Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 11
Það ætti því að vera sjálfsagt í lýðræðis- ríki að ráðning í slíka valdastöðu fari fram með faglegum hætti, þar sem umræða um framtíðarsýn er opin og gagnrýnin. Við munum áfram vinna að því að bæta starfsumhverfi leik- skólanna. Með þessu opna bréfi vil ég annars vegar lýsa yfir vonbrigðum með það hvernig staðið var að ráðningu nýs forstöðumanns Þjóðminjasafns Íslands á dögunum og hins vegar fara þess á leit við ráðherra að hún útskýri hvers vegna þessi leið var farin við skipan í embættið. Ég vil jafnframt undirstrika að ég dreg ekki í efa að Harpa Þórsdóttir sé embættinu vaxin. Óánægja mín beinist ekki gegn henni. Eins og fram kemur í frétt um skipanina á vef Stjórnarráðsins er Þjóðminjasafn Íslands eitt höfuð- safna landsins og þar með á meðal viðamestu menningarstofnana þjóðarinnar. Hér er stór hluti menningararfs þjóðarinnar varð- veittur, hér fara fram rannsóknir á sögu og efnismenningu og jafn- framt mikilvæg miðlun þekkingar til almennings. Safnið er því allt í senn varðveislustofnun, mennta- og rannsóknastofnun. Enda þótt safn- ið lúti lögum um bæði Þjóðminja- safn og menningararf er þó ekkert þessara hlutverka rist í stein. Söfn eru nefnilega framsæknar stofnanir sem leggja sig fram um að svara kalli samtímans hverju sinni. Á heims- vísu eru söfn á borð við Þjóðminja- safn Íslands til dæmis að kljást við spurningar um hvernig þeim beri að bregðast við málefnum fjölmenn- ingar og hvert hlutverk þeirra sé í baráttunni gegn loftslagsbreyting- um, eða hvernig þau geti sett gott fordæmi í sjálf bærni. Hvaða áhrif eiga þessir þættir, sem brenna á okkur öllum, að hafa á safnastefnu, rannsóknir og þekkingarmiðlun? Sem eitt af höfuðsöfnum íslensks menningararfs hefur stefna Þjóð- minjasafns Íslands í þessum málum jafnframt áhrif á fjölbreytt fagsvið menningararfsfræða í landinu í heild. Það er ekki síst á tímamótum sem þessum, þegar skipa á nýjan leið- toga fyrir safninu – og slík tímamót hafa alls ekki verið mörg í sögu þess – að færi gefst til að setja þessar mik- ilvægu spurningar á oddinn. Hvert viljum við stefna? Hvar viljum við leggja áherslurnar? Hverju viljum við breyta? Í framhaldinu er þá líka eðlilegt að spyrja, hvers konar leið- toga þarf safn eins og Þjóðminja- safn Íslands? Hvaða bakgrunn og menntun er æskilegt að við- komandi hafi? Auðvitað eru þessar spurningar alltaf mikilvægar, en á á tímamótum sem þessum ætti að hvetja til þeirra á breiðum grunni. Eins og staðið var að ráðningu nýs þjóðminjavarðar á dögunum verður ekki séð að færi hafi verið gefið á nauðsynlegri umræðu. Að eiga aðgang að safni eins og Þjóðminjasafni Íslands eru forrétt- indi. En það felst líka mikið vald í því að geta sett mark sitt á það hvernig fortíð þjóðar er varðveitt og miðlað til komandi kynslóða. Það ætti því að vera sjálfsagt í lýðræðis- ríki að ráðning í slíka valdastöðu fari fram með faglegum hætti, þar sem umræða um framtíðarsýn er opin og gagnrýnin. Ég fer þess á leit við ráðherra að hún útskýri hvaða málefnalegu ástæður liggja að baki því að þetta var ekki haft að leiðar- ljósi við ráðninguna. n Opið bréf til ráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, varðandi skipan í embætti þjóðminjavarðar Mikil umræða hefur skapast um leikskólamál í Reykjavík. Tilefnið eru tafir á inntöku yngstu barnanna í haust en spár frá því í mars gerðu ráð fyrir að hægt yrði að bjóða 12 mánaða börnum leikskólapláss í haust í fyrsta sinn í sögunni. Nokkrir samverkandi þættir hafa seinkað þeirri áætlun, þar sem vega þyngst mun fleiri nýjar umsóknir eftir stóru innritun haustsins eða 360 borið saman við 205 í fyrra og 93 árið áður. Í öðru lagi hefur þurft að loka á annað hundrað plássum í eldri leikskólum borgarinnar vegna mikilla viðhaldsframk væmda. Í þriðja lagi urðu tafir á nýfram- kvæmdum vegna stöðu á heims- markaði og þenslu á innlendum byggingamarkaði sem sömuleiðis hefur valdið mikilli verðbólgu í til- boð verktaka. Við hörmum mjög þessa töf og höfum gripið til ýmissa aðgerða til að vega upp á móti og koma til móts við foreldra sem hafa orðið fyrir barðinu á henni. Við hröðum opnun leikskóla við Naut- hólsveg, fjölgum plássum með því að nýta eldra húsnæði borgarinnar fyrir leikskóla s.s. í Korpu og Bakka, hefjum undirbúning nýrra leikskóla í Fossvogi og við Suðurlandsbraut, eflum dagforeldrakerfið o.s.frv. Uppbygging á fullri ferð Uppbygging nýrra leikskóla er áfram á fullri ferð. Þrír nýir leik- skólar hafa verið opnaðir á þessu ári: við Eggertsgötu, Bríetartún og Kleppsveg og þrír til viðbótar opna fram til áramóta miðað við nýjustu áætlanir: við Nauthólsveg í sept- ember, Ármúla í október og Voga- byggð í desember. Þá stækka þrír eldri leikskólar borgarinnar á þessu ári; Gullborg, Funaborg og Haga- borg. Alls verður hægt að bjóða a.m.k. um 600 börnum í þau nýju pláss sem opnast í ár og á næsta ári stefnir í svipaða aukningu. Brúum bilið verkefnið felur í sér fjölgun um rúmlega 2.000 leikskólarými í heild. Stærsta áskorunin En verkefnið er margslungið og stærsti vandi leikskólastigsins á Íslandi er skortur á fagfólki en allan síðasta áratug hefur aðsókn í kenn- aranám verið langt undir nýliðunar- þörf en aðsóknin féll um ríf lega 70% eftir að námið var lengt úr 3 árum í 5 með samþykkt Alþingis. Aðsóknartölur allra síðustu miss- era lofa reyndar góðu en betur má ef duga skal. Önnur afdrifarík ákvörðun ríkisins var samþykkt um eitt leyfisbréf kennara óháð skóla- stigi en í aðdraganda löggildingar þess brast f lótti í hóp leikskóla- kennara sem söðluðu um í stórum stíl og hófu störf í grunnskólum. Alls fækkaði um 200 leikskólakennara við þetta sem var gríðarleg blóð- taka fyrir leikskólana í landinu. Það er eitt brýnasta samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að bregðast við þessum atgervisflótta leikskóla- kennara með því að bæta starfsskil- yrði þeirra, jafna aðstöðumun gagn- vart grunnskólum og beita öflugri hvötum til að laða fleira ungt fólk í námið. Bætt starfsumhverfi í Reykjavík Reykjavík hefur tekið forystu í því að bæta starfsumhverfi leikskól- anna með fjölmörgum umbótaað- gerðum á síðustu árum og mun halda því áfram. Við höfum m.a. fjölgað starfsfólki, fækkað börnum í hverju rými, aukið undirbúnings- tíma og fjármagn í faglegt starf sam- hliða því að bæta launakjör, stytta opnunartíma og auka fjármagn í viðhald húsnæðis. Það er tímabært að skoða leik- skólastigið í landinu í stærra sam- hengi. Sterk rök hníga að því að lengja enn frekar fæðingarorlofið og gefa þeim foreldrum sem það kjósa kost á að vera með börnum sínum til 2 ára aldurs eins og þekkist á Norðurlöndunum. Skynsamlegt er að ná breiðri samstöðu um styttri vistunartíma yngstu barnanna til samræmis við styttingu vinnuvik- unnar og fyrir því eru ýmis fagleg rök. Samspil lengra fæðingarorlofs og styttri vistunartíma yngstu barnanna myndi efalítið stuðla að betra samfélagi að minnsta kosti meðan meiri árangur næst í að fjölga fagfólki í leikskólum. Þrátt fyrir fjölmargar áskoranir er leikskólastarf í Reykjavík með miklum ágætum þökk sé frábærum stjórnendum og starfsfólki, ánægja foreldra með starfið mælist ítrekað um 90%, leikskólagjöld eru með þeim lægstu í landinu og vinnuum- hverfi starfsfólks og barna hefur batnað verulega. Við munum áfram vinna að því að bæta starfsumhverf- ið og renna styrkari stoðum undir leikskólastarfið í borginni samhliða því að koma betur til móts við þarfir ungbarnafjölskyldna í borginni. n Leikskólamál í samhengi Skúli Helgason borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leik- skólauppbyggingu í Reykjavík Dr. Þóra Pétursdóttir dósent í fornleifa- fræði og menn- ingararfsfræðum við Oslóarháskóla *Verð og vöru upp lýsingar í auglýs ingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. STÓLA DAGAR 18. - 31. ágúst 20% afsláttur af öllum stólum Fullt verð: 199.900 kr. Nú 159.920 kr. AVIGNON hægindastóll með skammel Stillanlegur hægindastóll með innbyggðum skemli. Brúnt, svart, dökkgrátt og rautt PVC leður. Fullt verð: 169.900 kr. Nú 135.920 kr. KOLDING hægindastóll með skammel Stillanlegur hægindastóll með skemli. Svart, rautt eða grátt leður/PVC. Fullt verð: 199.990 kr. Nú 159.992 kr. Fullt verð: 229.900 kr. Nú 183.920 kr. CANNES hægindastóll með skammel BUFFALO lyftistóll - rafdrifinn Vandaður, glæsilegur og þægilegur hægindastóll með þykku leðri á slitflötum á sterkum snúnings fæti. Koníaksbrúnt, svart, grátt eða rautt leður. Leður á slitflötum. Hægt að halla baki. Aðstoðar þig á fætur. Brúnn, grár eða svartur. 84 x 94 x 110 cm. Vandaður, glæsilegur og þægilegur hægindastóll með þykku leðri á slitflötum á sterkum snúnings fæti. Koníaksbrúnt, svart, grátt eða rautt leður. BUFFALO lyftistóll - rafdrifinn Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.