Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 4
Mestu hækkanir milli
mánaða verða á fötum
og skóm, 5,5 prósent.
JEEP.IS • ISBAND.IS
PLUG-IN HYBRID
FÆRÐIN ER
ALLTAF GÓÐ
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX!
Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon
Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi
slóðum. Leiðin verður rafmögnuð.
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
kristinnhaukur@frettabladid.is
SVEITARFÉLÖG Heiða Björg Hilmis-
dóttir, borgarfulltrúi og varafor-
maður Samfylkingarinnar, var kjör-
in formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga í kosningu sem fór
fram 15. til 29. ágúst.
Hún hlaut rúmlega 51 prósent
atkvæða en Rósa Guðbjartsdóttir,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar og fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, hlaut tæplega
49 prósent.
„Ég þekki vel aðstæður fólks á
landsbyggðinni ekki síður en á
höfuðborgarsvæðinu, enda fædd
og uppalin við Eyjafjörð og á þar
djúpar rætur. Ég mun leggja mig
fram um að vera formaður allra
sveitarfélaga landsins af því ég veit
að það skiptir máli,“ segir Heiða sem
var fyrir kosninguna sitjandi vara-
formaður sambandsins.
Samkvæmt Heiðu eru ýmsar
áskoranir sem sveitarfélög lands-
ins þurfa að leysa úr. Meðal annars
óvissa í málefnum fatlaðs fólks,
skortur á húsnæði, loftslagsmálin og
vitaskuld fjármálin. „Það er mikil-
vægt að tryggja sjálfbæran rekstur
sveitarfélaga svo þau geti sinnt
þeirri mikilvægu þjónustu og inn-
viðauppbyggingu sem nauðsynleg
er um allt land,“ segir hún.
Heiða segist vilja efla sambandið
sem talsmann sveitarfélaga og
samstarfsaðila ríkis og atvinnu-
lífs í því verkefni að gera Ísland að
eftirsóttum stað til að búa, starfa og
fjárfesta á.
Hún muni ef la sambandið sem
sameiginlegan samráðs- og sam-
talsvettvang sveitarstjórnarfólks
og stjórnenda sveitarfélaga og auka
samvinnu við landshlutasamtök.
Aðspurð um fyrirsjáanlega erf-
iðan vetur í kjaraviðræðum segir
Heiða að öll þjónusta sveitarfélaga
byggi á því að þau geti laðað til sín
gott starfsfólk. Það sé sameiginlegt
hagsmunamál verkalýðshreyfingar-
innar, sveitarstjórna og samfélags-
ins alls að þetta verkefni takist vel.
Samningsmarkmið sveitarfélag-
anna í kjaraviðræðunum verði til í
samstarfi sveitarfélaganna og þar
verði svigrúmið metið.
Heiða segist þó ætla að leggja
áherslu á að sameiginlegir hags-
munir samfélagsins verði öllum
ljósir í kjaraviðræðunum. n
Heiða kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
olafur@frettabladid.is
NEYTENDUR Íslandsbanki býst við
að tólf mánaða verðbólga hækki
lítið eitt í ágúst og fari í 10 prósent
en Landsbanki býst við óbreyttri
verðbólgu frá því í júlí, 9,9 prósent.
Veritabus býst við að raunveruleg
tólf mánaða verðbólga lækki um 0,1
prósent og fari í 9,8 prósent en telur
að Hagstofan muni mæla verðbólg-
una 10 prósent og að munurinn
stafi af mismunandi tímasetningu
á mælingum.
Veritabus telur að í mælingu Hag-
stofunnar muni ferðir og flutningar,
sem verið hafa mikill drifkraftur
verðhækkana síðustu tólf mánuði,
lækka um 2,5 prósent milli mánaða.
Húsnæði, hiti og rafmagn hækki um
1,1 prósent milli mánaða.
Mestu hækkanir milli mánaða
verða á fötum og skóm, 5,5 prósent,
og húsgögnum og heimilisbúnaði,
2 prósent. Þessar hækkanir stafa að
mestu af útsölulokum.
Matvara, húsnæði og eldsneyti
hafa hækkað meira en flestir aðrir
liðir síðastliðna tólf mánuði. Í ágúst
lækkaði verð á eldsneyti töluvert
og fer að mati Veritabus sennilega
lækkandi. Matvara virðist einn-
ig hafa hækkað minna en undan-
farna mánuði. Margt bendir til þess
að húsnæðismarkaður muni róast.
Hagstofan birtir vísitölu neyslu-
verðs fyrir ágúst í dag. n
Verðbólgan er
mögulega að ná
hámarki sínu
Heiða Björg
Hilmisdóttir,
borgarfulltrúi
og varafor-
maður Sam-
fylkingarinnar
Húsnæði sem Kópavogsbær
leigir af einkaaðila og er nýtt
sem dagsvistunarúrræði fyrir
fötluð ungmenni er skráð fok-
helt auk þess sem þar fannst
mygla.
ragnarjon@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Nýjustu mælingar
sýna að mygla fannst í húsnæði sem
Kópavogsbær leigir af fyrirtækinu
Árkór ehf. Núverandi hlutverk hús-
næðisins er hýsing dagvistunar
úrræðis fyrir fötluð ungmenni á
menntaskólastigi.
Mælingarnar sem um ræðir voru
framkvæmdar af Sýni ehf. þann 19.
ágúst síðastliðinn og var loftsýna-
skálum komið fyrir á fimm stöðum
víðs vegar um húsið.
Ekki fannst mygla í sjálfum stof-
unum sem notaðar eru en þó fund-
ust ummerki myglu á öðru svæði á
sömu hæð. Er það svæði skilgreint
sem 1. hæð stigi norðvestur en
aðeins einar dyr liggja á milli þess
svæðis þar sem skólastofurnar
standa og svæðisins þar sem myglan
mældist.
Kolbeinn Reginsson, líffræðingur
og bæjarfulltrúi Vina Kópavogs-
bæjar, segir að með þessu sé verið
að taka óþarfa áhættu, enda geti
sveppur borist á milli staða í húsinu
með margvíslegum hætti.
„Ef gró komast með einhverju
móti inn í húsnæðið þá lifa þau
jafnvel árum saman og um leið og
þau komast í vatn þá spíra þau,“
segir Kolbeinn en hann hefur kallað
eftir útskýringum á því hvers vegna
húsnæðið sé í notkun þegar mælst
hafi mygla í einhverju magni á sömu
hæð og er nú í notkun. „Bæjaryfir-
völd í Kópavogsbæ virðast telja að
hér sé um ásættanlega áhættu að
ræða,“ segir Kolbeinn.
„Svona sveppagróður getur
ferðast tugi kílómetra í lofti, þetta
er svo harðgert,“ segir Kolbeinn og
bætir við: „Segjum að ef einhver
labbar þarna inn fyrir slysni, þá
geta gróin sogast yfir í önnur svæði
í húsinu. Þetta getur verið undir skó-
sólanum þínum,“ segir hann.
Kolbeinn telur að frekari mælinga
sé þörf og tekur fram að ástæða þess
að ekki mælist gró í þeim stofum
sem notaðar séu í úrræðinu sé að
það tiltekna svæði hússins hafi
nýlega verið tekið í gegn. Ekki hafi
þó verið framkvæmdar viðlíka end-
urbætur á öðrum hæðum hússins.
Samkvæmt mælingum frá 2019, sem
unnar voru af Verkís, fannst talsvert
af myglu á þeim hæðum húsnæðis-
ins. Því sé líklegt að myglu sé enn að
finna þar í miklum mæli.
Í svörum Kópavogsbæjar við
fyrirspurn Fréttablaðsins kemur
fram að núverandi ástandsskráning
Fannborgar 2 sé að húsið sé skráð
fokhelt. Kaupandi hafi beðið um að
húsið yrði skráð sem slíkt og Kópa-
vogsbær hafi ekki gert athugasemd
við beiðni eigenda um þá skráningu
vegna þess að efri tvær hæðirnar, af
fjórum, væru ekki hæfar til notk-
unar.
Kópavogsbær tekur fram að Heil-
brigðiseftirlitið hafi verið kallað til
áður en starfsleyfi var veitt fyrir
úrræðinu. Heilbrigðiseftirlitið hafi
framkvæmt sjónmat á húsnæðinu
ásamt rakamælingu. Farið hafi verið
að tilmælum Heilbrigðiseftirlits og
húsnæðið þrifið, málað og loftræsti-
kerfi hússins yfirfarið. Þessi úrræði
hafi þó einungis farið fram á fyrstu
hæð hússins.
Í svörum Kópavogsbæjar kemur
fram að enginn umgangur sé í hús-
inu og að efri hæðir húsnæðisins
séu ekki í notkun. Með þessum
aðgerðum og viðurlögum telur
Kópavogsbær jarðhæð Fannborgar
2 í góðu ástandi og að hægt sé að
nýta hæðina í áðurnefnd úrræði. n
Hús sem í finnst mygla er nýtt af
Kópavogsbæ fyrir fötluð ungmenni
Fannborg 2 á sér
þó nokkra sögu
en húsið hýsti
áður bæjarskrif-
stofur Kópa-
vogs. Kópavogs-
bær keypti það
af Árkór ehf. árið
2017.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Kolbeinn
Reginsson, líf-
fræðingur og
bæjarfulltrúi
Vina Kópavogs
4 Fréttir 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ