Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 34
Í alþjóðlegri könn-
un sem gerð var
árið 2018 af Staples
sögðu yfir 80% starfs-
manna á skrifstofum
mikilvægt að hafa góða
lýsingu. Umhverfið
skiptir miklu máli og
ekki síst lýsingin sem
hefur mikil áhrif á fram-
leiðni og sköpunargáfu.
Góð lýsing er mikilvægur
þáttur í vinnuumhverfinu og
minnkar hættuna á vöðva-
spennu og augnþreytu. Rétt
lýsing er skilyrði þess að
hægt sé að vinna í þægilegri
stöðu. Þegar vinnustaður
er skipulagður þarf að meta
hversu mikil lýsing er nauð-
synleg og hvers konar ljós-
gjafar henta best.
elin@frettabladid.is
Þetta kemur fram á vef Vinnueftir-
litsins. Þar segir einnig að stað-
setning ljósgjafa eigi að ákveða
eftir að vinnuumhverfið hefur
verið skipulagt. Ef ekki hefur verið
vandað nægilega til lýsingar í upp-
hafi eða aðstæður breytast þarf að
endurskoða lýsinguna.
Rétt lýsing, hvort sem er í skrif-
stofu- eða iðnaðarhúsnæði, er afar
mikilvæg. Viðeigandi lýsing, án
glampa eða skugga, getur dregið
úr þreytu í augum og höfuðverk
en einnig komið í veg fyrir atvik á
vinnustað með því að auka sýni-
leika hluta á hreyfingu og hindrað
þannig slys og óhöpp, segir enn
fremur á vef Vinnueftirlitsins.
„Mikilvægt er að hafa þægilega
almenna lýsingu og möguleika
á sérlýsingu eða auka birtustigið
eftir þörfum hvers og eins.“ Þá
er einnig vert að muna að með
aldrinum breytist sjónin og þörfin
fyrir lýsingu eykst.
Tölvan gegn glugga
Tölvuskjárinn ætti alltaf að vera
staðsettur þannig að dagsljós
komi frá hlið. Ef birta er of mikil
verður erfiðara að lesa á skjáinn.
Stilla þarf tölvuskjánum upp gegnt
glugganum þannig að dagsbirtan
skíni ekki í augun og heldur ekki
þannig að skjárinn snúi að glugg-
anum. Þegar sólin skín á skjáinn
verður endurkast.
Góð lýsing er sömuleiðis mikil-
væg í dimmustu mánuðum hér
á landi. Það á bæði við á vinnu-
stöðum og á heimilum. Þegar fólk
vinnur við tölvuskjá þarf það að
huga að lýsingunni.
Á skrifstofu- og tölvuvinnustöð-
um þarf að vera aðgengi að bæði
viðeigandi almennri lýsingu og
rýmislýsingu. Ef fólk hefur aðgang
að góðum ljósmæli getur það fund-
ið út birtuskilyrði í fundarherbergi
og á skrifstofunni sem ætti að vera
500 lúx (ráðlögð birtugildi) á við-
komandi vinnuborði. Ef lúx-gildin
Góð lýsing eykur
einbeitingu og
starfsvilja
Lýsing á vinnu-
stöðum þarf
að vera þannig
að fólki líði vel
í umhverfinu.
Of sterk eða
of dauf lýsing
getur skapað
höfuðverk og
þreytu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Ekki þarf að vera
sama lýsing í
vinnurými og til
dæmis í kaffi-
stofu.
Tölvur eiga að
snúa til hliðar
við gluggabirtu.
eru nokkuð mismunandi getur
lýsingin samt virkað þokkalega.
Það getur verið flókið að ná góðri
lýsingu á heimaskrifstofu nema að
fá lýsingarhönnuð í ráðgjöf. Forð-
ast skal endurkast á skjánum og
beina lýsingu að vinnuborðinu.
Skipta skal út gömlum ljósaper-
um og flúrperum fyrir sparperur.
Þær gefa dempaðra ljós og spara
rafmagnið. Þú færð betri og skil-
virkari lýsingu og meiri vellíðan í
starfi. Hefðbundnar glóperur og
ýmsar röralýsingar mynda mikinn
hita. Með því að nota LED-lýsingu
er hægt að spara rafmagn og
það verður þægilegra hitastig í
kringum þig.
Margvísleg vandamál
Algengustu einkenni fólks sem
starfar í lélegri lýsingu eru þreyta,
sár augu, höfuðverkur, háls- og
bakverkir, einbeitingarvandamál,
pirringur og minnkandi vinnu-
geta. Axlir og háls spennast þegar
líkaminn setur sig í óhagstæðar
vinnustellingar vegna lélegrar
eða of mikillar birtu. Mjög mikil-
vægt er því að hafa rétta birtu svo
fólk eigi auðvelt með að þrauka í
gegnum vinnudaginn.
Aldur skiptir máli:
n 40 ára þarf tvöfalt meiri lýsingu
en 20 ára
n 60 ára þarf 5 sinnum meira ljós
en 20 ára
Staðsetning ljóssins og hvernig
vinnustaðurinn er staðsettur gagn-
vart gluggum og öðrum ljósflötum
spilar mikið inn í heildarmyndina.
Með því að skoða andstæðurnar
á vinnustaðnum er hægt að skoða
hvar ljósþörfin liggur. Dökkir fletir
þurfa sterkara ljós en þeir sem hafa
ljósari lit.
Lampi góð lausn
Lykillinn að góðri skrifstofulýs-
ingu getur legið í skrifborðslampa.
Ef hver einstaklingur hefur slíkan
lampa á borðinu, sérstaklega með
stillingum, getur hann stjórnað
eigin birtustigi án þess að trufla
lýsingu annarra. Skrifborðslampi
með stillanlegum armi er góður
kostur og lampi með dimmer
sömuleiðis. Lampinn má þó ekki
varpa endurkasti á tölvuskjáinn.
Til eru sérhannaðir lampar fyrir
vinnustaðinn sem skapa þægilega
birtu.
Sænska Vinnumálastofnunin
hefur látið útbúa sérstakt app sem
fólk getur halað niður í símann
sinn og mælt lúx-gildi á vinnu-
staðnum. Vinnumálastofnunin
bendir á að lýsing hefur mikil
áhrif á vinnugetu fólks. Sænskur
lýsingarhönnuður bendir á að
margt hafi verið bætt hvað varðar
lýsingu á vinnustöðum en enn sé
töluvert í land til að fullkomna
verkið. Góð lýsing skilar betri
vinnuafköstum og það þarf fjöl-
breytni í vinnuljósum. Flúrrör í
loftinu er einhæf lýsing. Ekki þarf
að gera sömu kröfur um birtu á
kaffistofunni og í vinnurýminu. Í
kaffistofunni á að vera deyfð lýsing
þar sem starfsmenn geta slakað
á. Ekki er hægt að bera saman
lýsingu á mismunandi stöðum, til
dæmis sjúkrahúsi eða veitinga-
stað með kertum. Með nýrri tækni
er hægt að stýra birtunni yfir
daginn. Þannig verður hún róleg á
morgnana, sterkari um miðjan dag
en deyfð aftur seinni partinn.
Hefur áhrif á framleiðni
Ef fólk tekur sér hádegisgöngu á
sólríkum vinnudegi finnur það
hversu birtan hefur góð áhrif á
bæði skap og framleiðni. Nýlegar
rannsóknir í vinnuvistfræði stað-
festa þetta. Í alþjóðlegri könnun
sem gerð var árið 2018 af Staples
sögðu yfir 80% starfsmanna á
skrifstofum mikilvægt að hafa
góða lýsingu. Umhverfið skiptir
miklu máli og ekki síst lýsingin
sem hefur mikil áhrif á framleiðni
og sköpunargáfu. Of björt lýsing
getur verið hörð fyrir augun,
ruglað svefninn og kallað fram ein-
kenni mígrenis. Of lítil lýsing getur
þvingað augun og valdið syfju og
þreytu. Það er því ljóst að vönduð
lýsingarhönnun borgar sig fyrir
alla. n
Síðumúla 25 · 108 Reykjavík · 555 4440
www.ledtec.is
ÚTILJÓS
FYRIR HEIMILIÐ · BÍLSKÚRINN · VERKSTÆÐIÐ · HESTHÚSIÐ
LEDLÝSING
PANEL LJÓS
LÉTTLÍNULJÓS
Í STAÐ FLÚORLJÓSA
FLÓÐLJÓS
BETRA VERÐ OG LÆGRI REKSTARKOSTNAÐUR
KASTARAR Á BRAUTIR
6 kynningarblað A L LT 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURLý s i n g