Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 16
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Berglind Berndsen innan- hússarkitekt hefur ástríðu fyrir vinnunni sinni og fjölbreytileika verkefna. Það á meðal annars við þegar kemur að því að ná fram réttri lýsingu í hverju rými og segir Berglind að það geti skipt sköpum fyrir lífsgæði fólks að vera með rétta lýsingu, bæði heima og í vinnuumhverfi þess. „Það eru alltaf nýjar áskoranir með hverju verkefni sem eru ólík hverju sinni. Mjög gefandi og skemmtilegt starf en jafnframt mjög krefjandi,“ segir Berglind sem hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún tekur sér fyrir hendur. Berglind er innanhússarkitekt FHI og er sjálfstætt starfandi með sitt eigið fyrirtæki. Hún lauk mast- ersgráðu í innanhússarkitektúr frá Fachochschule Trier í Þýskalandi 2007 og M.Art.Ed. gráðu frá Lista- háskóla Íslands 2012. Berglind er afar metnaðarfull í starfi sínu og vandar til verka í hvívetna til að ná sem bestri útkomu í allri hönnun í samráði við viðskiptavini og sam- starfsaðila. Þess bera að geta að Berglind vinnur nánast alla lýsingarhönn- un í nánu samstarfi og í samvinnu við Inga og Eirík hjá Lúmex. „Þeir eru miklir fagmenn á sínu sviði og einstakt að vinna með þeim,“ segir hún. Þegar kemur að því að hanna rými, hvort sem það er heimili eða Lýsing gegnir lykilhlutverki í hönnun Berglind Bernd- sen innanhúss- arkitekt segir að það geti skipt sköpum fyrir lífsgæði fólks að vera með rétta lýsingu. Stofan er oft mest notaða rými heimilisins og gegnir marg- þættu hlutverki og gerir fjöl- breyttar kröfur til mismunandi lýsingar. Falleg lýsing í stofunni. MYNDIR/GUNNAR SVERRISSON fyrirtæki, skiptir sköpum að huga að lýsingu alla leið? „Já, klárlega. Lýsing hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks hvort sem þú ert heima hjá þér eða í vinnunni og það skiptir miklu máli að ná fram réttri lýsingu í hverju rými fyrir sig svo fólki líði vel í umhverfi sínu. Gott vinnuumhverfi er hvetjandi fyrir starfsmenn og eykur almenna vellíðan og því mikilvægt að huga að góðri vinnulýsingu fyrir starfs- fólk fyrirtækja.“ Lýsing þarf að vera heillandi „Rétt birta og rétt hönnun lýsingar skiptir öllu máli og hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks eins og ég nefndi áðan. Lýsing gegnir lykil- hlutverki í hönnun. Hvort sem er innan- eða utanhúss. Lýsing skap- ar líf okkar. Fæstir leiða hugann að því hvaða áhrif birta og lýsing hefur á almenna líðan okkar en hún gegnir lykilhlutverki í líðan okkar allra. Lýsing þarf að vera heillandi, til dæmis vel hönnuð útilýsing gerir mikið fyrir bygg- ingar og umhverfi þeirra með því að draga fram ákveðna hluti eða form með samspili ljóss og skugga og vel hönnuð innilýsing skapar heildstæðan blæ á heimilum og mótar góða stemningu og gott andrúmsloft.“ Berglind segir að samspil nátt- úrulegrar birtu og lýsingar sé mjög mikilvægt og það hafi hún ávallt í huga þegar hún hannar og innréttar. „Við þurfum að nýta dagsbirtuna eins vel og lengi og hægt er og í framhaldi tekur lýsingin við. Lýsing má ekki vera þannig að hún trufli fólk eða valdi því vanlíðan, huga þarf því vel að því hvernig ljós eru valin fyrir ákveðin rými. Fólk skynjar ekki endilega hvað gerir góða lýsingu en maður upplifir hana og því skiptir miklu máli að velja rétta ljósið fyrir réttan stað til að skapa réttu stemninguna, hvort sem það er góð vinnulýsing eða notaleg stemninglýsing.“ Lampar og loftljós lífstíðareign Þegar velja á lýsingu í stofu hvað er það sem vert er að hafa í huga? „Stofan er oft mest notaða rými heimilisins og gegnir margþættu hlutverki og gerir því fjölbreyttar kröfur til mismunandi lýsingar og því mjög mikilvægt að geta stjórnað lýsingunni vel til að ná fram réttu stemningunni. Það fer eftir stærð stofunnar hvernig lýsing hentar best en kastarar á brautum eða látlaus innfelld ljós í loftinu henta vel í stofu til að lýsa sérstaklega upp myndir eða málverk á veggjum. Stand- lampar og borðlampar skapa svo notalega stemningu á móti. Bæði standlampar og loftljós geta verið lífstíðareign og því er nauðsynlegt að vanda vel valið á þeim.“ Vinnulýsing í eldhúsi lykilatriði En þegar kemur að því að velja lýsingu í eldhúsi þegar við hugum að vinnulýsingu og stemnings- lýsingu? „Eldhúsið er einn mikilvægasti vinnustaður heimilisins og notað í fjölbreyttum tilgangi margar klukkustundir á dag. Þess vegna er mjög mikilvægt að hanna góða og skilvirka vinnulýsingu og huga í leiðinni að góðri stemnings- lýsingu. Góð vinnulýsing skiptir gríðar- miklu máli upp á heildarhönnun í eldhúsum. Innfelld ljós undir efri skápum eða í tækjaskápum eru þýðingarmikil til að lýsa beint niður á vinnuborð. Kastarar eða innbyggð loftljós henta mjög vel í eldhúsum og yfir eyjur. Hangandi ljós henta einnig vel yfir eyjur til að brjóta upp stemninguna. Einnig nota ég veggljós orðið mikið upp á fallega og notalega stemningu.“ Aðspurð segir Berglind að lita- og efnisval skipti líka máli í rými þegar kemur að því að velja lýsingu. „Því bjartari sem rýmin eru því auðveldara er að vinna með lýsinguna og þess heldur mikil- vægt að hanna góða lýsingu í þeim rýmum þar sem birtan er ekki mikil eða efnisvalið dökkt.“ Þegar velja á lýsingu inn á bað- herbergi, hvað ber að hafa í huga? „Góð vinnu- og stemningslýsing skiptir gríðarlega miklu máli við hönnun baðherbergja til að skapa réttu stemninguna. Lýsing á bað- herbergjum þarf að vera aðlaðandi óháð birtustigi. Lýsing á baðher- bergi á að sýna form og húðliti á eðlilegan hátt og mikilvægt að hanna fallega og góða vinnulýsingu og því nauðsynlegt að geta stjórnað lýsingunni með dimmerum. Eins er mikilvægt að sturtusvæðið sé með auka lýsingu sem gleymist oft. Stemningslýsing er ekki síður mikilvæg sem hægt er að kalla fram með fallegri baklýsingu eða vegglýsingu til að ná fram þessari notalegu spa-stemningu.“ n Síðumúla 25 · 108 Reykjavík · 555 4440 Falleg hönnun Schuller Collection Kynntu þér úrvalið á fallegt.is 4 kynningarblað A L LT 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURLý s i n g

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.