Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 29
Fasteignasalan Miklaborg var stofnuð árið 2007. Síðan þá hefur hún verið í miklum vexti. Hjá Mikluborg er lögð rík áhersla á þjónustulund og örugg og heiðarleg viðskipti. Miklaborg var stofnuð árið 2007 af héraðsdómslögmönnunum og löggiltu fasteignasölunum Óskari Rúnari Harðarsyni og Jasoni Guðmundssyni en síðan þá hefur hún verið í eigu þeirra tveggja. Miklaborg hafði upphaflega aðsetur í Síðumúla 13 en árið 2014, vegna aukins umfangs og starfs- mannafjölda, færði hún sig um set og settist að í Lágmúla 4, í gömlu húsakynnum Úrvals Útsýnar. Frá stofnun fasteignasölunnar hefur hún dafnað og vaxið ört og fjöldi starfsmanna hartnær tífaldast síðan þá, frá fjórum í tæplega fjörutíu. Óskar H. Bjarnasen lögmaður og löggiltur fasteignasali hjá Miklu- borg segir það hafa verið mjög áhugavert að sinna fasteignasölu síðustu misserin. „Það hefur verið ævintýralegt að taka þátt í þeirri þróun sem hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið. Fasteignaverð hefur hækkað töluvert eins og frægt er og því hafa eigendur aukið eigið fé sitt umtalsvert. Þessi þróun átti sér stað á öllum markaðssvæðum en ekki bara höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann. „En eftir miklar viðvarandi hækkanir í langan tíma, eins og verið hefur, hefur þróunin verið sú að markaðurinn er aðeins að róast. Það er eðlilegt að eftir miklar hækkanir taki við tímabil þar sem markaðurinn leitar í jafn- vægi. Þróun vaxta hefur auðvitað líka haft áhrif á það. Það má segja að nú sé fasteignasala komin í eðli- Hafa alla viðskiptavini í hávegum Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali hjá Mikluborg, segir það hafa verið mjög áhugavert að sinna fasteignasölu síðustu misserin. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Seljendur eru enn að fá góð verð fyrir eignir sínar en á sama tíma geta kaupendur gert góð kaup. Óskar H. Bjarnasen Arkarvogur 10-12 og Drómundarvogur er falleg nýbygging, byggð af ÞG verk, sem er að koma í sölu á Mikluborg . legra horf en verið hefur undan- farið. Dregið hefur úr söluhraða sem er nú orðinn eðlilegri og framboð er að aukast. Kaupendur hafa þess vegna meiri tíma til að skoða og meta spennandi kosti á markaði.“ Árið verið sterkt Óskar segir árið hafa verið sterkt hjá á Mikluborg í ár. „Við erum enn að selja mikið af eignum og þær eru enn að fara á ásettu verði og yfir það. Eignum á skrá mun fjölga með haustinu, við höfum þess vegna engar áhyggjur af framtíðinni þó hægst hafi á sölunni miðað við síðustu misseri. Ástandið er einfaldlega að nálgast það sem telja mætti eðlilegt. Selj- endur eru enn að fá góð verð fyrir eignir sínar en á sama tíma geta kaupendur gert góð kaup. Við vöndum okkur vel í verðlagningu svo söluferlið skili árangri,“ segir hann. „Frá og með haustinu erum við að fá inn töluvert af nýbyggingum og það heldur áfram næstu ár þannig að við teljum að framboð eigna verði gott næstu misseri. Við erum að sjá árangur af þéttingu byggðar með spennandi þéttingar- reitum eins og á Ártúnshöfða, Orkureitnum og reitum í kringum Borgarlínuna. Þessi afrakstur þétt- ingarstefnunnar er núna að byrja að skila sér af einhverri alvöru.“ Þjónustulund og heiðarleiki Óskar hvetur fyrstu kaupendur, sem margir hafa orðið eftir vegna hækkana, til að bíða ekki með að kaupa ef þeir standast greiðslumat. „Við hvetjum fyrstu kaupendur til að koma inn á markaðinn sem fyrst. Sagan sýnir okkur að verð á fasteignum hefur ekki lækkað til lengri tíma en núna eru að koma inn verkefni á verðum sem verða ekki endilega í boði á næstu árum. Sagan sýnir okkur að fasteignaverð lækkar almennt ekki til lengri tíma og að okkar mati er verð á nýbygg- ingum ekki að fara að lækka, meðal annars vegna hækkandi verðs á aðföngum og aðkeyptri vinnu. Þess vegna ætti fólk sem er í kauphugleiðingum ekki að bíða.“ Óskar segir að á Mikluborg sé ætíð lögð áhersla á ríka þjónustu- lund og að fyrirtækið veiti örugg og heiðarleg viðskipti og fram- sækni í störfum sínum. „Við teljum að þessi atriði spili veigamikið hlutverk í því að skapa traust viðskiptavina. Það er sér í lagi mikilvægt þar sem margir þeirra eru að eiga í stærstu við- skiptum ævi sinnar og treysta því að vel sé staðið að hlutunum.“ Framúrskarandi fyrirtæki Einkunnarorð Mikluborgar eru gæði, fagmennska og árangur í starfi en vönduð vinnubrögð og gagnkvæmur ávinningur vega þungt í stefnu fyrirtækisins. „Þetta hefur hefur kristallast á ýmsum sviðum til að mynda því að Creditinfo útnefndi fasteigna- söluna sem framúrskarandi fyrirtæki, auk þess sem velta fyrir- tækisins er árlega sú hæsta á fast- eignamarkaðnum,“ segir Óskar. n Nánari upplýsingar á miklaborg.is kynningarblað 5ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2022 FASTEIGNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.