ Bakþankar
G E R I Ð G Æ Ð A - O G V E R Ð S A M A N B U R Ð
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUR OG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVAL AF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
ENGJATEIGI 17-19,
REYKJAVÍK
S:581 2233
BALDURSNESI 6,
AKUREYRI
S: 461 1150
OPIÐ:
VIRKA DAGA.......KL. 10:00 -18:00
LAUGARDAGA....KL. 12:00 - 16:00
UMBOÐSAÐILAR:
HÚSGAGNAVAL, HÖFN Í HF.
BARA SNILLD, EGILSSTAÐIR
Svefn heilsa&
VERSLANIR:
FRÍTT
ALLAN HRINGINN
KAFFI